Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 46

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 46
sem gegnir hlutverki bænaturns fyrir sólarhrings fyrirbæn. „Allan sólarhring- inn erum við að biðja fyrir kirkjum í Indó- nesíu, öllum prestunum og leiðtogum leikmanna. Það er ekki einn klukkutími eða dagur sem líður án bænar þar sem landinu okkar er lyft upp til Drottins," segir jeffrey Petrus. Petrus er umsjón- armaður bænaturnsins. í 12 ár hefur fábrotið herbergi með nokkrum kojum verið heimili hans að heiman. „Við tökum fjögurra tíma vaktir á hverjum degi. Þegar fólk þreytist kemur það hingað inn og leggur sig í stutta stund í einni kojunni, síðan heldur það aftur til þæna," segir hann. Dedi Purwanto vinnur með Petrus sem bænaleiðtogi. Hann segir að bæna- herbergin séu full af fólki allan sólar- hringinn. Purwanto trúir að bænirnar sem hér er lyft upp til Guðs frá þessum stað og öðrum stöðum um alla Indónesíu séu að hrista upp í undirstöðum þjóðar hans. „Það er kraftur þegar hundruð þúsunda trúaðra hittast, annaðhvort í litlum bænahópum, í bænahúsum eða svona bænaturnum eins og þessum," segir Purwanto. Mesti fjöldi múslima í heiminum Nærri því 13 % af múslimum í heiminum búa í Indónesíu sem gerir þessa eyjaþjóð að stað þar sem flestir múslímar búa. Indónesía, sem er á milli Indlandshafs og Kyrrahafs í Suðaustur-Asíu, getur státað af blómstrandi efnahagslífi og er eitt aðalstjórnmálaveldið á svæðinu. „Árum saman höfum við beðið fyrir ríkis- stjórn okkar, fjölmiðlum og unga fólkinu. Við höfum einnig beðið fyrir betri sam- skiptum á milli kristinna manna og mús- lima. Guð er að svara þessum bænum," segir Petrus. Kristnin breiðist út þrátt fyrir einstakar, harkalegar árásir múslima. Kristið fólk eignar þessari stóru bæna- hreyfingu það að tengja saman 500 indónesískar borgir við meira en 5 millj- ónir fyrirbiðjenda með því að gefa þeim dýpri ástríðu fyrir því að sjá þessa þjóð og heiminn allan unninn fyrir Jesú. „Ég trúi því að það sé máttur í bæninni, sér- staklega í sameinaðri bæn, eins og líkami Krists er í þessu tilfelli," sagði Daniel Pandji, prestur sem fer fyrir indónesísku þjóðlegu bænahreyfingunni. í fáheyrðri einingu, fylltu kristnir þjóðarleikvanginn á síðasta ári ásamt fleiri milljónum sem horfðu á viðkomandi þátt í sjónvarpinu þar sem þetta fólk lofar því að ná til hvers þorps, bæjar og borgar í Indónesíu með fagnaðarerindið um Jesú Krist. „Allir í kirkjunum hér í Indónesíu trúa því að Jesús sé eina svarið fyrir þessa þjóð," sagði Dr. Widjaya. í bænaturninum eru Petrus og trúföstu bænahermennirnir hans á hnjánum. „Dag og nótt, um helgar og á frídögum, verðum við hér hrópandi til Guðs fyrir landinu okkar og heiminum öllum," sagði hann. „Þetta er köllun okkar, að vera varðmenn Indónesíu." http://www.cbn.com/cbnnews/ world/2013/August/Historic-Non-Stop- Prayer-Sweeps-Muslim-lndonesia/ Kriitnum m&nni xaant, ilappt ffkth Jn&fttaMr/ccInaetn MINDANAO, Filippseyjum. - Mjög fáum einstaklingum, sem hefur verið rænt af Abu Sayyaf sem er róttækur múslímskur hópur tengdur Al-Qaeda, hefur verið sleppt en kynni við Guð breyttu lífi eins gíslanna sem að lokum slapp lifandi úr haldi. Raymund, sem er ekki hans rétta nafn, mun aldrei gleyma síðdeginu þegar þungvopnaðir uppreisnarmenn Abu Sayyaf hrifsuð(u hann úr bíl sínum. „í tvær klukkustundir spurði ég Guð: Af hverju ég, Drottinn?" „Ég óttaðist um líf mitt vegna þess að nokkrum dögum áður höfðu nokkur fórnarlömb ekki komist lífs af. Abu Sayyaf drap þetta fólk," sagði hann. Raymund bað til Guðs að örlög hans yrðu ekki þau sömu og hinna fórnarlambanna. „Ég sagði, Guð, ég er ólíkur þeim, ég mun komast lífs af vegna þess að þú hefur áætlun með það af hverju þú leyfðir þessu að gerast," sagði hann við CBN. Raymund er kristinn maður sem býr í stærsta múslímabænum á Mindanao. Það að ganga um göturnar þar vekur óöryggistilfinningu, vegna þess að þetta er staður þar sem kristnir eru skotmörk mannræningja. Fyrrum félagí í Abu Sayyaf, Almer - sem er ekki hans rétta nafn - er nú uppljóstrari fyrir filipps- eyska herinn. Hann sagði að íslam og peningar stjórnuðu þessum múslímska hryðjuverkahópi. „Þeir eru kristnu fólki mjög reiðir, sérstaklega erlendum ferðamönnum. Ef lausnargjaldið er ekki greitt er fólk drepið," sagði hann. Hann varaði við því að „þeir vilji gera allan eyjaklasann að múslímaríki." „En þetta er ekki hægt þar sem kristnir og mús- límar búa hér saman." Raymund varð mjög þreyttur eftir meira en mánuð í haldi í frumskóginum en bænir og upp- lifun hans af Guði héldu í honum lífinu. „Drottinn, ef þú ert virkilega hér, gefðu mér þá merki. Láttu rigna," man hann eftir að hafa beðið. Hann sagði að þó að þetta hafi verið mjög sólríkur dagur hafi skyndilega byrjað að rigna eftir að hann bað þessarar bænar. „Ég varð glaður og það styrkti mig aftur því að ég vissi að Guð var með mér þarna í frumskóg- inum," sagði hann. „Ég héf því að ef ég slyppi myndi ég þjóna Guði, sama hvað það kostaði." Mannræningjarnir leystu Raymund úr haldi, ómeiddan nokkrum vikum seinna, eftir að fjölskyldan hans borgaði lausnargjaldið. í dag vinnur Raymund með Gideonmönnum og hjálpar til við að dreifa Biblíum, jafnvel til múslímskra lögreglumanna. „Þakka þér fyrir að gefa lögreglumönnunum okkar þessar Biblíur. Ég er múslími en ég sam- þykki Biblíuna vegna þess að sumt af kennslunni þar er einnig að finna í Kór- aninum og sú kennsla hjálpar mér mjög mikið," sagði Mendin lögreglumaður. Þó að Raymund hafi verið það lánsamur að vera sleppt þá eru enn 5 útlendingar og 3 Filippseyingar í haldi. Hann biður þess að björgunaraðgerðir af hálfu banda- rískra hermanna eða jafnvel upplifun af Guði frelsi þá. í þessum mánuði dóu 7 filippseyskir hermenn í tilraun sinni til að bjarga gíslum frá Abu Sayyaf. http://www.cbn.com/cbnnews/ world/2013/July/Kidnapped-Christian- Released-after-Miraculous-Prayer/ 46 september 2013 bjarmi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.