Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.2018, Page 16

Bjarmi - 01.04.2018, Page 16
Otsoknír gegn krísinn k'ólKi í löiuluiii mnslíma HERMANN BJARNASON Ofsóknir á hendur kristnu fólki hafa fylgt kirkjunni í aldanna rás. Aldrei hafa fleiri sætt ofsóknum en nú á tímum. í þeim 50 löndum þar sem erfiðast er að vera kristinn er talið að um 215 millj. kristinna manna hafi verið ofsóttar á árunum 2016 og 2017 vegna trúar sinnar á Jesú Krist. Það birtist m.a í að kristið fólk sætir mismunun, verður fyrir barsmíðum, því er rænt, það pyntað, konum nauðgað og þær þvingaðar í hjónaband, eignir, húsnæði og kirkjur eyðilögð, og fólk fangelsað og það tekið af lífi. (World Summit of Defence of Persecuted Christians 10.-13. maí 2017) Talið er að um 8.700 kristnir menn hafi verið myrtir á mánuði á síðustu fjórum árum vegna trúar sinnar á Jesú Krist eða um 100 þús. manns á ári, sbr. upplýsingar frá Vatíkaninu árið 2018.(16) í frétt Independent 13. jan. 2017 segir: 900.000 kristnir urðu písiavottar síðastliðinn áratug Kort og listi frá Open Doors sýna þau lönd þar sem ofsóknir gegn kristnum eru mestar. 16 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.