Bjarmi - 01.04.2018, Qupperneq 25
Lúthers var það stærsta kraftaverkið þegar
trúin kviknar í lífi mannveru. Til þess voru
Orðið og náðarmeðulin sem Andinn verkaði
í, meira þurfti í rauninni ekki.
Hins vegar eru mörg dæmi úr ritum
Lúthers og lífi sem sýna að hann var ekki
stefnufastur þegar náðargjafir voru annars
vegar. Til dæmis sagði hann frá því í bréfi til
vinarsem hafði beðið
um leiðbeiningu um
bænalíf að sjálfur
styddist hann við
bænirnar í Faðir
vor. Stundum fékk
hann þá „ríkulegar,
góðar hugsanir" í
bæn sinni: .......þá
prédikar Heilagur
andi sjálfur og eitt
orð í prédikun hans
er betra en þúsund
bænir okkar. Oft hef
ég lært meira á einni
slíkri bæn en ég
hefði getað tileinkað
mér með löngum
lestri og íhugun."
Hann gerði líka ráð
fyrir að Guð gæti
notað drauma - þó
að ekki væri hægt
að segja til um það
fyrr en eftir á hvort
þeir væru frá Guði.
Allar spámannlegar
opinberanir og
drauma þurfti
að meta í Ijósi
Ritningarinnar.
Að minnsta kosti
þrisvar á lífsleiðinni fékk Lúther að reyna
kraftaverk þegar óttast var að dauðann
bæri að garði. Það voru hann sjálfur, Katrín
kona hans og Melanchton sem hlutu
lækningu eftir fyrirbæn, hvert í sitt skiptið.
Enn eitt merkið um að Lúther gerði ráð fyrir
að lækning gæti átt sér stað var að árið
1545 skrifaði hann leiðbeiningar um hvernig
hægt væri að biðja fyrir sjúklingi samkvæmt
Jakobsbréfi.
Það má margt læra af því hvernig
Lúther leit á náðargjafirnar:
- Mesta kraftaverkið sem getur gerst á
meðal okkar er ekki líkamleg lækning
eða neitt annað sem vekur mikla athygli
heldur að mannvera eignast trú á Jesú
Krist. Það kraftaverk veitir aðgang að
eilífðinni.
- Allar fullyrðingar, opinberanir og
kraftaverk þarf að rannsaka. Við eigum
einungis að halda því sem er í samsvari
við Ritninguna og tengir okkur við Krist.
Allt annað leiðir í villu, hversu vel sem
það lítur út að öðru leyti.
- Andinn kemur fyrst og fremst í Orðinu
og sakramentunum. Fyrirheit Guðs
tengjast þeim.
- Við erum líka minnt á að bæn er samtal
við Guð - ekki einræða frammi fyrir
honum. Við eigum að hlusta þegar við
biðjum.
Þetta er líka eitt af þeim sviðum þar
sem guðfræði Lúthers tekur ekki á öllum
þáttum. Hann fjallaði aldrei um það sem
Biblían segir um gjafir Andans, þó að
guðfræði hans um Andann og verk hans
hafi að öðru leyti
verið ríkuleg. Það er
hægt að setja saman
biblíulegaog lútherska
guðfræði sem sam-
þykkir fyllilega kröft-
ugt starf Andans.
Náðargjafameð-
vitaðar systurkirkjur
okkar í Tansaníu og
ekki síður Eþíópíu
minna okkur á það.
Við getum óhrædd
sótt ýmislegt til
náðargjafahreyfingar-
innar sem hefur farið
um hinn kristna heim
frá sjöunda áratug
síðustu aldar - ef
við höfum Biblíuna
að leiðarljósi og
erum guðfræðilega
meðvituð. Það
má jafnvel vera að
náðargjafarhreyfingin
þurfi á sumum
áherslum lútherskrar
guðfræði að halda
til að þroskast
eðlilega. Það er að
minnsta kosti álit
Veli-Matti Kárkkáinen
prófessors við Fuller Seminary sem
hann setur fram í greininni „Trúin ein
og allt fagnaðarerindið" en hann þekkir
náðargjafahreyfinguna betur en flestir aðrir.
Haraldur Jóhannsson þýddi. Greinin
er kafli í bókinni Tillbaka till friheten - att
tánka iutherskt i dag sem kom út í fyrra og
birtist hér með góðfúslegu leyfi útgefanda
og höfundar.
bjarmi | apríl 2018 | 25