Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.2018, Side 42

Bjarmi - 01.04.2018, Side 42
Þegar áilíiiiiiiiigariiai* leiða okknr í gönnr — eyöileggja safnaðarMð RAGNAR GUNNARSSON Fyrir nokkru barst mér í hendur bókin The Emotionally Healthy Church (Kirkjan sem er tilfinningalega heilbrigð) með undirtitlinum: A Strategy for Discipleship that Actually Changes Lives (Stefnumörkun í eftirfylgd sem breytir lífi fólks í raun og veru). Titillinn er áhugaverður og er ætlunin að gefa innsýn í efni bókarinnar þó svo full ástæða sé til að lesa hana alla. Höfundurinn, Peter Scazzero, er stofnandi og aðalprestur New Life Fellow- ship Church í Queens, New York. Bókin kom fyrst út árið 2003 og síðan endurbætt og ný útgáfa 2010. Frásaga höfundar er mjög persónuleg þar sem hann lýsir glímu sinni við ýmsa vanþroskaða og óheilbrigða þætti í persónuleika sínum sem síðan höfðu áhrif á fjölskylduna og kirkjuna sem hann veitti forstöðu. Hann lýsir því hvernig Guð, í nokkrum áföngum og á löngum tíma, opnaði augu hans fyrir því sem hann var áður blindur á - og telur hann sig ekki vera kominn á leiðarenda, þó svo margt hafi þroskast til betri áttar hjá honum, honum sjálfum til blessunar, fjölskyldu hans og kirkjustarfi - og Guði til dýrðar. Á höfundur hrós skilið fyrir að draga ekkert undan og opna augu lesandans með því að sýna hvað þurfti til að Guð opnaði augu hans. INNGANGSKAFLAR f fyrsta kafla bókarinnar er mikilvægi prestsins, forstöðumannsins eða þeirra sem eru í forystu, dregið fram. Ástæðan er sú að sjaldan fer söfnuðurinn fram úr forystusauðinum í þroska. Leiðtogi sem vill ekki horfast í augu við eigin veikleika getur haft mjög hamlandi áhrif á það starf sem hann eða hún er í forsvari fyrir. Viðkomandi getur látið stjórnast af reiði og beiskju, ótta og kvíða eða skömm, án þess að gera sér grein fyrir því. Þessi grunnhugsun mótar afstöðu viðkomandi til þjónustu sinnar og samskipta við fólk og leiðir suma til uppgjafar og allt miðast við að brenna ekki út meðan aðrir fara í far vinnualkans á kostnað fjölskyldu og hjónabands. Hvort tveggja, og hvaða veikleiki sem ekki er horfst í augu við, hefur síðan bein og óbein áhrif á það starf sem reynt er að vinna, oft í eigin krafti frekar en fyrir anda Drottins. Leiðin til betra lífs er að leyfa Jesú að komast að dýpra en bara á yfirborðinu. En því miður erum við oft treg til að hleypa Guði inn í djúp hjartans vegna þess hversu óþægilegt það er. Við erum oft ekki í nægum tengslum við tilfinningar okkar og áttum okkur ekki á því hvernig þær knýja okkur áfram í daglegu lífi okkar. Þá áttum við okkur yfirleitt heldur ekki á tilfinningum þeirra sem kringum okkur eru. Um þetta fjallar annar kafli bókarinnar og vísar m.a. í kvikmyndina Postulinn (The Apostle) frá árinu 1997. Allt er fagurt á yfirborðinu en undir niðri kraumar ýmislegt sem smám saman nær upp á yfirborðið og afhjúpar það sem í ólagi var. Tilfinningar valda oft deilum og spennu sem glíma þarf við á réttan hátt - sem 42 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.