Morgunblaðið - 27.01.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík
Hafið samband við Gústa
sölustjóra vinnufatnaðar,
sími 888-9222, gustib@run.is
VANDAÐUR
VINNUFATNAÐUR
ÖRYGGISSKÓR
Sjáum um allar
merkingar
SAFE & SMART
monitor
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í Evrópu.
Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu
tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða
lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk.
Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu versl-
unum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunar-
ferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/-
veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is info@transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGAR FORNAR BORGIR
Í SUÐUR OG AUSTUR EVRÓPU
Saga Rómar spannar yfir 2800 ár, borg sem óx úr litlu
ítölsku þorpi á 9. öld f. Krist yfir í að vera höfuðborg
heimsveldis á tímum Rómverja. Í dag er Róm höfuð-
borg Ítalíu, menningarleg miðstöð, stórborg á heims-
vísu og er fremst í flokki þeirra borga sem þykja einna
hvað fallegastar frá fornum og horfnum heimi. Þar
finnur þú allt fyrir ferðamanninn. Róm er einstakur
vettvangur mikillar sögu, menningar og lista er einnig
borg sem iðar af fjölskrúðugu og litríku mannlífi. Sælureitur góðrar matseldar og
frábærra vína með veitinga- og kaffihús á hverju horni. Stórkostlegar byggingar príða
þessa glæsilegu borg sem unun er að skoða á tveimur jafnfljótum.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast
í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu
1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kasta-
linn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli
bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er
og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
RÓM
TALLINN EISTLANDI
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest, Prag
Gdansk, Krakow,Varsjá,
Bratislava,Wroclaw
St. Pétursborg,Vínar-
borg, Napolí,Mílanó
Feneyjar og
Brugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og er gamli
bæjarhlutinn sá hluti borgarinnar sem mesta
aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini
lagðar, byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni beint
aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best varðveitta
miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á
heimslista UNESCO.
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Þegar Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rósa
Kristinsdóttir og Kristín Hildur
Ragnarsdóttir horfðu upp á tölfræði
sem sýndi að á móti hverri konu sem
fjárfestir á hlutabréfamarkaði fjár-
festa fjórir karlmenn ákváðu þær að
taka málin í eigin hendur. Þær höfðu
setið málþing eftir málþing, m.a. á
tímum kórónuveirunnar, þar sem
þessi mál voru rædd en allt virtist
það gert innan sama bergmálshell-
isins. Samstarfsverkefnið Fortuna
Invest varð að veruleika.
Gáfu þær út bók í fyrra undir heit-
inu Fjárfestingar þar sem á manna-
máli er farið yfir helstu atriði sem al-
menningur þarf að kunna skil á
þegar kemur að fjármálamark-
aðnum, bæði lántökum, lífeyrisrétt-
indum og fjárfestingum ýmiskonar.
Naut bókin mikilla vinsælda og er
erfitt orðið að finna eftirhreytur af
upplaginu í bókabúðum.
Fræðslan beinist að öllum
Verkefni Fortuna Invest, segja
þær Aníta Rut og Rósa, sem eru
gestir Dagmála í dag, er ekki aðeins
að uppfræða konur um fjármál held-
ur allan almenning. Áhuginn á við-
fangsefninu hafi aukist og sést það
m.a. á því að instagram-vettvangur
verkefnisins hefur laðað að sér yfir 17
þúsund fylgjendur. Segja þær að það
hafi komið mörgum á óvart hversu
mikill áhuginn væri. Hins vegar rigni
fyrirspurnum yfir þær þar sem fólk
veltir fyrir sér ýmsum hliðum fjár-
málaheimsins. Þær ítreka að þeirra
hlutverk sé ekki ráðgjöf, heldur vilji
þær koma réttum upplýsingum á
framfæri og hvetja fólk um leið til
þess að taka upplýstar ákvarðanir í
sínum fjárfestingum.
Þær benda á að sprenging hafi orð-
ið í þátttöku almennings á hluta-
bréfamarkaði í fyrra þegar Íslands-
banki og Síldarvinnslan voru skráð á
markað. Það hafi t.d. komið í hlut
Fortuna Invest að benda fólki á að
lágmarksfjárhæð til þátttöku í útboði
bankans hafi einungis verið 50 þús-
und krónur. Það hafi ekki allir áttað
sig á því. Það sé reyndar staðan á
fjármálamarkaðnum almennt. Ekki
þurfi að fjárfesta fyrir háar fjárhæðir
og gott sé að fara rólega af stað þegar
fólk tekur sín fyrstu skref í fjárfest-
ingum.
Aðgengi að fjármálamörkuðum sé
betra en áður. Nú sé hægt að kaupa
og selja hlutabréf í gegnum banka-
öppin. Það sé allt annað en fyrir
nokkrum árum þegar hringja þurfti í
verðbréfamiðlara til að eiga viðskipti.
Framtak Aníta Rut Hilmarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir stofnuðu Fortuna Invest ásamt Kristínu Hildi Ragn-
arsdóttur. Þær gáfu í fyrra út bókina Fjárfestingar. Hlaut hún góðar viðtökur og er nærri því uppseld.
Mikill áhugi á fjárfestingum
- Forsvarskonur Fortuna Invest segja þörf á fjármála-
fræðslu - Með yfir 17 þúsund fylgjendur á Instagram
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Sundabraut, hvort heldur er í jarð-
göngum undir Kleppsvík eða um
brú yfir hana, hefur mikinn sam-
félagslegan ávinning og er metin
samfélagslega hagkvæm fram-
kvæmd samkvæmt félagshagfræði-
legri greiningu á lagningu Sunda-
brautar, sem kynnt var í vikunni.
Brúarlausnin hefur það fram yf-
ir jarðgöngin að um hana getur
farið umferð gangandi og hjólandi
en það verður ekki framkvæman-
legt verði jarðgangalausnin valin.
Starfshópur um lagningu Sunda-
brautar fékk verkfræðistofuna
Mannvit og danska ráðgjafafyrir-
tækið Cowi til að vinna félagshag-
fræðilega greiningu en Mannvit
hefur m.a. unnið að samgöngulík-
ani borgarinnar. Þar voru teknir
fyrir þrír valkostir, brýr og göng,
og þeir bornir saman við óbreytt
umferðarkerfi án Sundabrautar.
Niðurstöður skýrsluhöfunda eru
að í heild nemi þjóðhagslegur
ábati 186-236 milljörðum króna,
eftir útfærslu Sundabrautar með
brú eða göngum. Mestur ábati fel-
ist hvort tveggja í minni akstri, út-
blæstri og mengun og styttri
ferðatíma vegfarenda vegna styttri
leiða til og frá höfuðborgarsvæð-
inu. Heildarakstur á höfuðborgar-
svæðinu gæti minnkað um 150
þúsund km á hverjum sólarhring
við opnun Sundabrautar.
Verkefni er talið vera þjóðhags-
lega hagkvæmt ef núvirtur ábati
er jákvæður, þ.e. ábati fyrir sam-
félagið er meiri en kostnaður við
verkefnið, segir í skýrslunni.
Tímasparnaður og styttri vega-
lengdir leiða einnig til færri slysa,
minni útblásturs gróðurhúsaloft-
tegunda, minni umferðarhávaða og
minni mengunar. Jákvæð áhrif
þessa eru talin nema á milli 21,5
og 22,6 milljörðum króna yfir allt
30 ára greiningartímabilið. Ítar-
legri greiningar á hljóðvist, um-
ferðaröryggi og áhrifum á um-
hverfið verða gerðar á næstu
stigum verkefnisins.
Næstu skref eru að hefja undir-
búning á umhverfismati, víðtæku
samráðsferli og nauðsynlegum
breytingum á aðalskipulagi en
miðað er við að Sundabraut verði
opnuð árið 2031.
Þjóðhagslegur ábati
Sundabrautar mikill
Morgunblaðið/Eggert
Samkomulag Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhanns-
son samgönguráðherra undirrituðu yfirlýsingu um Sundabraut í fyrra.
- Umferð gang-
andi og hjólandi
einungis um brú