Morgunblaðið - 11.03.2022, Síða 44

Morgunblaðið - 11.03.2022, Síða 44
H vern dreymir ekki um litla borgara, taco með andafyllingu, kjúklingafyllingu eða blómkáli? Nú eða kjúklinga- vængi, svínarif eða þristamús? Sigmar segir að þetta séu einir af fáum veisluréttum sem eru góðir þótt þeir séu búnir að standa lengi á borði. „Flavor-fermingarveislur eru veislur til að samfagna fermingarbarninu og þeim áfanga að fermingarbarnið hefur verið tekið í fullorðinna manna tölu. Veislur eru margs konar, en oftar en ekki taka veiting- arnar mið af smekk fermingarbarnsins. Á sama tíma er gaman að gera veisluna töff, öðru- vísi og bragðgóða. Á Flavor eru veislubakkarnir fjölbreyttir smáréttir sem höfða til alls aldurs. Þeir sóma sér vel beint á veisluborðið og auðvelt er að setja þessa rétti á aðra diska. Helsti kosturinn við veislubakka Flavor er að þeir eldast mjög vel. Þannig að hægt er að sækja þá og þeir smakkast verulega vel tveimur til þremur tímum eftir eldun. Það allra besta við þessa bakka er verðið, enda ansi dýrt að ferma í dag,“ segir Sigmar. Ef þú vilt létta þér lífið þá er sniðugt að panta mat frá Flavor. Um er að ræða „streetfood“ sem er vinsæll hjá fólki á fermingaraldri og upp úr. Sigmar Vilhjálmsson eigandi Flavor segir að réttirnir séu sérhannaðir fyrir veislur. MartaMaríaWinkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Einfalt og gott fyrir ferm- ingarbarnið Ljósmynd/Colourbox La Viña-ostakakan hefur slegið í gegn víða um heiminn. Nafn hennar kemur frá veitingastaðnum sem gerði hana fyrst sem staðsettur er í San Sebastian á Spáni. L a Viña-ostakakan varð fyrst vinsæl á tíunda áratugnum á Spáni þegar hún var gerð á veitingahúsi sem ber nafn kökunnar sem vísað er til. Tæpum tveimur árum seinna fóru kokkar víðs vegar um heim- inn að baka kökuna og er hún nú borin fram á fínustu veitinga- húsum veraldar, meðal annars á La Primavera á Íslandi. Þessi ljúffenga ostakaka sem bökuð er við háan hita er eilítið brennd að utanverðu en silki- mjúk og ljúffeng að innan. Uppskriftin er einföld. Kakan er fyrir tíu til tólf manns. 1 kg rjómaostur 7 egg 480 ml rjómi 480 g sykur 60 g hveiti Hitið ofninn í 220 gráður. Hrærið ostinum og sykrinum vel saman í hrærivél. Blandið einu og einu eggi út í, svo rjóm- anum og hveitinu. Setjið smjör- pappír í smelluform. Hellið sopp- unni í formið og bakið í 50 mínútur. Himnesk ostakaka á veisluborðið Þeir sem vilja slá í gegn í fermingunni ættu að hugleiða að bjóða upp á La Viña-ostakökuna góðu sem er að slá í gegn víða um heiminn núna. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ostakakan er einföld og fljótleg, en það tekur um það bil 50 mínútur að baka hana í ofni. Hún er ljúffeng og góð og á boðstólnum víða í veislum um þessar mundir. Ljósmynd/Colourbox 44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 laxdal.is LAXDAL er í leiðinni Fjölbreytt úrval kjóla í fermingar- veisluna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.