Morgunblaðið - 11.03.2022, Page 76
Þ
að er gaman að fylgjast með unga
fólkinu okkar ná árangri í sínu
fagi. Ein þeirra er Ólöf Ólöfs-
dóttir eftirréttakokkur sem sigr-
aði nýverið í Eftirréttum ársins
2021, en þema keppninnar var nýr heimur
og áttu réttirnir að vera vegan.
Þeir sem hafa heimsótt veitingastaðinn
Monkeys vita hvernig eftirréttir Ólafar
smakkast, en hún gerir ekki bara dásamlega
góða rétti heldur einstaklega fallega.
„Eftirréttir eru eitt af því skemmtilegasta
sem ég geri svo það var mjög gaman að búa
til draumakökuhlaðborð fermingarbarnsins
fyrir Morgunblaðið.
Ég gerði hlaðborð með fjórum tegundum
af eftirréttum og einni köku, sítrónu tarta
sem líta út eins og blóm, íspinna með hvítri
súkkulaðimús og hindberjum, Choux au
Craquelin
bollur með
mangó, ástaraldin geli og vanillurjóma.
Hvítsúkkulaði ostaköku í eftirrétta glösum
og sítrónutertu með sítrónurjómaosta-
kremi.“
Veislur og þá sér í lagi fermingarveislur
hafa lengi verið í miklu uppáhaldi hjá Ólöfu.
„Ég sá um fermingarveisluna mína frá a
til ö og var staðráðin í því að gera þriggja
hæða fermingarköku alveg sjálf. Það gekk
misvel enda var ég nýbyrjuð að baka en ég
get sagt að þetta er eftirminnilegasta kaka
sem ég hef bakað. Hún var kannski ekki sú
flottasta en hún var einstaklega bragðgóð.“
Ólöf vann í bakaríi í mörg ár og hefur
gert ótalmargar fermingartertur.
„Ég skil vel að það getur verið erfitt að
vita hvert maður á að snúa sér varðandi mat
og kökur.
Hér eru nokkrar uppskriftir og hug-
myndir frá mér sem að vonandi hjálpa á
þessum tímum. Fermingin er skemmtilegur
tími sem gerist bara einu sinni á lífsleiðinni,
því er um að gera að baka og njóta!“
„Ég sá um ferm-
ingarveisluna
mína frá a til ö“
Ólöf Ólafsdóttir Eftirréttakokkur ársins 2021
gerði þriggja hæða fermingartertu þegar hún
fermdist á sínum tíma. Kakan smakkaðist
einstaklega vel enda hefur þessi unga kona á
uppleið í veitingahúsageiranum alltaf elskað
að baka. Hún vildi gera drauma-kökuhlað-
borð fyrir fermingarbörn landsins og
deilir hér uppskriftum. Að hennar
mati eigum við að baka og njóta
með börnunum á fermingunni.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Girnilega sítrónuterta með sítrónurjómaosta-
kremi skreytt á fallegan hátt með íslensku
fánalitunum og blómum sem eftir er tekið.
Ólöf Ólafsdóttir sigraði í keppn-
inni um Eftirrétt ársins 2021. Hún
sá um sína eigin fermingarveislu
á sínum tíma og bakaði meðal
annars þriggja hæða fermingar-
tertu sem bragðaðist einstaklega
vel. Hér heldur hún á sítrónutertu
með sítrónurjómaostakremi.
Choux au Craquelin-
bollur með mangó-
og ástaraldingeli og
vanillurjóma.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þessi uppskrift er fyrir átta til tíu manns.
Innihald
240 g smjör
95 g marsípan
240 g sykur
240 g egg
234 g hveiti
10 g lyftiduft
sítrónubörkur af tveimur sítrónum
Blandið sykur og marsipani saman í hrærivél.
Bætið síðan smjörinu út í og þeytið þangað til deigið er orðið ljóst og
létt.
Eggjunum er síðan bætt út í blönduna í þremur skömmtum.
Þegar þetta er komið vel saman þá er þurrefnunum og sítrónuberk-
inum bætt út í deigið.
Ég skipti deiginu í þrjú 15 cm form og bakaði í 25 til 30 mínútur við 170
gráður C. Enginn ofn er eins þannig að gott er að kíkja á kökuna af og til.
Krem
650 g flórsykur
250 g rjómaostur
10 g vanillusykur
60 g smjör
60 g smjörlíki
börkur af tveimur sítrónum
Rjómaostur, flórsykur og vanillusykur sett í skál og þeytt saman.
Síðan er smjörinu og smjörlíkinu bætt við og þeytt þangað til að krem-
ið er orðið hvítt og loftkennt.
Ég skreytti kökuna með lifandi blómum, brómberjum, þurrkuðum fjól-
um og þurrkuðum hindberjum.
Kosturinn við þessa uppskrift er að þú getur skipt út sítrónuni og sett
hvað sem er í staðinn. Svo sem hindber, bláber, appelsínubörk eða jafn-
vel kakó dufti og þá ertu komin/kominn með með súkkulaði-köku.
Sítrónukaka
76 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022
STOFNAÐ 1953
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is
www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380
Er allt á
hreinu fyrir
ferminguna?
Fatahreinsun
Dúkaþvottur
Dúkaleiga
Heimilisþvottur