Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 4

Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 4
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 100% RAFMÖGNUÐ ÍTÖLSK HÖNNUN Hvað nærðu að gera á fimm mínútum? Það tekur Fiat 500e aðeins fimm mínútur í hraðhleðslu að ná 50km akstursdrægni. Fiat 500e sameinar gæði og tímalausa ítalska hönnun sem hentar vel fyrir þá sem þurfa að komast örugglega á milli staða innanbæjar. Með 3+1 hurðum og allt að 433 km drægni FIAT.IS birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir segist ekki geta úti- lokað að undiraf brigði Omíkron- af brigðis kórónaveirunnar sem greindist fyrst í Suður-Afríku sé komið til Íslands. „Það er verið að skoða þetta og við munum gera það betur um helgina og birta fréttir af því eftir helgi hvort þetta sé komið hingað eða ekki,“ segir Þórólfur. Undirafbrigðin tvö sem um ræðir hafa fengið nöfnin BA4 og BA5 og eru sögð meira smitandi en BA2 sem hefur verið ríkjandi undan- farið. Einnig hefur undiraf brigðið BA2.12.1 greinst víða og er einnig sagt afar smitandi. Þórólfur segir mörgum spurning- um varðandi undiraf brigðin enn ósvarað en greint hefur verið frá því í erlendum miðlum að fólk sem hefur verið bólusett gegn Covid-19 eða smitast af sjúkdómnum geti engu að síður smitast af afbrigðunum. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að þessi undirafbrigði séu meira smitandi en valdi svipuðum ein- kennum, en þeim vísbendingum þarf að taka með varúð. Það er óljóst hvernig ónæmi af bólusetningu og fyrri sýkingum verndar en það eru allir að fylgjast mjög náið með þessu og við þurfum að vera vel vakandi næstu vikur, þetta fer að skýrast,“ segir Þórólfur. Hann segir ekki ástæðu til að „panikka“ vegna undirafbrigðanna. „Þetta bara segir okkur að veiran er víða um heim og ný af brigði geta sprottið upp hvar sem er. Þetta var ekki óviðbúið,“ segir Þórólfur. ■ Ekki útilokað að nýtt undirafbrigði sé komið til Íslands Þórólfur Guðna- son, sóttvarna- læknir. gar@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin hyggst hækka bætur almannatrygginga um 3 prósent, húsnæðisbætur hækka um 10 prósent auk þess sem 20 þúsund krónur verða greiddar á hvert barn aukalega til foreldra sem fá tekjutengdar barnabætur. Eru þessar aðgerðir sagðar verða hluti mótvægisaðgerða til að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör við- kvæmustu hópa samfélagsins. ■ Nánar á frettabladid.is Hækka bætur vegna verðbólgu kristinnhaukur@frettabladid.is SAMGÖNGUMÁL Farþegaf jöldi Strætó undanfarnar tvo mánuði er að nálgast það sem hann var fyrir faraldurinn. Notkunin árið 2021 var 7 prósentum betri en árið á undan. Strætó mælir fjölda farþega í innstigum. Í apríl mánuði árið 2019 voru þau 888.617 en hröpuðu niður í 383.244 árið eftir vegna takmarkana faraldursins og minni ferðaþarfar fólks. Árið 2021 jókst fjöldinn í 678.654 og í ár er hann 808.081. Þetta gera rúmlega 90 prósent af innstigum aprílmánaðar árið 2019. Það ár var metár hjá Strætó og heildarfjöldi innstiga 1.2183.269. ■ Notkun á strætó eykst verulega Farþegafjöldi með strætó hefur aukist verulega síðustu tvo mánuði. Íslenski leigumarkaðurinn er algerlega á skjön við það sem þekkist annars staðar í Evrópu. Hérlendis er leigu- verðið sjálfdæmi leigusala og fyrir vikið eru engin bönd á verðhækkunum. ser@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Verð á leiguhúsnæði á Íslandi hefur hækkað um 100 pró- sent á síðustu tíu árum á sama tíma og leiguverð hefur hækkað um rétt ríflega fimmtán prósent að meðal- tali í öðrum löndum Evrópu. Þetta kemur fram í samantekt Samtaka leigjenda á Íslandi, en forvígismenn þeirra segja neyðar- ástand ríkja á leigjendamarkaði – og ef fram haldi sem horfi í húsnæðis- eklunni hér á landi eigi lífskjör leigj- enda aðeins eftir að versna. „Ísland sker sig algerlega úr hvað leiguverð varðar, enda er hér rekin hrein og klár okurstefna af ósvífn- asta tagi,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður samtak- anna, en hann segir það vera þvert á húsnæðismenningu annarra landa að láta hagnaðardrifin fasteigna- félög keyra markaðsvirði húseigna upp úr öllu valdi, eins og tíðkist á Íslandi. Hann segir ástandið bitna á þeim sem síst skyldi, enda séu leigjendur á Íslandi almennt í efnaminnsta hópi landsmanna. „Og þeir eiga enga undankomuleið. Leigusalinn hefur öll völd og getur hækkað leiguverðið eins og honum sýnist, allt þar til leigjandinn hættir að anda,“ segir Guðmundur Hrafn. Ísland sker sig mjög úr öðrum löndum Evrópu hvað þroskaðan leigumarkað varðar. Víðast hvar í Evrópu er stór hluti húsnæðis til leigu, allt upp undir 80 prósent eins og á við um Vín, höfuðborg Austur- ríkis, en annars staðar í landinu er um helmingur húsnæðis á leigu- markaði. Í Frakklandi eru sveitar- félög sektuð ef 25 prósent af hús- næði þeirra eru ekki á leigumarkaði. Guðmundur Hrafn bendir á að í Svíþjóð sé leigjendamarkaðurinn til mikillar fyrirmyndar. Ekki einasta sé hlutfall leiguhúsnæðis þar hátt í öllum bæjarfélögum heldur reki menn þar virkt eftirlit með rétt- indum leigjenda og þak á leiguverði sé virt í hvívetna. Raunar sé verðþak á leigu við lýði í f lestum löndum Evrópu, nema á Íslandi, en Svíar séu hér sér á báti. „Sænsku leigjendasamtökin eru fjölmennustu félagasamtök lands- ins og eru samningsaðili hvað leigu- verðið varðar,“ segir Guðmundur Hrafn. Að sögn Guðmundar Hrafns ríkir villta vestrið á íslenskum leigu- markaði. Raunalegt sé að horfa upp á hvað stjórnvöld séu sinnulaus í þessum málaflokki. „Það átti að bæta réttindi leigj- enda í Lífskjarasamningi stjórn- valda 2019 en sú viðleitni dagaði uppi í samráðsgátt þeirra. Það er dæmigert,“ segir Guðmundur Hrafn. Engri annarri þjóð dettur til hugar að sögn Guðmundar Hrafns að haga sér með álíka hætti og Íslendingar hvað þessa grunnþörf varðar. „Meira að segja Margaret That- cher tókst ekki að eyðileggja leigu- markaðinn í Bretlandi, þótt viljinn til þess hafi verið mikill. Þar í landi eru enn þá um 20 prósent húsnæðis á leigumarkaði,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson. ■ Leiguverð á Íslandi hefur hækkað sjöfalt á við önnur lönd í Evrópu Ísland sker sig mjög úr öðrum löndum Evrópu hvað þroskaðan leigumarkað varðar. Víðast hvar í Evrópu er stór hluti hús- næðis til leigu, allt upp undir 80 prósent eins og á við um Vín, höfuðborg Austurríkis. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Leigusalinn hefur öll völd og getur hækkað leiguverðið eins og honum sýnist, allt þar til leigjandinn hættir að anda. Guðmundur Hrafn Arngríms- son, formaður Samtaka leigj- enda á Íslandi 4 Fréttir 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.