Fréttablaðið - 07.05.2022, Side 6

Fréttablaðið - 07.05.2022, Side 6
Um er að ræða flótta- fólk sem leitað hefur hælis hér á landi eftir að stríðið braust út í Úkraínu. Konur lifa tæpum þremur árum lengur en karlar. Það eru margir sem tala enga eða litla ensku og þá er auð- veldara að vera sjálf- stæður í atvinnuleit ef þessar helstu vinnu- miðlanir eru á þínu tungumáli. Guðrún Valdimarsdóttir, teymisstjóri í flóttamanna- deild hjá VMST SÓL Á ALBÍR VIKUFERÐ, FLUG, GISTING OG FARARSTJÓRN ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGUR | 585 4000 | UU.IS 10. - 17. MAÍ ALBIR GARDEN RESORT 3* ÍBÚÐ MEÐ EINU SVEFNHERBERGI VERÐ FRÁ 69.500 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 94.900 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA 10. - 17. MAÍ KAKTUS ALBÍR 4* TVÍBÝLI MEÐ HÁLFU FÆÐI VERÐ FRÁ 119.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 121.900 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR BEINT FLUG Sjötíu úkraínskir flóttamenn hafa fengið atvinnuleyfi hér á landi frá því stríðið hófst. Sérfræðingur hjá Vinnumála- stofnun segir ekki flókið ferli að ráða fólk frá Úkraínu í vinnu. Vinnumiðlunin Alfreð hefur látið þýða vefsíðu sína og app á úkraínsku, sem auð- veldar atvinnuleit. birnadrofn@frettabladid.is ÚKRAÍNA Sjötíu f lóttamenn frá Úkraínu höfðu í gær fengið atvinnu- leyfi hér á landi. Um er að ræða fólk sem hefur komið hingað til lands frá því að innrás Rússa hófst í Úkra- ínu þann 24. febrúar. Þá voru í gær tuttugu atvinnuleyfi til viðbótar í vinnslu hjá Vinnumálastofnun (VMST). Guðrún Valdimarsdóttir, teymis- stjóri í f lóttamannadeild VMST, segir ekki flókið ferli fyrir atvinnu- rekendur að ráða f lóttafólk frá Úkraínu til starfa. „Starfsmaðurinn og vinnuveitandinn fylla saman út ráðningarsamning og umsókn um atvinnuleyfi og koma með til okkar. Ef allt er rétt gert tekur þetta svo einn til þrjá daga í vinnslu,“ segir hún. „Fólk getur nánast byrjað að vinna samstundis og það er engin fyrirstaða svo lengi sem allt er rétt. Ef svo er ekki þá hjálpum við til við að laga það sem þarf að laga,“ bætir Guðrún við. Hún segir störfin sem flóttamenn frá Úkraínu hafi verið ráðnir í jafn fjölbreytt og þau eru mörg. „Þetta eru alls konar störf úti um allt land,“ segir Guðrún. Þá segir hún einn- ig stóran hóp Úkraínumanna hafa sótt íslenskunámskeið sem greitt sé af Vinnumálastofnun fyrir fólk frá Úkraínu. Atvinnuleitarmiðillinn Alfreð býður notendum nú upp á úkraínska þýðingu á vefsíðu sinni og smáfor- riti. Halldór Friðrik Þorsteinsson, meðstofnandi Alfreðs, segir að lagst hafi verið í þýðingar skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínsk þýðing vefsíðu Alfreðs fór í loftið á fimmtudag og segir Sjötíu Úkraínumenn á vinnumarkað Landspítali er meðal þeirra stofnana sem ráðið hefur flóttafólk frá Úkraínu til starfa. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR kristinnhaukur@frettabladid.is VESTURLAND Íbúar í Dalabyggð fá að lýsa skoðunum sínum á mögu- legri sameiningu í könnun sem gerð verður samhliða sveitarstjórnar- kosningunum þann 14. maí næst- komandi. Niðurstöðurnar munu nýtast nýrri sveitarstjórn sem gagn um hvort sameiningarviðræður eigi að eiga sér stað á komandi kjörtíma- bili og við hverja. Fyrri spurningin á seðlinum verður hvort Dalabyggð ætti að hefja sameiningarviðræður og geta kjósendur svarað já, nei eða að þeir hafi ekki skoðun. Í seinni spurningunni er hægt að velja annan hvorn þann sam- einingarkostinn sem sveitarstjórn Dalabyggðar hefur velt fyrir sér að undanförnu. En það var eftir að sveitarfélagið lét gera fyrir sig val- kostagreiningu. Annar er sameining til austurs við Húnaþing vestra. Hinn er sameining til vesturs við Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit. En þau tvö sveitar- félög munu brátt sameinast eftir sérstaka kosningu í vetur. Þá verður einnig hægt að nefna og merkja við þriðja möguleikann. ■ Kanna hug Dalamanna til sameiningar Húnaþing vestra, Stykkishólmur og Helgafellssveit eru meðal valmöguleika. Íbúar í Dala- byggð kjósa um samruna samhliða þess að kjósa í sveitarstjórnar- kosningum um næstu helgi. kristinnhaukur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Meðalævilengd á Íslandi er orðin 83,2 ár, eins og hún var árið 2019. Árið 2020 minnkaði hún um 0,1 ár eða rúman mánuð. Þetta eru minni sveif lur á meðal- ævilengd en orðið hafa undanfarinn áratug. Til dæmis minnkaði hún um 0,9 ár árið 2013 og 0,3 ár árið 2016. Undanfarna áratugi hefur meðal- ævilengdin hækkað. Árið 1961 mátti meðal Íslendingur búast við að lifa í 73,5 ár. Árið 2001 var talan komin yfir 80 og voru þá hæstu lífslíkur í Evrópu. Meðalævilengd hefur aldrei verið hærri en nú en engu að síður höfum við hrapað niður listann. Hæst er meðalævilengdin í örrík- inu Liechtenstein, 84,4 ár, en þar á eftir koma Sviss og Spánn. Íslend- ingar deila sæti með Svíum og Norð- mönnum. Íslenskir karlar mega gera ráð fyrir að lifa tæpum þremur árum skemur en konurnar. Meðalævi- lengd þeirra er 81,8 ár en 84,5 ár hjá konunum. Engu að síður lifa íslensk- ir karlar mun lengur í alþjóðlegum samanburði en konurnar. Þeir eru í þriðja sæti Evrópulistans en kon- urnar aðeins í því ellefta. ■ Lífslíkur svipaðar og fyrir faraldur Tekið í spil á Hrafnistu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Halldór appið verða úkraínskt í næstu viku. Næst stendur til að þýða Alfreð á pólsku. „Við gerum ráð fyrir að pólska þýðingin fari í loftið eftir um það bil mánuð,“ segir Halldór. Alfreð rekur einnig starfsemi í Tékklandi og segir Halldór straum flóttamanna þangað frá Úkraínu einnig hafa átt þátt í þeirri ákvörðun að þýða Alfreð á úkraínsku. „Okkur fannst þjóðráð að snara þessu yfir á úkraínsku, bæði fyrir Tékkland og síðan fyrir Ísland. Við höfðum heyrt fréttir af Úkraínumönnum sem eru að leita sér að vinnu og við höfum svo sem miðlað einhverjum störfum til þeirra en þetta einfaldar starfsleit fyrir þá,“ segir hann. Guðrún tekur undir orð Halldórs og segir þýðingu Alfreðs á úkra- ínsku hjálpa Úkraínumönnum í sinni atvinnuleit. „Það eru margir sem tala enga eða litla ensku og þá er auðveldara að vera sjálfstæður í atvinnuleit ef þessar helstu vinnu- miðlanir eru á þínu tungumáli,“ segir hún. Þá segist Guðrún einnig taka því fagnandi að Alfreð verði þýddur á pólsku. Hér á landi búi sístækkandi hópur frá Póllandi og þýdd útgáfa veiti þeim hópi einnig aukið sjálf- stæði í atvinnuleit. „Það er erfitt að veita öllum tímafreka einstaklings- bundna þjónustu og með þessu er búið að gefa fólki tækifæri til þess að vera sjálfstæðara í sinni atvinnu- leit,“ segir Guðrún og bætir við að hún myndi taka þýðingum Alfreðs og annarra vinnumiðlana á f leiri tungumál fagnandi. „Stærstu f lóttamannahóparnir eru spænsku- og arabískumælandi svo það eru tungumál sem við myndum mjög mikið vilja sjá,“ segir Guðrún. ■ 6 Fréttir 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.