Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 10

Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 10
Norðmaðurinn Carl- sen hefur verið hand- hafi heimsmeistara- titilsins í skák í átta ár. Fleiri vilja búa hér en fá, og við viljum svara eftirspurn með nútímalegri byggð. Karl Pétur Jónsson, oddviti Framtíðarinnar Sveitarfélögin eru að ýta á undan sér veru- legri fjárfestingarþörf. Sigurður Snævarr, hag- fræðingur Sam- bands íslenskra sveitarfélaga Fimmtudaginn 2. júní 2022 kl. 16:30 Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík Ársfundur SL lífeyrissjóðs 2022 1. Fundur settur 2. Skýrsla stjórnar 3. Gerð grein fyrir ársreikningi 4. Tryggingafræðileg úttekt 5. Breytingar á samþykktum 6. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt 7. Önnur mál Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Reykjavík 25.04.2022 Stjórn SL lífeyrissjóðs DAGSKRÁ Traustur lífeyrissjóður Trygg framtíð H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknatengt framhaldsnám á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknaverkefni einstaklinga, rannsóknahópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2023. Umsóknarfrestur rennur út 15. júní 2022, kl. 15:00. Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér vel reglur Rannsóknasjóðs fyrir styrkárið 2023 áður en hafist er handa við gerð umsóknar. Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Umsóknir og umsóknargögn skulu vera á ensku. Nánari upplýsingar og aðgang að rafrænu umsóknarkerfi má nálgast á www.rannis.is. Umsóknarfrestur 15. júní Rannsóknasjóður gar@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Nýleg yfirlýsing Norð- mannsins Magnusar Carlsen, um að hann íhugi að leika ekki f leiri keppnisskákir um heimsmeistar- titilinn, veldur áhyggjum í skák- heiminum. Carlsen er fimmfaldur heimsmeistari og stigahæsti skák- maður heims til ellefu ára þrátt fyrir að vera aðeins 31 árs. „Það myndi draga úr vægi heims- meistaraeinvígisins. Þess vegna vona ég innilega að Magnús tefli og verji titilinn. Það er viðeigandi að besti skákmaðurinn sé líka heimsmeist- ari,“ segir hollenska skákstjarnan Jorden van Foreest við norska dag- blaðið Verdens Gang. Carlsen sagði við Verdens Gang að líklega gefi hann frá sér heimsmeist- aratignina, en undirstrikaði að það væri ekki hundrað prósent öruggt. n Skákheimurinn bíður ákvörðunar Carlsen Skáksnillingurinn og Íslandsvinurinn Magnus Carlsen. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Árið 2021 lék sveitarfélög landsins misgrátt fjárhagslega séð. Almennt séð voru tekj- urnar betri en fólk þorði að vona. Laun verða sífellt stærri kostnaðarliður. kristinnhaukur@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Fjögur af tíu stærstu sveitarfélögunum voru með jákvæð- an rekstrarafgang á árinu 2021 en sex skiluðu halla. Almennt séð voru tekjurnar meiri en búist var við en fjárhagsáætlanirnar voru gerðar í myrkri. Í greiningu sinni bendir Sigurður Snævarr, hagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, á að afkoma ársins 2021 sé mjög slök í sögulegu samhengi. „Tekjuþróunin er þokkaleg, í kringum 10 prósentin. Það er tölu- vert mikið betra en gert var ráð fyrir,“ segir Sigurður. Fjárhagsáætlanirnar haustið 2020 hafi þó verið gerðar á þeim tíma þegar ekki var vitað til hvaða aðgerða ríkið myndi taka eða hvern- ig veiran myndi haga sér. Í óvissu sé betra að áætla tekjur varlega. Rekstrargjöldin hækka um 9 prósent, um 7,4 í Reykjavík en 10,4 í hinum níu sveitarfélögunum. En þau eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Akureyri, Garðabær, Mosfellsbær, Árborg, Akranes og Fjarðabyggð. Atvinnuleysi fór hátt í faraldr- inum en reyndist þó minna en óttast var. Sigurður bendir á að ríkið hafi komið inn með sterkar aðgerðir. Þá hafi áhrif atvinnuleysis verið minni en eftir bankahrunið því tekjulægra fólk missti vinnuna. Margt fólk sem var ekkert langt frá lágmarkslaunum og atvinnuleysisbótum. Stórt vandamál er fjárfestingar- þörfin. Viðhaldsþörf hafi byggst upp frá eftirhrunsárunum, sem birtist meðal annars í myglumálum sem komið hafa upp í skólum. Fjár- festingar Reykjavíkurborgar hafi verið 11,5 milljörðum minni en gert var ráð fyrir. Fjárfesting Reykjavíkur jókst hins vegar um 9,4 prósent á árinu, en aðeins 3,4 prósent í hinum níu sveitarfélögunum. „Sveitarfélögin eru að ýta á undan sér verulegri fjárfestingarþörf,“ segir Sigurður. Sveitarfélögin séu ekki að ná vopnum sínum hvað þetta varðar og það sjáist meðal annars á mis- heppnuðum útboðum. Svæði sem eru í örum vexti krefj- ast mikillar fjárfestingar í innviðum, svo sem Árborg og Reykjanesbær. Sigurður segir sveitarfélögin ekki ná að byggja upp þá innviði sem til þarf. „Veitukerfin eru að verða mikið vandamál,“ segir Sigurður. „Það þarf að gera gríðarlega mikið átak í fráveitumálum. Fráveitan er eitt stærsta umhverfismálið.“ Þá sé uppbygging leikskóla stórmál því ef bjóða á börnum pláss frá 12 mánaða aldri kosti það sveitar- félögin gríðarlegar upphæðir. En í dag standi leikskólagjöldin aðeins undir um 10 prósentum rekstrar- kostnaðar. Samkvæmt greiningunni hækk- aði launakostnaðurinn um 11,2 prósent, og rúmlega 2 prósentu- stigum meira í Reykjavík en hinum níu. Þessi kostnaður var 56 prósent af tekjum árið 2019 en er 60 prósent núna. Hækkun um 4 prósent á ekki lengri tíma enda voru Lífskjara- samningarnir þyngri fyrir sveitar- félögin en aðra. Þeir renna út í mars á næsta ári. Sigurður bendir hins vegar á að stærsta fjárhagsmálið fyrir sveitar- félögin nú sé málefni fatlaðs fólks og beðið er eftir skýrslu um þau mál. Sigurður segir tekjustofninn hafa verið verulega vanreiknaðan þegar málaf lokkurinn var færður yfir árið 2011. Hallinn árið 2020 af honum hafi verið á tíunda milljarð króna, sem samsvari heildartekju- tapi sveitarfélaganna það ár. n Ekki nægar fjárfestingar Uppbygging innviða hefur ekki gengið nógu hratt fyrir sig. MYND/AÐSEND olafur@frettabladid.is SELTJARNARES Bæjarmálafélagið Framtíðin vill byggja að minnsta kosti 120 nýjar íbúðir í miðbæ Sel- tjarnarness. Framtíðin vill skoða að setja leikskólareitinn í miðbæ bæjar- ins í einkaframkvæmd og blanda honum við íbúðabyggð. Þá vill félag- ið einkarekinn leikskóla. Þetta kemur fram í Tímavélinni, blaði Framtíðarinnar sem dreift verður um helgina, en Fréttablaðið hefur undir höndum. Karl Pétur Jónsson, oddviti listans, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. „Við teljum tækifæri til að fjölga íbúum á Seltjarnarnesi. Fleiri vilja búa hér en fá, og við viljum svara eftirspurn með nútímalegri byggð.“ n Vilja 120 nýjar íbúðir á Seltjarnarnesið 10 Fréttir 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.