Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2022, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 07.05.2022, Qupperneq 22
Ég veit ekki hvenær þeir sprengdu íbúðina mína. Það er því miður ekkert öruggt svæði í Úkraínu. Oleksii Bykov þurfti að flýja heimaland sitt, Úkraínu, þegar stríðið þar í landi hófst. Bykov er 24 ára gamall knatt- spyrnumaður og er samnings- bundinn FK Mariupol sem er í samnefndri borg. Maríupol er sú borg sem hefur farið hvað verst út úr innrás Rússlands. Bykov er nú búsettur á Akureyri eftir að hafa gengið í raðir KA. Hann segir erfitt að horfa á stöðuna í heima- landi sínu en íbúð hans er ónýt eftir sprengjuárás Rússa. „Lífið á Íslandi er gott, allir í kringum KA hafa séð afar vel um mig eftir að ég kom til landsins,“ segir Bykov um hið nýja líf. Áður en innrás Rússlands hófst í Úkraínu voru íbúar Maríupol um 470 þúsund sem er talsvert meira en á öllu Íslandi. Þessi ungi maður er að venjast því að búa í litlu samfélagi. „Ísland er mjög lítið land, það virðist vera eins og allir þekki alla hérna. Það er aðeins öðruvísi en ég er vanur í Úkraínu,“ segir Bykov og brosir. Ég er ekki hermaður Þegar Bykov er beðinn um að hugsa til baka til 24. febrúar, dagsins sem Rússar réðust inn í Úkraínu, er bara eitt orð sem kemur upp í huga hans. „Þetta var helvíti,“ segir Bykov. „Það skildi enginn hvað var að gerast, það var mjög erfitt að horfa á þetta gerast því þarna eru vinir mínir og fjölskylda.“ Bykov var í æfingaferð með FK Mariupol þegar stríðið hófst í Úkra- ínu. Hann og liðsfélagar hans voru mættir á flugvöllinn í Tyrklandi og á heimleið þegar Rússar hófu inn- rásina. „Við vorum að leggja af stað heim til Úkraínu eftir góða æfinga- ferð í Tyrklandi. Þegar við komum á flugvöllinn komumst við að því að það væri byrjað stríð.“ Margir karlmenn á aldur við Bykov gengu til liðs við herinn. „Ég er ekki hermaður. Ég taldi mig geta hjálpað fólki betur með því að spila fótbolta og hjálpa á annan hátt," segir Bykov. Rússar sprengdu upp íbúð hans Fjölskylda og vinir Bykovs eru margir hverjir enn staddir í Úkra- ínu, þeir hafa komið sér fyrir á svæðum sem eiga að teljast örugg. „Mitt nánasta fólk hefur komið sér fyrir á „öruggum svæðum“ en það er því miður ekkert öruggt svæði í Úkraínu,“ segir Bykov brúnaþungur um ástandið í heimalandinu. Þegar Bykov lenti á Íslandi komst hann að því að Rússar hefðu sprengt upp íbúð hans í Maríupol. „Ég brotnaði algjörlega niður, ég missti allt sem ég átti. Ég þakka bara guði fyrir að enginn af ættingjum mínum var í íbúðinni minni. Ég veit ekki hvenær þeir sprengdu íbúðina mína en ég komst að þessu degi eftir að ég kom til Íslands.“ Getur ekki farið heim á næstunni Bykov segir ómögulegt að snúa aftur heim til Maríupol á næst- unni. „Þessa stundina er ekki hægt að snúa heim, ég get ekki farið aftur til Maríupol, borgin mín er gjöreyði- lögð. Hér á Íslandi er ég umkringdur frábæru fólki sem hjálpar mér á þessum erfiðu tímum.“ Þrátt fyrir að Bykov búi nú á Akureyri og finni fyrir öryggi í sínu daglega lífi, er hugurinn oft á heima- slóðum og það getur tekið á. „Þegar staðan er svona í Úkraínu er mjög erfitt að hugsa bara um fótboltann, ég ligg oft andvaka til morguns því ég tala við vini mína í heimalandinu og sé fréttir um stöðuna þar. Þegar ég mæti til æfinga og í leiki með KA þá reyni ég að hugsa bara um fót- boltann.“ KA hefur farið vel af stað í Bestu deildinni og frammistaða Bykovs hefur verið góð. „Við höfum unnið alla þrjá leikina og ég vil vinna alla leiki. Fótboltinn hér er allt öðru- vísi en ég hef vanist í Úkraínu. Hér er mikið barist innan vallar, í raun hálfgerð slagsmál,“ segir Bykov sem útilokar ekki að fleiri leikmenn frá Úkraínu komi til Íslands í náinni framtíð. ■ Andvaka á Akureyri og hugsar heim til Maríupol Bykov segir erfittt að hugsa heim þar sem ættingjar og vinir eru. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Bykov hefur komið sterkur inn í lið KA. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Maríupol lýst sem helvíti á jörðu í stríðinu Rússar náðu hafnarborginni Maríupol á sitt vald fyrir nokkrum vikum, en Úkraínumenn berjast ennþá í Azovstal-stálverinu sem er síðasta vígi borgarinnar. Maríupol er hafnarborg og hefur því hernaðarlegt gildi fyrir rússenska herinn. Með því að ná valdi á borginni opnast leiðir til suðurs og austurs frá Svartahafi. Rússar hafa næstum jafnað borgina við jörðu í sprengjuárásum sínum síðustu vikur og hafa Sameinuðu þjóðirnar verið að aðstoða við að koma óbreyttum borgurum út úr borginni. Úkraínumenn hafa sagt Rússa verið að vinna markvisst að því að loka flóttaleiðum og hafa íbúar sem hafa sloppið út úr borginni lýst Maríu- pol sem helvíti á jörðu um þessar mundir. Úkraínskir hermenn berjast enn í Azovstal og nýta sér neðanjarðarbyrgi verksmiðjunnar. Vladímír Pútín hefur sagt síðustu úkraínsku her- mönnunum í borginni að leggja niður vopn og gefast upp, en hann stefnir að því að fagna fulln- aðarsigri á borginni samhliða fagnaðarlátum Rússa í tengslum við seinni heimsstyrjöldina í Moskvu 9. maí. Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Golfið í sumar Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Ásgeir Aron Ásgeirsson, markaðsfulltrúi Sími 550 5649 /asgeiraron@frettabladid.is Föstudaginn 13. maí verður Fréttablaðið með golfþema í Allt-hluta blaðsins. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fr ttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 22 Íþróttir 7. maí 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.