Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 28
Prúttaði við lækninn
Aðgerðin sjálf er mikið inngrip en
Sigríður segir hana ekki síður hafa
tekið á andlegu hliðina. „Ég hef oft
verið kölluð nagli en í dag finnst
mér það nánast orðið neikvætt orð.
Það skilaði því að ég fór að vinna
eftir sex vikur. Ég var þá skráð í 13
daga vinnutörn og þegar meiri hluta
hennar var lokið hitti ég stóma-
lækni sem horfði á mig og sagði:
„Þú ert að fara í veikindaleyfi í eitt
ár.“ Ég svaraði því neitandi og hún
benti á að ég væri augljóslega búin
á því og stakk þá upp á hálfu ár sem
ég líka neitaði. Hún sagði þá: „Ókei,
þá þrjá mánuði?“ Ég var að prútta
við lækninn minn,“ segir Sigríður
og hlær. „Hún sá bara niðurbrotna
konu.“
Vann aldrei úr neinu
Sigríður hafði verið greind með
áfallastreituröskun nokkru áður.
„Ég hafði verið í sambandi í þrjá-
tíu ár og þar þolað töluvert andlegt
of beldi. Ég sótti um skilnað árið
2014 en honum lauk þó ekki fyrr
en sex árum síðar og það tók á. Ég
greindist með krabbamein í læri
árið 2010 og svo voru það þessar
tvær fæðingar auk þess sem for-
eldrar mínir létust bæði þegar ég
var ung kona.“
Áföllin höfðu því verið mörg og
Sigríður viðurkennir að hafa ekki
endilega unnið úr þeim fyrr en eftir
að greiningin um áfallastreiturösk-
un kom til. „Ég vann aldrei úr neinu.
Þegar mamma dó tók ég einn dag í
frí frá vinnu og svo bara mætti ég,“
rifjar hún upp. „Nú er ég aftur á móti
búin að vera í mikilli sjálfsvinnu,
bæði hjá Kvennaathvarfinu og hjá
sálfræðingum.“
Sigríður segir undanfarið ár hafa
tekið á en hún jafnframt lært margt.
Það hafi verið mikill lærdómur í því
að sjá hvernig vinirnir brugðust við
mótlætinu en það hafi hún ekki
endilega getað séð fyrir.
„Vinskapur er mjög f lókið fyrir-
bæri og maður getur ekki gert kröf-
ur til vina sinna. En maður stendur
og fellur með sjálfum sér og það er
eins gott að elska sjálfan sig. Það er
eins gott að lifa sínu lífi.“
Fordómar gegn sjálfri sér
Sigríður hefur verið í veikindaleyfi
frá því í október sem svo varð til
þess að hún sagði upp starfi sínu.
Starfi sem henni líkaði mjög vel í en
var of mikil álagsvinna. „Ég þurfti að
syrgja það að segja upp vinnu sem
ég brenn fyrir. Það var ákveðinn
ósigur. En svona er lífið, tímabil sem
maður fer í gegnum.
Fyrstu vikurnar og mánuðirnir
eftir aðgerðina fóru bara í skömm.
Heilsuskömm. Fyrirbrigði sem ég
er búin að uppgötva – ég veit ekki
einu sinni hvort það er til. Foreldrar
mínir voru mjög fullorðnir þegar
þeir áttu mig, ég er langyngst minna
systkina og er því í raun á milli kyn-
slóða. Ég er alin upp við að maður
standi sig, gagnvart maka og vinnu-
veitanda. Ég átti að vera iðin og ég er
það og það er gott að því leyti að það
hefur hjálpað mér í mínum bardög-
um að leita mér hjálpar. En ég var
með fordóma gagnvart sjálfri mér,
því ég er ekki undir sæng með háan
hita en þó í veikindaleyfi. En ég
þakka fyrir þetta ár sem ég var föst
heima. Þó það hafi verið erfitt. Það
er svo mikil klisja en það er eins og
maður þroskist ekki fyrr en maður
lendir í einhverjum andskotanum.“
Bjargar geðheilsunni
„Ég lærði það núna að ég þarf ekki
að skammast mín fyrir það sem
ég bið ekki um. Sum áföll sem við
lendum í eru þó vegna þess að við
völdum rangt, en það heitir að vera
mannlegur. Bentu mér á þann sem
alltaf velur rétt. Ég hef valið stórar
áskoranir eins og að skilja, en þær
vel ég sjálf því mig langar að finna
drauma mína.
Ég veit að einhverjir hugsa:
„Hvernig getur hún verið að fara
að synda Ermarsundið ef hún er í
veikindaleyfi frá vinnu?“ En þetta
er eitthvað sem bjargar geðheilsu
minni. Vill viðkomandi frekar að
ég sitji heima og horfi á Netflix og
borði popp? En þetta er líklega sagt
í hugsunarleysi.“
Ermarsundið meira en markmið
Sigríður stundar eins og fyrr segir
mikla útivist og það var í einni
göngunni sem boðsund yfir Ermar-
sundið kom til tals en kona í göngu-
hópnum hafði skráð sig ásamt
sínum hóp til leiks.
„Að synda yfir Ermarsundið er
nokkurra ára ferli enda strangar
reglur og þarf að kaupa sundrétt
með miklum fyrirvara. Hópurinn
sem ég er að fara með hafði pantað
fyrir þremur árum og hefur æft
síðan. Fyrir rúmu ári sagði ég við
þessa vinkonu að ef einhver dytti
út mætti hún hafa mig í huga.“
Stuttu síðar var Sigríður komin á
fund með hópnum. „Þær voru sex
og ein hætti við af persónulegum
ástæðum og þá var ég til í slaginn.
Þetta er búið að vera magnað ferli og
þó að við viljum að sjálfsögðu synda
þetta vitum við að allt getur gerst,
lífið getur gripið inn í og stoppað
þetta sund af. En við erum orðnar
svo þéttur hópur eftir allar æfing-
arnar, ólíkar konur með ólíkan bak-
grunn sem þekktust lítið fyrir. Þetta
spannst út í að verða mikið meira en
bara markmiðið.“
Fyrsti stómaþeginn
Hópurinn flýgur utan þann 30. maí
næstkomandi og á fyrsta sundrétt
dagana 3. til 10. júní. „Svo um leið
og aðstæður og veður leyfa erum við
fyrstar til að fara út.“
Sigríður segir hópinn, sem er á
aldrinum 39 til 57 ára, hafa æft vel
bæði tækni og þol. „Við erum búnar
að undirbúa okkur mjög mikið
andlega enda snýst þetta mikið um
það.“
Í undirbúningnum kom í ljós að
Sigríður verður fyrsti stómaþeginn
sem syndir Ermarsundið. „Það er
ein á leiðinni á næsta ári og ég er
óvart að eyðileggja fyrir henni,“
segir hún og hlær.
Hún óttast ekki áskorunina
„Það að vera með stóma er ekki
alltaf auðvelt enda stjórna ég ekki
meltingunni og ekki get ég haldið í
mér. Ég þarf að hafa nægar birgðir
með mér af réttum vörum og þar
hefur Icepharma komið sterkt inn.
Við skrifuðum undir styrktarsamn-
ing og ég fæ alla þá aðstoð og ráðgjöf
sem ég mögulega þarf fyrir sundið.“
Eins og fyrr segir hefur Sigríður
sagt upp starfi sínum á Landspítala
en það gerði hún að læknisráði.
„Hún sagði að ég væri hvorki með
heilsu né hendur í það. Ég sagði
upp og hef ráðið mig á annan stað
þar sem ég hef störf undir lok sum-
ars. Ég verð verkefnastjóri klínískrar
kennslu læknanema við HÍ. Ég var
mjög hreinskilin í umsóknarferlinu
og mér var boðið að komið væri til
móts við mig.“
Hamingjan að vera sáttur
Tímann frá vinnu hefur Sigríður
augljóslega nýtt vel.
„Ég hef verið mikið ein undan-
farið og þá hefur maður tíma til
að horfast í augu við djöfla sína. Ég
hélt ég væri búin að því enda alltaf
verið með annan fótinn í einhverri
sjálfsvinnu en það er eins og við
gefum okkur ekki tíma til að kafa
almennilega djúpt í sárin okkar.
Við erum alltaf í slökkvistarfi, að
lesa sjálfshjálparbók eða einhverja
frasa á Facebook. Lifðu lífinu núna!
Hvað er að lifa lífinu núna? Ég þoli
ekki heldur frasann að lifa og njóta.
Fólk heldur að það sé bara að fara
út að borða og í nudd. Það getur
vel verið að það henti sumum en í
mínum huga snýst þetta bara um að
vera til. Taka jafn fagnandi á móti
erf iðleikum og gleðistundum.
Ég get varla sagt þetta því þetta
hljómar svo klisjukennt en þegar
ég vakna á morgnana hugsa ég:
„Vá! Ég er hérna megin! Ég get farið
fram úr, hitað mér kaffi og klappað
kisunum mínum. Ég er frjáls og get
gert allt það sem ég vil.“ Hamingjan
er í mínum huga ekki það að vera
alltaf glaður. Ég er líka hamingju-
söm þegar ég er döpur enda gleði og
sorg tilfinningar sem koma og fara
og vara ekki að eilífu. Hamingjan
er bara að vera sáttur við lífið. Ég er
ekki endilega sátt við hegðun allra
gagnvart mér en það bara er ekki
mitt.“
Ekki öll fötlun sýnileg
Sigríður vill að fram komi að hún
samþykkti viðtal því hún vill hjálpa
þeim sem eru með stóma og þora
ekki að gera það sem þá dreymir
um. Hún vill líka uppræta fordóma.
„Það er ekki öll fötlun sýnileg og á
þessum stutta tíma sem ég hef verið
með stóma hef ég lent í ýmsu og
heyrt af öðru. Sem dæmi þá þurfum
við að nota klósett fyrir fatlaða,“
segir Sigríður og sýnir mér skilríkin
sem sýna að hún sé fötluð og megi
nota aðstöðu fyrir fatlaða. „Sjálf hef
ég fengið athugasemdir fyrir það
og vinkona mín lenti eitt sinn í árás
í Leifsstöð. Hún hafði farið inn á
klósett fyrir fatlaða og manneskja
í hjólastól látið kalla á öryggisvörð
sem opnaði á hana þar sem hún var
að skipta um poka. En við þurfum
aðstöðu til þess.“
En skilaboðin eru víðtækari.
„Þó þú sért að verða sextugur
eða sjötugur þá geturðu ýmislegt.
Finndu hvað þú brennur fyrir og
þar næst ferðu í að leita leiða til að
framkvæma drauminn.“ ■
Sigríður vill upp-
ræta fordóma
gegn fólki með
stóma.
MYND/ELÍN LAXDAL
Bárurnar ætla yfir Ermarsundið í byrjun júní. Hér eru þær: Bjarnþóra Egilsdóttir, Elsa Valsdóttir,
Guðmunda Elíasdóttir, Harpa Leifsdóttir, Sigríður og Jórunn Atladóttir. MYND/ELÍN LAXDAL
Eftir skilnaðinn sótti Sigríður ýmis námskeið og lærði
meðal annars að kafa, hér er hún í Silfru.
MYND/ÞRÖSTUR NJÁLS
Ég veit að einhverjir
hugsa: „Hvernig getur
hún verið að fara að
synda Ermarsundið ef
hún er í veikindaleyfi
frá vinnu?“ En þetta er
eitthvað sem bjargar
geðheilsu minni.
Við erum alltaf í
slökkvistarfi, að lesa
sjálfshjálparbók eða
einhverja frasa á
Facebook. Lifðu lífinu
núna! Hvað er að lifa
lífinu núna?
28 Helgin 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ