Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 31

Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 31
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 7. maí 2022 Jónína Birna Björnsdóttir er vörumerkjastjóri hjá ÓJK-ÍSAM. Hér er hún í vinsælu og undurþægilegu Boody Downtime Lounge-buxunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kósífötin sem fólk fæst ekki úr Kósífötin frá Boody eru enginn venjulegur fatnaður. Þau eru framleidd úr lífrænni bambus- bómull við bestu aðstæður; þau eru líka fádæma náttúruvæn og skaffa jörðinni enn meira súrefni. Fötin eru jafnframt dásamlega létt og mjúk. Þau anda vel og rafmagnast ekki. 2 Lengdu líftíma blómvandarins með þessum ráðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY jme@frettabladid.is Fátt gleður auga og nef jafnmikið og falleg blóm í vasa. Hvort sem þau eru úr blómabúðinni, mat- vörubúðinni eða tínd úti í haga. En hvað má gera til þess að lengja líftíma þessara afklipptu og litríku dásemda? Þar á blómabúðastarfs- fólk nokkur góð ráð. Blóm elska ferskt vatn. Því er æskilegt að skipta um vatn. Margir blómvendir koma með litlum nær- ingarpakka sem er það besta sem hægt er að setja út í vatnið fyrir blómin. En í þeim tilfellum sem pakkinn kemur ekki með er hægt að búa til eigin blómanæringu. Uppskriftin er: 1 tsk. sykur 1 tsk. klór 2 tsk. sítrónu- eða límónusafi 950 ml volgt vatn Nokkur góð ráð Fleira má gera til að halda blóm- unum í vasanum ferskum. Skerðu um 1 og ½ cm neðan af stilknum á ská til að opna fyrir vatnsæðarnar. Gakktu úr skugga um að vasinn sé hreinn. Í blómavösum má oft finna örverur sem geta haft slæm áhrif á nýju fínu blómin þín. Ekki hafa ávaxtaskálina rétt hjá blómvendinum. Sumir ávextir gefa frá sér ethyline sem hraðar rotnun plantna og ávaxta í kring. Staðsettu blómin á svölum stað þar sem þau fá nóg af sólarljósi. Ekki hafa blóm nálægt raftækj- um eins og sjónvarpi eða tölvu. ■ Blómlegra líf ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.