Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2022, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 07.05.2022, Qupperneq 32
„Þeir sem einu sinni hafa prófað Boody geta ekki hætt og vilja meira,“ segir Jónína Birna Björns- dóttir, vörumerkjastjóri hjá ÓJK-ÍSAM um Boody-fatalínuna sem unnin er úr lífrænt ræktaðri bambusbómull og hefur slegið í gegn. „Það er einstaklega skemmti- legt að vera vörumerkjastjóri fyrir Boody vörumerkið, vörur sem allir elska sem prufa og er líka umhverf- isvænn valkostur. Við byrjuðum að selja grunnlínu Boody árið 2018, nærföt, boli, toppa, sokka fyrir öll kyn og leggings fyrir konur, sem hlutu strax frábærar viðtökur. Tveimur árum síðar, eða um sama leyti og fólk þurfti að verja meiri tíma heima vegna samkomu- banns kom Boody Lounge-línan á markað, sem var frábær tíma- setning og naut hún strax mikilla vinsælda,“ upplýsir Jónína um Boody Lounge-heimakósílínuna sem unnin er úr bambusbómull sem hefur fjölmarga kosti fram yfir hefðbundna bómull. „Boody Lounge, eða heimafatn- aður Boody, eru frábærar vörur sem hægt að klæða upp og niður, hvort sem þarf að skjótast út í búð, nota í jógatímann eða ræktina, eða einfaldlega til að sofa í eða hafa það notalegt heima. Boody Lounge fatnaðurinn er líka frábær í ferða- lög og flug,“ greinir Jónína frá. Lífrænn og vistvænn fatnaður Boody vörumerkið kemur frá Ástr- alíu. Það voru tveir vinir í Sidney sem stofnuðu Boody árið 2011 með það að leiðarljósi að sameina tísku og sjálfbærni. „Markmið Boody er að bjóða upp á úrval af þægilegum hvers- dagsvörum með því að nota náttúruleg efni sem hafa sem minnst áhrif á náttúruna. Allur Boody fatnaður er unninn úr líf- rænt ræktuðum bambus við bestu aðstæður og öll framleiðslan fylgir ströngustu kröfum, bæði fyrir náttúruna og starfsmenn í fram- leiðsluferlinu,“ útskýrir Jónína og heldur áfram: „Hefðbundin bómullarræktun hefur þurrkað upp heilu stöðu- vötnin, enda þarf mikið vatn, tilbúinn áburð og skordýraeitur til að rækta bómull. Bambus er hins vegar ótrúleg planta sem á einum sólarhring getur vaxið um heilan meter. Hann þarf margfalt minna vatn en hefðbundin bómull og er reyndar eingöngu ræktaður með rigningarvatni. Auk þess er allt vatn í framleiðsluferlinu endur- nýtt,“ upplýsir Jónína. „Bambus þarf heldur engan tilbúinn áburð eða skordýraeitur, og framleiðir auk þess 30 prósent meira súrefni en sambærileg svæði sem eru gróðursett með trjám. Þá gleypir bambus enn meiri koltvísýring (CO2) og gróðurhúsa- lofttegundir,“ segir Jónína um þá mögnuðu plöntu sem bambus er. Góð kaup um helgina í Hagkaup Dagana 5. til 11. maí eru Tax Free- dagar á Boody vörum í Hagkaup. „Því er hægt að kaupa Boody Lounge vörurnar á enn betra verði og ég veit að margir fagna því, enda eru þetta dásamleg kósíföt sem fólk hreinlega fæst ekki úr. Boody Downtime Lounge buxurnar hafa sérstaklega slegið í gegn enda passa þær alltaf og alls staðar og eru einstaklega þægilegar,“ segir Jónína kát. Boody Lounge vörurnar fást í Hag­ kaup og á Heimkaup.is. Grunnlín­ an fæst í öllum helstu apótekum, Fjarðarkaupum, Nettó, Vistveru, Mini market og víðar. Hægt er að skoða vörurnar á boody.is og fylgja Boody Iceland á Facebook og Instagram þar sem oft eru vin­ sælir gjafaleikir. n Jónína segir einstaklega skemmti­ legt að vera vörumerkja­ stjóri fyrir Boody vöru­ merkið. Það sé umhverfisvænn valkostur og vörur sem allir elska sem prófa. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Af hverju að velja Boody fatnað? n Hrindir frá sér lykt – bambus hefur náttúrulega bakteríu­ og sveppadrepandi eiginleika sem gera fatnaðinn lyktarfráhrindandi, líka eftir endur­ tekinn þvott. n Ekki ofnæmisvaldandi – Boody vörur henta sér­ staklega vel fyrir fólk með viðkvæma húð, exem eða sóríasis. n Góð öndun – bambustrefjar samanstanda af smásæjum holum sem veita loftræstingu þannig að rakinn dregst frá líkamanum svo húðin getur andað og fólk svitnar síður í fötunum. n Dásamleg mýkt – bambus býr yfir léttleika og óviðjafnanlegri mýkt. Þess vegna er svo gott að klæðast fatnaði úr bambus. n Hitastillandi – bambusþræðir eru hlýir á veturna og kælandi á sumrin. Þú svitnar síður í Boody fötum sem eru því líka frábær í hverskyns líkams­ rækt og útivist. n Loða ekki við – Boody­fötin verða ekki raf­ mögnuð og festast því ekki við mann. Boody Lounge er flott og klæðileg heimakósílína sem slegið hefur í gegn. Því fylgir góð tilfinning og vellíðan að klæðast flíkum frá Boody. Efni og hönnun er dásamlegt um leið og hlúð er að náttúrunni í framleiðslu­ ferlinu. MYNDIR/AÐSENDAR Boody Downtime Lounge buxurnar eru fádæma vinsælar enda mjög klæðilegar og passa við öll tilefni. Heimafatnað Boody er hægt að klæða upp og niður, hvort sem þarf að skjót- ast út í búð, fara í rækt- ina, sofa í eða hafa það kósí heima. Fatnaðurinn er líka frábær í ferðalög og flug. 2 kynningarblað A L LT 7. maí 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.