Fréttablaðið - 07.05.2022, Side 42

Fréttablaðið - 07.05.2022, Side 42
Íslenskukennari við Sorbonneháskóla í París Staða íslenskukennara við Sorbonneháskólann í París er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. september 2022. Ráðning er tímabundin til tveggja ára með möguleika á endurráðningu til jafnlangs tíma. Krafist er MA-prófs í íslensku eða tengdum greinum. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið kennararéttindanámi og/eða hafi reynslu af því að kenna íslensku sem annað eða erlent mál. Kunnátta í frönsku er nauðsynleg. Nær eingöngu er um íslenskukennslu að ræða á BA-stigi en umsækjendur þurfa einnig að geta kennt íslenskar bókmenntir og fjallað um íslenskt samfélag. Æskilegt er að umsækjendur hafi búið á Íslandi undanfarin ár. Umsóknir sem greina frá námi og störfum umsækjenda, ásamt skýrslu um ritsmíðar og rannsóknir, skal senda í tölvupósti til Branislav Bédi, verkefnisstjóra á alþjóðasviði, (branislav.bedi@arnastofnun.is) fyrir 15. júní 2022. Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri í gegnum tölvupóst eða í síma 525 4421. Reykjavík, 28. apríl 2022 Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum VERKEFNASTJÓRI VIÐ BORFRAMKVÆMDIR Ræktunarsamband Flóa og Skeiða óska eftir að ráða verkefnastjóra við borframkvæmdir. Verkefnastjóri hefur umsjón með áætlanagerð, undirbúningi og hönnun borverka ásamt því að annast verkefnastjórn við borframkvæmdir. Starfsstöð verkefnastjóra er á Selfossi. Starfs- og ábyrgðarsvið · Verkefnastjórn við borframkvæmdir · Eftirlit með framvindu verkefna og framvinduskýrslur · Undirbúningur og gerð framkvæmda- og kostnaðaráætlana · Samskipti við hlutaðeigandi aðila innan sem utan fyrirtækisins · Undirbúningur verksamninga, eftirlit með framkvæmd og uppgjör samninga · Verkefnaöflun og tilboðsgerð Menntunar- og hæfniskröfur · Háskólagráða í verk- eða tæknifræði · Starfsreynsla við verkefnastjórnun æskileg · Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum · Hæfni í mannlegum samskiptum · Gott vald á íslensku og ensku, talaðri sem ritaðri · Geta til að koma fram fyrir hönd fyrirtækisins Ræktunarsamband Flóa og Skeiða | Víkurheiði 6 | 801 Selfossi | Sími 480 8500 | raekto.is Upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Á. Böðvarsson, framkvæmdastjóri í síma 897 7767 eða í gudmundurb@raekto.is. Umsóknarfrestur er til 22. maí næstkomandi. Sækja skal um starfið á www.raekto.is EFLA leitar að öflugum stjórnanda til að leiða starfsemi EFLU á Suðurlandi. Höfuðstöðvar EFLU á Suðurlandi eru á Selfossi, en einnig er starfsstöð á Hellu. STARFSSVIÐ SVÆÐISSTJÓRA: • Leiðir svæðisteymi EFLU á Suðurlandi, sem ber ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri • Ábyrgð á markaðsmálum, mannauðsmálum, rekstri og þróun • Leiðir stefnumótun og framþróun á svæðinu og er þátttakandi í stefnumótun og þróun EFLU í heild • Tryggir samræmingu og samstarf svæðisins við EFLU í heild • Sinnir sérfræðiþjónustu við viðskiptavini í samræmi við menntun og reynslu MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR • Leiðtogahæfileikar og mikil færni í mannlegum samskiptum • Menntun sem nýtist í starfi, framhaldsnám á háskólastigi t.d. í verkfræði eða öðrum tæknigreinum er æskileg • Reynsla og árangur í leiðandi hlutverkum, stjórnun og rekstri • Stefnumótandi og árangursmiðuð hugsun • Hæfileikar til að skapa sterka liðsheild Ef þú leitar að afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðum starfsvettvangi í alþjóð- legu umhverfi og hressu samstarfsfólki þá gætum við átt samleið. Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Þannig vinnum við að fjöl- breyttum verkefnum í teymum þvert á svið og svæði. EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki með skýra jafnréttisstefnu og leitast við að jafna kynjahlutfall innan hinna ýmsu starfa hjá okkur. Í stjórnendateymi EFLU eru karlar í meirihluta og hvetjum við því önnur kyn sérstaklega til að sækja um. Umsókn og kynningarbréf, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum heimasíðu EFLU, www.efla.is/laus-storf, fyrir 22. maí 2022. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir sviðsstjóri Mannauðs (iss@efla.is). efla.is/laus-storf412 6000 Svæðisstjóri á Suðurlandi Erum við að leita að þér?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.