Fréttablaðið - 07.05.2022, Side 46

Fréttablaðið - 07.05.2022, Side 46
Forsætisráðuneytið auglýsir eftir sérfræðingi á skrifstofu stjórnskipunar og stjórnsýslu Forsætisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu stjórnskipunar og stjórnsýslu. Starfið er fjölbreytt og felur meðal annars í sér aðkomu að undirbúningi funda, aðstoð við alþjóðafulltrúa, upplýsingaöflun og þátttöku í teymisstarfi innan ráðuneytisins. Um er að ræða áhugavert starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á skipulagningu, frumkvæði og vönduð vinnubrögð. Skrifstofa stjórnskipunar og stjórnsýslu fer meðal annars með þróun stjórnskipunarréttar, stjórnsýslu- og upplýsingalög, málefni ríkisstjórnar og ríkisráðs, heilindi í opinberum störfum, samskipti við Alþingi og forseta Íslands, alþjóðasamskipti og mannauðsmál forsætisráðuneytisins, þjóðlendur og upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í 6 mánuði, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2022 Nánari upplýsingar veita Páll Þórhallsson skrifstofustjóri pall.thorhallsson@for.is Eydís Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri eydis.eyjolfsdottir@for.is Sótt er um starfið á Starfatorgi: starfatorg.is Helstu verkefni og ábyrgð • Undirbúningur ríkisráðsafgreiðslna og ríkisráðsfunda • Aðstoð við og þátttaka í verkefnum alþjóðafulltrúa ráðuneytisins • Undirbúningur ýmissa viðburða • Upplýsinga- og gagnaöflun og svörun erinda • Aðkoma að undirbúningi ríkisstjórnafunda • Þátttaka í umbótastarfi og teymisvinnu • Ýmis önnur tilfallandi verkefni og afleysingar innan ráðuneytisins Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg • Reynsla af starfi innan Stjórnarráðsins er kostur • Góð tölvufærni og þekking á helstu Office365 forritum • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun • Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi • Þjónustulund ásamt færni og lipurð í mannlegum samskiptum Stjórnarráð Íslands Forsætisráðuneytið hagvangur.is 12 ATVINNUBLAÐIÐ 7. maí 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.