Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 64

Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 64
 Staðurinn er afskekktur og ljós- mengun mjög lítil. Hallgrímur Tómas Ragnars- son hefur vakið athygli fyrir landslagsljósmyndun. Hann er viðskiptafræðingur frá H.Í. og með MBA-gráðu frá alþjóðaskólanum í San Diego í Kaliforníu. Hallgrímur bjó um árabil í Bandaríkjunum ásamt konu sinni, Önnu Haraldsdóttur íþróttakenn- ara. Hallgrímur og Anna fluttu heim ásamt þremur börnum eftir alda- mótin en hafa þó enn annan fótinn vestan hafs. Hallgrímur hefur komið að stofnun og rekstri fyrir- tækja í nokkrum löndum og hefur meðal annars þróað hugbúnað sem er leigður til fyrirtækja um allan heim. Hjónin hafa heimsótt um 100 lönd en hafa hvergi nærri svalað þrá sinni til að kynnast jarðarkúlunni. Aðspurður segir Hallgrímur að hann hafi gengið í Golfklúbb Reykjavíkur ásamt nokkrum vinum fyrir 43 árum og strax kom í ljós fullkominn skortur á hæfileik- um. En gleðina hefur ekki vantað og saman standa vinirnir fyrir einu elsta golfmóti landsins og trúlega með lengsta heitið: Masters Private Golf Tournament. Hallgrímur segist jafnframt vera mikill áhugamaður um hvers konar tónlist, en hann sé því miður bæði laglaus og takt- laus og það hafi helst staðið í vegi fyrir glæstum tónlistarframa. Fyrsti launaseðillinn var notaður til kaupa á forláta tenór-sax en tónlistarkennarinn endurgreiddi námsgjaldið og bað Hallgrím um að ónáða sig ekki frekar. Að áeggjan móður sinnar var hann í læri hjá Heiðari Ástvaldssyni við enn minni frama. Jafnframt sé hann sögumaður sem finnst engin góð saga eiga skilið að vera sögð aðeins einu sinni og hafi börn hans haft talsverðan ama af því. „Það hefur gengið illa að upp- fylla ósk barna minna að syngja hvorki né dansa opinberlega,“ segir hann og bætir við að hann hafi Fangar gleði náttúrunnar í næturhimni Myndin, sem er tekin að nætur- lagi í Monu- ment Valley í Bandaríkj- unum, er gríðar- lega falleg. MYND/HALLGRÍMUR TÓMAS Hallgrímur Tómas Ragnarsson ljós- myndari tekur öðruvísi myndir. ekki komist í bekkjarliðið í hand- knattleik í MS þrátt fyrir að aðeins sjö drengir hafi verið í bekknum. „Það var víst meiri styrkur í því að tefla fram 6 manna liði,“ segir Hall- grímur, sem tekur sig ekki mjög alvarlega og bætir við að þrátt fyrir vonbrigðin hafi þetta trú- lega verið rétt ákvörðun þar sem andstæðingarnir voru öflugir með Guðmund Guðmundsson, fram- tíðarlandsliðsþjálfara, í broddi fylkingar. Hallgrímur segir ljósmyndunar- áráttuna hafa blundað í sér lengi, en hafi snúist upp í algjöra bilun fyrir nokkrum árum. Hann sé í raun ljósmyndari í fullu launa- lausu starfi. Selur ekki ljósmyndir sínar en kemur þeim til vina og vandamanna hvort heldur eftir- spurn reynist fyrir hendi eða ekki og bætir við að framboð sé marg- falt á við eftirspurn. Dalur minnisvarðanna Þegar Hallgrímur er beðinn að lýsa myndinni sem hann tók og birtist hér, segir hann. „Monument Valley liggur á fylkismörkum Arizona og Utah, en margir kannast við landslagið þar sem Forrest Gump lauk langhlaupi sínu. Kvikmyndaleikstjórinn John Ford og nafni hans Wayne komu staðnum á kortið fyrir stríð í fjöl- mörgum kúrekamyndum eins og nokkur örnefni bera vitni um. Staðurinn er afskekktur og ljós- mengun mjög lítil sem gerir hann tilvalinn til stjörnuskoðunar. Dalurinn er á verndarsvæði Navahó-ættbálksins og er opinn ferðamönnum á daginn gegn vægu gjaldi. Auðveldlega má komast að mörgum kennileitum, en öflug ökutæki þarf til að komast að þeim afskekktari. Að næturlagi er eingöngu hægt að ferðast undir leiðsögn Navahóa. Fara þarf með gát því hættur eru ýmsar, ekki síst frá skröltormum. Myrkrið er svo algjört að ekki sjást handaskil sem gerir himnafestinguna enn stórkostlegri. Hnegg villihesta og stjörnuhrap eykur á upplifunina. Vetrarbrautin er sjáanleg á norðurhveli á nýju tungli ef himinn er heiðskír og nætur dimmar, einkum frá mars og fram í september. Með aðstoð smáforrits- ins Photopills má reikna út afstöðu Vetrarbrautarinnar frá öllum stöðum jarðar, hvenær hún rís og sest og hversu hallandi hún virðist frá jörðu á hverjum tíma. Miðja hennar er skærust og er eftirsótt til ljósmyndunar en er því miður vart sjáanleg á Íslandi. Það var því engin tilviljun að ljósmyndarinn var staddur þarna í eyðimörkinni einmitt á þessu augnabliki. Fyrr um daginn var alskýjað og aðstæð- ur afleitar með moldroki og útlit var fyrir að langt ferðalag myndi engu skila. Um lágnættið birti til og lægði, kjöraðstæður mynduðust þegar miðja vetrarbrautarinnar settist í klettana kl. 3 að nóttu, rétt eins og Photopills ráðgerði. Vandaverk við ljósmyndunina Til að halda skerpu er ljósopið tak- markað við 15 sekúndur með 16 mm linsu og víðasta ljósopi (F2.8) og miklu ljósnæmi (ISO 4000). Að öðrum kosti má setja mótor á þrífótinn sem snýr myndavélinni með snúningi jarðar og ljósop haft lengra og ljósnæmi lægra og skærustu stjörnum samt haldið í fullri skerpu. Enn önnur aðferð er sk. stöflun, en þá er fjölmörgum hraðmyndum skeytt saman. Allar stillingar eru á hendi ljósmyndar- ans (manual) og slökkt á suði (noise reduction). Önnur ljósmynd er svo tekin með forgrunn í skerpu og hann lýstur með sk. Lumecube, en þá má velja hitastig ljóssins eftir smekk, í þessu tilfelli 3500 Kalvin. Eyði- merkurvindurinn hafði myndað gárur í sandinn og hliðarlýsing framkallar andstæður ljóss og skugga, tilvalinn forgrunnur. Mikilvægt er að lýsingin komi frá hlið til að skapa dýpt,“ útskýrir Hallgrímur. „Að lokum var kletturinn til hægri lýstur með bílljósum úr mik- illi fjarlægð til að skapa enn frekari dýpt og myndunum þremur blandað saman í myndvinnslu eftir kúnstarinnar reglum.“ Sjá má ljósmyndina í fullri upp- lausn á frettabladid.is. Fréttablaðið mun á næstunni birta fleiri ljós- myndir Hallgríms Tómasar. ■ við frjókornaofnæmi Flott þrenna provision.is Fæst í öllum apótekum 6 kynningarblað A L LT 7. maí 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.