Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2022, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 07.05.2022, Qupperneq 72
Nú styttist óðum í Eurovisi- on-gleðina og margir slá upp Eurovision-matarboði í tilefni þess og fjölskyldur og vina- hópar fylgjast saman með keppninni í beinni. Berglind Hreiðars, einn ástsælasti matarbloggari landsins, er ótrúlega klár í því að undir- búa og bjóða í þemaveislur og það á líka við þegar kemur að Eurovision-matarboðinu.  Berglind nýtir hvert tækifæri til að halda boð. „Ég hef alla tíð elskað að bjóða fólki heim og nota hvert tæki- færi sem gefst til að gera slíkt. Það er alltaf hægt að finna tækifæri til að hafa gaman og ég reyni alltaf að gera eitthvað skemmtilegt í kringum Eurovision. Stundum er það bara fyrir okkur fjölskylduna en einnig finnst mér gaman að hafa Eurovisi- on-partí,“ segir Berglind. Íslenski fáninn aðalþemað Aðspurð segir Berglind að það séu engar fastar hefðir í tengslum við Eurovision-boðin. „Það fer bara eftir því hvernig stuði ég er í hverju sinni og hvort ég er búin að fylgjast mikið með keppninni eða ekki. Ef maður fylgist vel með, og ég tala nú ekki um ef Ísland er með gott lag, þá verður maður óneitanlega spenntari.“ Íslenskinn fáni er aðalþemað hjá Berglindi í þessum boðum. „Ég hef ekki skreytt mikið fyrir þessi boð, nema kannski setja íslenska fánann í matinn og þess háttar. En ég gæti klárlega tekið mig á í þeim efnum þar sem mér finnst ekkert leiðin- legt að skreyta. Í næsta boði verða það klárlega íslensku fánalitirnir eða glimmer og glamúr.“ Margrétta Eurovision-matarboð Þar sem keppnin er oftast á kvöld- matartíma finnst Berglindi gaman að vera með eitthvað matarkyns í bland við smárétti. „Bland af mat og einhverju sætu og síðan byrja þessi kvöld oft snemma þannig að ekki skemmir fyrir að hafa osta- bakka síðar um kvöldið til að narta í og eitthvað viðeigandi að drekka líkt og léttvín. Ostabakkinn klikkar aldrei og það er eiginlega sama hvað hefur verið í matinn, það eru allir til í osta og gúmmelaði yfir stigagjöf- inni,“ segir hún. Berglind gefur lesendum Frétta- blaðsins hér upp skothelda matar- veislu til að bjóða upp á fyrir Eurovision-keppnina sem fram undan er. „Hér hef ég sett saman sætsterkan kjúklingarétt í aðalrétt og dásamlegar Pavlovur í eftir- rétt. Síðan er hér einnig útfærsla af dýrindis ostabakka til að hafa síðar um kvöldið, vorlegur og ljúffengur með undursamlegum bökuðum osti. Það passar einstaklega vel með ostabökkum vorsins að skipta úr rauðvíni í rósavín, hvet ykkur til að prófa.“ n Kræsingar fyrir Eurovision-matarboðið Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Sætsterkur kjúklingaréttur fyrir 4 4 stk. kjúklingabringur 100 g Sweet chili sósa Salt, pipar, hvítlauksduft Ólífuolía til steikingar Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr ólífuolíu. Kryddið eftir smekk og hellið Sweet chili sósunni yfir í lokin, lækkið hit- ann alveg niður og haldið heitu á meðan annað er undirbúið. Bakaðar sætar kartöflur Um 900 g sætar kartöflur Salt, pipar, hvítlauksduft eftir smekk 3 msk. ólífuolía Hitið ofninn í 190°C. Flysjið kart- öflurnar og skerið niður í teninga. Veltið upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk. Bakið í um 20 mínút- ur eða þar til kartöflurnar mýkj- ast. Karamellíseraður laukur 3 stk. laukur 50 g púðursykur 20 g smjör 1 msk. ólífuolía Salt og pipar Skerið laukinn í þunnar sneiðar. Steikið upp úr smjöri og ólífuolíu þar til laukurinn fer að mýkjast, kryddið til með salti og pipar. Bætið þá sykrinum á pönnuna og leyfið að malla við vægan hita þar til annað er tilbúið. Chillisósa 200 g Hellmann‘s Light majónes 150 g sýrður rjómi 100 g Sweet chili sósa 2 msk. hunang Pískið allt saman þar til kekkja- laust og geymið í kæli fram að notkun. Wasabi-toppur Raðið saman kartöflum, kjúklingi og lauki. Setjið vel af Sweet chili sósu yfir allt og toppið með söx- uðum wasabi-hnetum. Bláberja Pavlovur með fílakaramellukremi 8-10 stykki 3 eggjahvítur 200 g púðursykur 1 tsk. hvítvínsedik Hitið ofninn í 150°C. Þeytið eggja- hvíturnar þar til þær fara aðeins að freyða. Bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið vel á milli. Þegar blandan er orðin stífþeytt má bæta edikinu saman við og hræra stutta stund til viðbótar. Sprautið marens úr zip-lock poka eða notið tvær mat- skeiðar til að skipta niður í 8-10 Pavlovur. Takið síðan bakhlið á teskeið og mótið nokkurs konar holu í miðjunni til þess að betra sé að sprauta rjómanum ofan í eftir bakstur. Bakið í 25 mínútur og leyfið að kólna niður með ofn- inum. Fyllið með rjóma, setjið fílakaramellusósu yfir og skreytið með bláberjum og söxuðu Toble- rone. Fílakaramellusósa 100 g Fílakaramellur (10 stk.) 70 ml rjómi Bræðið saman þar til slétt sósa hefur myndast. Leyfið sósunni að kólna aðeins niður og ná stofuhita áður en þið setjið yfir rjómann. Fylling og skreyting 500 ml þeyttur rjómi Um 300 g Driscolls bláber 70 g saxað Toblerone Sprautið vel af rjóma ofan á hverja Pavlovu. Setjið fílakaramellusósu yfir rjómann og næst saxað Toble- rone og bláber. Geymið í kæli fram að notkun. Evrovision-ostabakkinn 2022 1 x brie-ostur 200 g jarðarber (skorin í teninga) 1 msk. púðursykur 1 msk. balsamik glaze 2 msk. hunang 1 lúka saxaðar kasjúhnetur Nokkur myntulauf (söxuð) Hitið ofninn í 180°C og setjið ost- inn í eldfast mót. Bakið hann í um 10 mínútur og útbúið jarðarberja- toppinn á meðan. Hitið saman púðursykur, balsamik glaze og hunang þar til sykurinn er bráð- inn. Takið af hellunni og hrærið jarðarberjunum varlega saman við. Hellið yfir ostinn þegar hann kemur úr ofninum og toppið með söxuðum kasjúhnetum og vel af myntu. Annað á ostabakka Salamirós (ég notaði ítalska salami með kryddkanti, um 10 sneiðar) Grissini-stangir vafðar í hrá- skinku Chili-sulta Grettir ostur Möndlur Döðlur Súkkulaðihjúpaðar hnetur og ávextir Jarðarber Ostateningar (Gouda sterkur) Ritz kex/annað kex Berglind Hreiðars, einn ástsælasti matarbloggari landsins, er ótrúlega klár í því að undir- búa og bjóða í þemaveislur og kann að búa til stemningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Sætsterkur kjúklingurinn er girnilegur og einfaldur réttur sem allir geta gert. Guðdómlegar Pavlovurnar toppaðar með bláberjum og karamellusósu, syndsamlega ljúffengur eftir- réttur. Ostabakkinn slær ávallt í gegn og gestirnir eiga eftir að missa sig yfir þessum kræsingum. 36 Helgin 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.