Fréttablaðið - 07.05.2022, Side 87

Fréttablaðið - 07.05.2022, Side 87
kolbrunb@frettabladid.is Tvær sýningar verða opnaðar í dag, laugardaginn 7. maí, klukkan 15, í Listasafninu á Akureyri: Nemenda- sýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2022, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunar- brautar VMA, Spurningarmerki. Sýningar á lokaverkefnum nem- enda hafa lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunar- brautar Verkmenntaskólans á Akur- eyri. Sýningarnar eru tvær yfir árið, annars vegar í lok vorannar og hins vegar í lok haustannar. Þetta er átt- unda árið í röð sem þær eru haldnar í samstarfi við Listasafnið á Akur- eyri. Að baki verkunum liggur hug- mynda- og rannsóknarvinna og leita nemendur víða fanga í eigin sköp- unarferli, allt eftir því hvað hentar hverri hugmynd og þeim miðli sem unnið er með. ■ Lokaverkefni nemenda Spurningarmerki koma við sögu á Listasafninu á Akureyri. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Tólf nýjar sýningar verða opnaðar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd í dag, laugardaginn 7. maí. Þar á meðal eru verk eftir fjölda listafólks, meðal annars Óskar Magnússon og Blómey Stefánsdóttur, Eddu Guð- mundsdóttur, Elínu Sigríði Maríu Ólafsdóttur Breiðfjörð Berg, Elínu Fanneyju Ólafsdóttur, Guðrúnu Bergsdóttur, Helgu Matthildi Við- arsdóttur, Láru Lilju Gunnarsdótt- ur og Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, Eggert Magnússon, Hauk Halldórs- son, Helga Valdimarsson, Ragnar Bjarnason og Hjalta Skagfjörð Jós- efsson. Nemendur í Leikskólanum Álfa- borg og Valsárskóla sýna verk sín. Anna Richardsdóttir, Huglist, Gígja Thoroddsen – Gía, Hildur Hákonar- dóttir, Unnar Örn, Bjarki Bragason, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Magnhildur Sigurðardóttir og Kristín Dýrfjörð. Sýningin stendur til 11. septem- ber, opið er daglega frá klukkan 10.00 til 17.00 ■ Sýningar í Safnasafninu Þetta skemmti- lega verk er á sýningunni. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Álafosskórinn fagnar 40 ára afmæli sínu með tónleikum í Guðríðar- krikju, Grafarholti, í dag, laugar- daginn 7. maí klukkan 15.00. Kórinn var stofnaður árið 1980 af starfsfólki Álafossverksmiðjanna í Mosfellssveit. Allmargt fyrrverandi starfsfólk er ennþá í kórnum en kór- inn hefur alla tíð verið blandaður kór með aðsetur í Mosfellsbæ og opinn öllum þeim sem yndi hafa af söng og ánægjulegri samveru. Kórinn hefur ferðast víða bæði innan lands og utan. Kórfélagar flytja meðal annars lög eftir fjóra kórstjóra sína, auk náins vinar. Þeir eru Páll Helgason, fyrsti kórstjórinn, Helgi R. Einarsson, sem tekur nú lagið með kórnum, Magnús Kjartansson tónlistarmaður, Ást- valdur Traustason sem er núverandi kórstjóri og Hans Þór Jensson, saxó- fónleikari, sem spilar undir í nokkr- um lögum, þar á meðal í sínu eigin lagi sem kórinn flytur. Auk saxófóns Hans, gítars Helga og f lygils Ástvalds má búast við að Ástvaldur grípi í harmónikuna og Guðbjörg Leifsdóttir setjist við flygilinn til að spila undir einsöng eiginmanns síns, Óskars Sigurðs- sonar, sem er kórfélagi. Kórinn býður upp á afmæliskaffi eftir tónleikana. ■ Afmælistónleikar Álafosskórsins Álafosskórinn heldur tónleika í Grafarvogi. MYND/AÐSEND LAUGARDAGUR 7. maí 2022 Menning 51

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.