Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 90

Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 90
Eftir katastrófuna með Morbius kafaði Sony strax aftur í skúrkahrúgu Köngulóarmanns- ins til að undirbúa næsta flopp. Meðfylgjandi eru nokkrar tillögur um viðfangsefni. arnartomas@frettabladid.is Það verður ekki af því skafið að nýjasta útspil Sony í ofurhetjuútgerðinni, Morbius, f loppaði harkalega. Stúdíóið virðist þó hvergi af baki dottið og tilkynnti í kjölfarið að mynd væri væntanleg um lucha-glímu- kappann El Muerto, annan lítt þekktan skúrk úr kreðs- um Köngulóarmannsins. Það er nefnilega þannig í pottinn búið að Sony gerði samning við Marvel löngu fyrir ofurhetjusprengjuna sem gaf þeim kvikmyndaréttinn að öllum persónum sem koma fyrir í sögunum um Köngulóarmanninn. Sá brunnur er botnlaus og í tilefni af því óhjákvæmi- lega f loppi sem Muerto verður hefur Fréttablaðið tekið saman lista af mögulegum skúrkum sem Sony gæti tekið fyrir næst. Faglegur álitsg jaf i var Bjar ni Gautur Eydal hjá Hetju myndasögum. ■ Grænkerinn (Plantman) Þarf einhverju við þessa mynd að bæta? Veggurinn (The Wall) Múrarinn Joshua Waldemeyer var að störfum einn daginn þegar hann varð skyndilega undir vegg þegar sprenging varð á vinnustaðnum. Í stað þess að kremja hann runnu múrsteinarnir saman við líkama Waldemeyers og umbreyttu honum í lifandi vegg. Síðan hefur gann gengið undir nafninu Veggurinn og er greinilega í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum Pink Floyd.  Stultumaðurinn (Stilt Man) Illskeytti vísindamaður- inn Wilbur Day stal teikn- ingum að vökvaþrýsti- búnaði og notaði þær til að hanna sinn eigin ofur- búning með geysilöngum málmfótum sem hann gat lengt og stytt eftir hentisemi. Það er erfitt að ímynda sér nokkurn ógurlegri skúrk en Stultumanninn sem hefði plumað sig ágætlega í Götuleik- húsinu. Kengúran (Kangaroo) Ástralinn Frank Oliver varði sem drengur löngum stundum í að stúdera kengúrur. Hann lifði með kengúrunum, fór þangað sem þær fóru og át það sem þær átu. Auk þess að vera lærður hnefaleikamaður undir- gekkst Oliver síðar aðgerð sem gerði honum kleift að stökkva gríðarlangt og hátt. Rakettukappinn (Rocket Racer) Robert Farrell var elstur sjö systkina sem hann þurfti að berga ábyrgð á eftir andlát móður þeirra. Þegar hann gat ekki fram- fleytt fjölskyldu sinni sneri hann sér að glæpastarf- semi sem hann sinnti búinn rakettuknúnu hjólabretti. Köngulóarmaðurinn átti fullt í fangi með að ná höndum yfir Rakettu- kappann. OFURHETJUFÍASKÓSony heldur áfram Æ mig auman! Varið ykkur! Grænkerinn er að kasta kókoshnetum! Fáið ykkur kókos- hnetur! 54 Lífið 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.