Bændablaðið - 24.03.2022, Síða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 20226
Búnaðarþing 2022 verður haldið dagana
31. mars til 1. apríl næstkomandi, unnið er
að undirbúningi og skipulagi þessa dagana
svo þingið geti gengið sem best má verða.
Mikil reynsla var af Búgreinaþingunum
fyrr í mánuðinum og margt rætt þar sem
mun rata inn á Búnaðarþingið.
Eitt af stóru málum þingsins er
stefnumörkun Bændasamtakanna til næstu
ára. Mikilvægt er að ná samstöðu um helstu
mál til framtíðar svo stjórn og starfsmenn
hafi veganesti til næstu verka.
Upprunamerki
Viku eftir Búgreinaþingið var afhjúpað nýtt
upprunamerki landbúnaðarafurða, „Íslenskt
staðfest“, en ráðherra matvæla afhjúpaði
merkið með viðhöfn í Hörpu þann 14. mars
síðastliðinn. Merkið hefur strax fengið athygli
sem samræmd skilaboð um íslenskar afurðir
og vil ég óska öllum til hamingju með merkið.
Nú er það okkar að standa vörð um merkið
og vinna því sess í huga neytenda. Þetta er
ekki átaksverkefni heldur langtímahugsun
sem þarf að fylgja íslenskri framleiðslu til
framtíðar.
Fæðuöryggi?
Nú stöndum við frammi fyrir þeim tímum
að ekkert er sjálfgefið í þessari veröld.
Eins og þróun átaka í Austur-Evrópu er
að raungerast höfum við framleiðendur
talsverðar áhyggjur af þróun aðfangaverðs.
Í áburði hefur það raungerst og það meira að
segja fyrir stríðsrekstur. En hvernig verður
þróun til lengri tíma með áburð til framtíðar
þar sem fyrirsjáanlegt er að viðskiptahömlur
á Rússland munu vera í talsverðan tíma þótt
átökum ljúki? Þetta er eitthvað sem við
verðum að vera meðvituð um og hvernig við
leysum áburðarmál til framtíðar.
Annað sem truflar okkur í dag eru
þessar miklu hækkanir á kornafurðum og
möguleikar úkraínskra bænda til að yrkja
jörðina á vordögum. En eins og hefur komið
fram er framleiðsla á korni og kornafurðum
mjög mikil á þessu svæði og hefur í raun
bein áhrif á verð á heimsmarkaði á þessum
afurðum. Nú sem aldrei áður er nauðsynlegt
að ráðamenn þjóðarinnar í samstarfi við
Bændasamtökin marki stefnu til framtíðar
um birgðir, ekki síður eflingu á þeim þáttum
sem geta leitt til meiri sjálfbærni til lengri
tíma. Því við erum og verðum alltaf að
horfa til þess að fyrst og fremst eru bændur
matvælaframleiðendur. Ég vil hvetja til þess
að bændur horfi til þeirra möguleika sem
við höfum til að verða sjálfum okkur nóg í
að brauðfæða íslenska þjóð.
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum
á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í
pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200
með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar
8.000 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Stríðið í Úkraínu hefur opnað augu fólks
fyrir ýmsum furðulegheitum sem tengjast
stríðandi aðilum þó enn kjósi margir að
trúa bara því sem hentar best. Enda er
sannleikurinn yfirleitt það fyrirbæri sem
fyrst fýkur út um gluggann í stríði.
Mikið fer fyrir umræðu um rússneska
ólígarka (oliharchs), sem svo eru kallaðir,
og urðu skyndilega ríkir og vellauðugir við
hrun Sovétríkjanna sálugu sem staðfest
var með undirritun Alma-Ata samningsins
21. desember 1991. Ólígarkarnir, eða
frumkvöðlarnir eins og þeir voru líka
kallaðir, urðu í raun til þegar ákveðið
var að fara í einkavæðingu á orku- og
iðnaðarinnviðum gömlu Sovétríkjanna.
Þá var gott að eiga vini í háum stöðum í
nýju Rússlandi.
Vesturlandabúar, og Íslendingar þar á
meðal, eru nú mjög uppteknir af að fordæma
þá olígarka sem þarna spruttu upp og
efnuðust óstjórnlega við að ná undir sig
ríkiseigum gamla stórveldisins. Þar má
meðal annars nefna orkukerfið með öllum
sínum olíuiðnaði, sem Þýskaland og fleiri
ESB ríki eru nú afskaplega háð.
Talandi um ólígarka, þá má velta því
fyrir sér hvort það skipti máli af hvaða
þjóðerni þeir peningamenn eru sem kunna
að nýta sér tækifærin þegar pólitískri
fulltrúar þjóða ákveða að bjóða þeim
aðgengi að eigum almennings fyrir slikk.
Ætli rússneskir ólígarkar séu eitthvað verri
en kollegar þeirra af sama sauðahúsi í
öðrum löndum þegar upp er staðiðð? Hvort
við köllum þá ólígarka eða eitthvað annað
skiptir væntanlega engu máli.
Við kölluðum snillingana sem fleyttu
rjómann af íslensku samfélagi fyrir
bankahrunið 2008 útrásarvíkinga. Allt
voru það snillingar á sinn hátt í að maka
sína króka og áttu þá auðvelt með að
eignast vini í ótrúlegustu kimum íslenskra
stjórnmálaflokka til hægri og vinstri.
Á Íslandi þurfti ekki að leggja niður
eitthvað sovét til að opna kjötkatlana og
hefja hér ólígarkauppeldi í stórum stíl.
Aðeins þurfti að búa til fáein lög um kvóta
og frjálst og óháð framsal veiðiheimilda, til
að blása almennilegu lífi í nasir þessara nýju
þjóðfélagsþegna. Upp úr þessu spratt mikil
gróska og hugmyndaauðgi um hvernig
mætti betur nýta verðmæti almennings
sem lágu fyrir hunda og manna fótum og
voru auk þess án nokkurra hirða að séð
varð. Ríkisstofnanir voru seldar fyrir slikk
og stundum var jafnvel aldrei ljóst hvort
nokkuð hafi komið upp í kaupverðið. Samt
dugði það vel til að kaupa einn banka og
annan, jafnvel með fallegum loforðum um
að nýta rúblugróða frá sjálfu draumalandi
„orginal“ ólígarka. Auðvitað voru það
svo tóm leiðindi að setja út á það þegar
peningaloforðin reyndust mörg í plati og
öll þessi spilaborg hrundi til grunna einn
góðan haustdag 2008.
Batnandi mönnum er samt best að lifa.
Búið var að sannreyna uppskriftina að
getnaði almennilegra ólígarka á Íslandi
og ástæðulaust að láta svo góða uppskrift
fara forgörðum. Nóg er líka til af eignum
sem skrifaðar eru á þjóðina og best að losa
hana við slíka bagga. Orkukerfið reyndist
rússneskum ólígörkum mikill happafengur
líkt og kollegum þeirra í ESB og því skyldi
slíkt hið sama ekki geta átt við okkar eigin
ólígarka? Þó löngum hafi verið þrætt fyrir
að innleiðingar ótal orkupakka myndi leiða
til uppskipta og sölu á stærsta orkufyrirtæki
landsmanna, þá er nú búið að opinbera
áhugann á slíku í röðum alþingismanna.
Enda til hvers að láta þjóðina sitja uppi með
slíkan ófögnuð þegar duglegir menn geta
grætt svo miklu meira á því bixi? Orkuna
sjálfa, sem hér drýpur af hverju strái, geta
ólígarkar af íslenskum ættum síðan gert að
enn meiri pening með innleiðingu á mælum,
– sem eru sagðir afskaplega smart. /HKr.
Þeir eru nokkrir Svínadalirnir á Íslandi, en þessi liggur samsíða norðanverðum Hvalfirði. Fyrir miðri mynd blasir bærinn Geitaberg og á bak við
hann sjást tveir stallar neðan við rætur Söðulfells, sem er 358 metra hátt. Um gilið hægra megin á myndinni rennur Geitabergsá út í Þórisstaðavatn.
Hægt er að aka í Svínadalinn skammt frá Ferstiklu í Hvalfirði og yfir Dragaveg meðfram Ferstikluhálsi. Þaðan liggur leiðin meðfram bænum
Geitabergi og yfir Geldingardraga (Dragaveg) og yfir í Skorradal. Myndin er hins vegar tekin af Svínadalsvegi sem liggur til vesturs meðfram
Þórisstaðavatni og Eyrarvatni og niður í Leirársveit. Mynd / Hörður Kristjánsson
Gunnar Þorgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands
gunnar@bondi.is
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is –
Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is
Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303
Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Blessaðir ólígarkarnir Stefnumörkun Bændasamtakanna
Frá vel heppnuðu Búgreinaþingi sem fram fór nýverið. Fram undan er svo Búnaðarþing þar
sem allar búgreinadeildir innan Bændasamtaka Íslands ræða málefni landbúnaðarins í heild.