Bændablaðið - 24.03.2022, Page 19

Bændablaðið - 24.03.2022, Page 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 2022 19 Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, telur að innrás Rússa í Úkraínu muni hafa mikil og langvarandi áhrif á efnahag um allan heim. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að hagvöxtur er skör minni í ár vegna átakanna en verðbólga gæti aukist um 2,5% um allan heim. Vöruverð hefur og mun hækka mikið samkvæmt skýrslunni. Rússland og Úkraína standa undir um þriðjungi af útflutningi á hveiti í heiminum og eru auk þess afar mikilvægir framleiðendur áburðar og málma sem notaðir eru í iðnaði. Hráefnisverð rýkur upp Heimsmarkaðsverð á hveiti hefur hækkað um 88,4% frá janúar 2022, áburðarverð um 77,3% og verð á maís um 42,1%. Verð á nikkel hækkar um 63,4%, palladíum hækkar um 34,8% og álverð um 17%. Afleiðingar þessa eru og verða gífurlegar að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Með truflunum á aðfangakeðju hveitis, maís og áburðar má búast við auknu hungri og fæðuóöryggi um allan heim. Hækkun málmverðs mun meðal annars leiða af sér áhrif á flugvéla- og bílaframleiðslu. Þar sem Evrópa reiðir sig mjög á orkuframboð Rússa mun kostnaður á olíu og jarðgasi aukast gríðarlega og bitna á heimilum álfunnar og trufla fjölbreytta framleiðslu vöru og þjónustu. Um 27% af eldsneyti og 41% af jarðgasi til Evrópu kemur frá Rússlandi samkvæmt Mathias Cormann, framkvæmdastjóra OECD, en hann sagði við kynningu skýrslunnar að það muni taka nokkur ár að byggja upp orkuöryggi í Evrópu og aðgerðir í þá átt þyrftu að hefjast strax. OECD óttast andstöðu við hnattvæðingu Aðalhagfræðingur stofnunarinnar, Laurence Boone, benti á að um leið og hagkerfi heimsins væru að reyna að rísa úr tveggja ára kreppu vegna heimsfaraldurs sé augljóst að stríðið muni skaða enn frekar alþjóðlegan efnahag og auka verðbólgu. „Við sjáum að stríðið hefur vakið upp öfl andsnúin hnattvæðingu sem gætu haft djúpstæð og ófyrirsjáanleg áhrif. Stefnur stjórnvalda gegna mikilvægu hlutverki við að endurreisa það öryggi sem glatast hefur,“ segir Laurence Boone. Áhyggjur stofnunarinnar beinast ekki síst að fátækari ríkjum sem reiða sig mjög á ódýran innflutning á kornvörum frá Rússlandi og Úkraínu. Framboðsskortur kallar á tafarlaus og samheldin viðbrögð stjórnvalda heimsins. Forgangs- atriði sé að hlúa að þeim flótta- mönnum sem nú flýja í milljónavís frá Úkraínu. OECD metur það svo að markvissar ráðstafanir í ríkisfjár- málum upp á um 0,5% af vergri landsframleiðslu (GDP) gæti dregið verulega úr efnahagslegum áhrifum kreppunnar án þess að auka verðbólgu. /ghp Nýr Fendt 300 V ario ! Gerðust áskrifandi að fréttabréfinu núna á www.fendt.com/300 – VERKIN TALA Gylfaf löt 32 ● 112 Reykjavík ● Sími 580 8200 ● www.velfang. is ● Óseyri 8 ● 603 Akureyri It‘s Fendt.   Beacause we understand Agriculture. fendt.com | Fendt is a worldwide brand of AGCO. Nýtt og byltingarkennt starfsumhverfi með FendtONE. Hornsteinninn bak við alla nýsköpun hjá Fendt er að taka eitthvað stórkostlegt og gera það betra. Nýja Fendt vinnuumhverfið býður fleiri skjái og aðgengilega stjórnrofa, með öllum þessum frábæru Fendt eiginleikum. Nýjir Fendt eigendur munu samstundis upplifa sig á heimavelli. Efnahagsleg áhrif stríðsins í Úkraínu kalla á tafarlaus viðbrögð – að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar sem fram kemur í nýrri skýrslu – Hveiti hefur hækkað um 88,4% frá ársbyrjun Laurence Boone, yfirhagfræðingur OECD.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.