Bændablaðið - 24.03.2022, Síða 26

Bændablaðið - 24.03.2022, Síða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202226 Rafhlöðu- og rafbílafyrirtækið Gogoro í Taipei, höfuðborg Taívan, afhjúpaði frumgerð af útskiptanlegum „fastkjarna“- rafhlöðum í heiminum þann 8. mars síðastliðinn. Var þetta gert í léttu rafmagnsbifhjóli frá Gogoro. Með þessari rafhlöðu telur fyrirtækið sig jafnframt vera að búa til nýjan staðal fyrir skiptanlegar rafhlöður í léttum rafknúnum farartækjum. Rafhlaðan var þróuð í samvinnu við ProLogium Techno logy, sem er sagt leiðandi fyrirtæki í rafhlöðuiðnaðinum og með sérþekkingu á liþíum- keramikrafhlöðum (LCB). Kera- mikið í rafhlöðunum er sagt gera það nær ómögulegt að í þeim kvikni. Þá á að vera hægt að hlaða þær mun hraðar en eldri rafhlöður. Ekki í dreifingu alveg á næstunni Gogoro útskiptanlegu fast- kjarna-rafhlöðunum er hægt að skipta á nokkrum sekúndum á rafhlöðuskiptistöðvum. Þar eru rafhlöðurnar síðan endurhlaðnar fyrir næsta viðskiptavin. Kálið er þó ekki sopið þótt í ausuna sé komið, því nýju rafhlöðurnar fara ekki strax í dreifingu á þúsundir rafhlöðu- skiptistöðva Gogoro sem notast enn við hefðbundnar liþíum-jóna rafhlöður. Nýju fastkjarna-rafhlöðurnar eru enn á þróunarstigi. Ekki er heldur útséð með hvort Gogoro tekst að fjármagna framleiðsluna. Þessi kynning í Taipei er því væntanlega fyrst og fremst til að ganga í augun á mögulegum lánveitendum og/eða fjárfestum. Gogoro framleiðir sínar eigin vinsælu rafmagnsskutlur. Þá eru stór fyrirtæki eins og Yamaha einnig í samstarfi við Gogoro um að fá rafhlöður Gogoro í sín léttu bifhjól. Önnur öflugri „fastkjarna“- rafhlaða í þróunarferli Þá er Gogoro með nýjan „fast kjarna“ rafhlöðupakka í þróun. Hann er sagður geta aukið núverandi getu Gogoro rafhlaðanna úr 1,7 kílówattstundir (kWst) á hverja rafhlöðu í 2,5 kWst. Sú 40% aukning á orkuþéttleika myndi leiða til sambærilegrar aukningar á drægni. Slíkt afl myndi t.d. duga ágætlega fyrir venjulegan golfbíl. Smábíllinn Wuling Mini, sem er sagður vinsæl- asti ódýri rafbíllinn í Kína, þyrfti 3-5 rafhlöður af þessari nýju gerð. Wuling Mini er framleiddur af kínversk-bandarísku samsteypunni SAIC-GM. /HKr. Nýjasta rafreiðhjólið frá Yamaha er ekki bara framúrstefnuleg ímyndun – fyrirtækið hefur gefið það út að rafhjólið verði sett í framleiðslu og að það verði komið í sölu snemma árs 2023. Það er bara mars 2022, en árið er nú þegar að reynast spennandi í rafhjólaheiminum. Framleiðandinn Ducati hefur t.d. afhjúpað fjaðurlétt rafhjól. Cannondale afhjúpaði nýja gerð með 100 mílna drægni, eða um 161 km. Biktrix afhjúpaði annað hjól sem var sérstaklega hannað til að koma í veg fyrir að það hreinlega liðist í sundur, eins og það sé viðtekin venja hvað varðar ný rafhjól. Þá setti Rad Power Bikes á markað eitt af sterkustu og jafnframt ódýrustu samanbrjótanlegu rafhjólunum sem menn hafa nokkurn tíma séð. Fyrr í þessum mánuði bættist Yamaha við hópinn með par af nýjum rafhjólum sem eru smíðuð fyrir borgarferðir og stíga og fleira er á döfinni hjá fyrirtækinu. Yamaha B-01 er einhvers staðar á milli rafhjóls og bifhjóls, með öflugum mótor að aftan og risastórum dekkjum fyrir alvöru utanvegaakstur. Mest áberandi er grind með opinni vinnupallahönnun í stað hefðbundinnar rörasmíði. Hjólið er vissulega athyglisvert, en eins og greint er frá í ritinu Electrek er B-01 ekki bara til sýnis. „Framtíð þess mun rætast fyrr en seinna,“ sagði Eric De Seynes, forseti Yamaha Motors Europe. – „Við munum hefja framleiðslu á þessu ökutæki innan eins árs, frá og með 2023.“ /HKr. Yamaha B-01 er einhvers staðar á milli rafhjóls og bifhjóls, með öflugum mótor að aftan og risastórum dekkjum fyrir alvöru utanvegaakstur. Mikið að gerast í smíði rafhjóla: Yamaha á leiðinni með nýstárlegt rafhjól Cannondale afhjúpaði nýja gerð af rafhjóli sem sagt er vera með 100 mílna drægni eða til 161 km aksturs á einni hleðslu. Rad Power Bikes setti á markað eitt af sterkustu og jafnframt ódýrustu samanbrjótanlegu rafhjólunum sem sagt er að hafi nokkru sinni sést á markaðnum. Vesturhrauni 3, Garðabæ | Austurvegi 69, Selfossi Til afhendingar strax Stærsti framleiðandi fjórhjóla í Evrópu MIKIÐ ÚRVAL FJÓRHJÓLA Á LAGER Rafhlöðu- og rafbílafyrirtækið Gogoro í samvinnu við ProLogium Technology um rafhlöðuhönnun: Fyrstu útskiptanlegu „fastkjarna“-liþíum-keramikrafhlöður heims kynntar í Taívan Útskiptanleg Gogoro „fastkjarna“-rafhlaða var kynnt í Taipei, höfuðborg Taívan, þann 8. mars síðastliðinn. Gogoro rafskutlan var hönnuð í samstarfi við Yamaha og hugsuð til markaðssetningar um allan heim. TÆKNI&VÍSINDI

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.