Bændablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 29

Bændablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 2022 29 Víkurhvarfi 8, Kópavogur Sími 544 4656 - www.mhg.is EZ-GO RXV ELiTE Golfbílar Endingargóð og viðhaldsfrí Elite Lithium rafhlaða með 8 ára ábyrgð Til á lager Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir, búa enn á staðnum og eru henni innan handar. „Hér starfar líka gott fólk sem hefur haldið starfseminni gangandi þótt þau séu komin með nýjan yfirmann sem kann frekar lítið,“ segir Halla. Ætlar að auka við útiræktun Á garðyrkjustöðinni Gróður er stunduð ylrækt í rúmum 4.000 fm gróðurhúsum ásamt útiræktun. Starfsmannafjöldinn er frá sex á veturna og upp í 12–15 á sumrin. „Undirstaða rekstursins eru sólskinstómatarnir sem við ræktum allan ársins hring. Síðan erum við með minna af hefðbundnum stórum tómötum. Úti ræktum við blómkál, kínakál og sellerí, sem ég vil auka töluvert strax í sumar,“ segir Halla en Gróður er eini ræktandi sellerís á landinu. Hún segist enn vera að finna jafnvægi eftir stökkið stóra. „Það er allt svo nýtt og ég læri eitthvað á hverjum degi. Um leið og ég fæ svar við einni spurningu vakna tíu aðrar. Ég áttaði mig alveg á að þetta yrði mikil skuldbinding, enda kallar þetta á viðveru hér alla daga og það mun ekkert breytast á næstunni. Ég var líka bara orðin þreytt á því að sitja við tölvu og vildi vera á meiri hreyfingu. Mér finnst þetta því spennandi, enda þarf að huga að mörgum breytum og umhverfið er rosalega lifandi.“ Halla segir sveitungana á Flúðum hafa tekið henni opnum örmum. „Fjölskyldan er vestur á Snæfellsnesi og flesti vinirnir í bænum svo þetta eru viðbrigði, rétt eins og að flytja til útlanda. En hér er garðyrkja aðalatvinnugreinin og allir af vilja gerðir til að hjálpa mér. Ég er í stöðugu sambandi við reynsluboltana á svæðinu, þau eru ekki orðin þreytt á mér, enn þá að minnsta kosti,“ segir hún hlæjandi. Í náinni framtíð sér Halla fyrir sér að auka framleiðslu Gróðurs, enda vanti ekki eftirspurn eftir þeim afurðum sem hún ræktar. „Þetta mun snúast um stærðar­ hagkvæmni. Ég er byrjuð að auka útiræktunina, en það er ekki hlaupið að því að bæta við sig starfsfólki þegar vantar húsnæði á svæðinu. Útiræktuninni fylgir rosalega mikil handavinna. Hver einasti kálhaus er handskorin upp, svo þarf að snyrta og pakka. Með því að bæta geymsluaðstæður og tækjakost gæti ég vonandi boðið upp á fjölbreyttari útiræktaðar afurðir og yfir lengra tímabil. Svo dreymir mig strax um að byggja við gróðurhúsin. En ég vona að ég eigi eitthvað inni til að fullnýta rýmið sem er til staðar, setja t.d. upp sparneytnari lýsingu og stýra aðstæðum betur. Þannig vil ég fyrst reyna að auka kíló af uppskeru á hvern fermetra í stað þess að bæta við fermetrum.“ - Frh. á næstu síðu. „Ég áttaði mig alveg á að þetta yrði mikil skuldbinding, enda kallar þetta á viðveru hér alla daga og það mun ekkert breytast á næstunni.“ Halla vill m.a. auka útiræktun og geta boðið upp á fleiri afurðir. Mynd / HSSH ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2022 ORKUSJÓÐUR Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr. Styrkupphæð til hvers verkefnis ræðst af getu sjóðsins og fjölda umsókna. Styrkir geta numið 33% af áætluðum stofnkostnaði. Verkefnastyrkir Umsóknafrestur er til 7. maí 2022 Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is orkusjodur.is 2. Minnkun olíunotkunar í iðnaði: Búnaður sem nýtir vistvæna orku í stað olíu. 1. Bætt orkunýting: Búnaður sem minnkar raforkunotkun til beinnar hitunar í rafkyntum varmaveitum og/eða minnkar olíunotkun. 3. Raf- og lífeldsneyti og metan: Bættir innviðir (t.d. dreifing, varaafl) og/eða framleiðsla raf- eða lífeldsneytis úr orku sem tryggð hefur verið til þess verkefnis. Nýting líf- og rafeldsneytis og metans skal einnig vera tryggð (t.d. í tæki), hvort heldur sem orkugjafi eða til frekari framleiðslu. 4. Hleðslustöðvar fyrir samgöngur: Uppsetning hleðslu- eða áfyllingarstöðva til þéttingar nets hleðslustöðva við vegakerfið sem og gististaði, frístundasvæði (t.d. íþróttahús, sundlaugar), verslanir og fjölsótta ferðamannastaði. Ef um hraðhleðslustöðvar er að ræða (150 kW og stærri) getur kostnaður við sérlausnir verið innifalinn (t.d. rafhlöður, sólarsellur, vindrellur). 5. Orkuskipti í haftengdri starfsemi: Aðgerðir sem nýta vistvæna orku í haftengdri starfsemi og siglingu til og frá höfn. Undirstaða rekstursins eru sólskins- tómatarnir. Mynd / ghp Halla býr vel að því að hafa reynslumikið starfsfólk og fyrri eigendur Gróðurs sér til halds og trausts. Mynd / ghp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.