Bændablaðið - 24.03.2022, Síða 36

Bændablaðið - 24.03.2022, Síða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202236 LÍF&STARF Fyrirtækið Strúktúr ehf. var meðal þeirra sem voru með kynningarbás á Búgreinaþingi sem haldið var á Hótel Natura fyrir skömmu. Þar kynnti fyrirtækið CLT-límtrés- og stálgrindarhús, yleiningar og klæðningar sem það flytur inn. Stefna fyrirtækisins er að bjóða vörur sem standast íslenskt veðurfar og uppfylla alla staðla og gæðakröfur sem kaupandinn gerir. Meðal þekktra bygginga sem reistar hafa verið úr timbureiningum frá Strúktúr má nefna hús Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 við Hafnarfjarðar­ höfn. Þetta er fimm hæða bygging og er jafnframt stærsta timburhús landsins. Með öfluga samstarfsaðila ,,Við veljum okkur samstarfsaðila af kostgæfni, hvort sem er innlenda eða erlenda birgja,“ segir Ingólfur Á. Sigþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Strúktúr var stofnað árið 2013 og starfsmenn þess búa yfir mikilli reynslu af húsbyggingum. Fyrirtækið flytur inn krosslímdar CLT timbureiningar frá fyrirtækinu Binderholz í Austurríki en þeir eru stærsti framleiðandi CLT í dag og þriðji stærsti timburframleiðandi í heiminum með 29 verksmiðjur og um 5.000 manns í vinnu. Ingólfur segir að í dag sé gríðarlega álitlegur kostur að byggja úr CLT­timbureiningum. Umhverfisvænt efni með hátt einangrunargildi ,,Aukningin á að byggja úr timbri hefur aukist, ekki síst í ljósi þess að það er verið að nota endurnýtanlegt efni. Efnið bindur kolefni og er því umhverfisvænt. Ekki er að finna kuldabrýr sem bjóða heim raka og myglu. Einingarnar eru með hátt U­gildi og því þarf minni einangrun utan á þær,“ segir hann og bætir við að í dag megi finna háhýsi um alla Evrópu sem byggð eru úr CLT­ timbureiningum. Skrifstofuhús, fjölbýlishús, parhús og einbýlishús ,,Við erum búnir að reisa í dag 4.200 m2 hús á fimm hæðum í Hafnarfirði sem er alfarið úr CLT, meira að segja lyftugöng og stigar. Einnig erum við búnir að reisa fjölda einbýlis­, par­ og raðhúsa hér á landi auk sumarbústaða. Þá er búið að reisa fjögur 6 íbúða fjölbýlishús í Reykjavík auk fjölda einbýlis og parhúsa. Við sjáum líka um hönnun ef þess er óskað.“ Fjölmargir kostir og kostnaðarhagkvæmar lausnir Ástæða fyrir vinsældum eining­ anna er gríðarlegur styrkur í efninu, vistfræðilegi hlutinn og hagkvæmnin. ,,Einingarnar koma tilsniðnar á byggingarstað sem gerir það að verkum að það er fljótlegt að reisa og loka húsinu.CLT timbur einingar styttir byggingartíma töluvert meðan ávallt er leitast við að viðhalda miklum gæðum,“ segir Ingólfur og heldur áfram. Samsetning massífs timburs og hefðbundinna byggingarefna, svo sem steinsteypu, stál og gler, geta leitt til kostnaðarhagkvæmra lausna sem sameina kosti hefð­ bundinna efna. Hagkvæmara en stál Hlutfallslega lítil þyngd massífs viðar er mikill kostur, til dæmis, þegar við byggjum aðra hæð á eldri byggingar. CLT timbureiningar vinnur rökin hér vegna möguleika þess og sú staðreynd að álagið á byggingunni, vegna lítillar þyngdar, er ekki verulega aukið. Í ljósi ástandsins í heiminum þá er orðið mun hagkvæmara að byggja úr límtré en stálgrind. /HKr. Strúktúr ehf.: Flytur inn krosslímdar CLT-límtréseiningar í einbýlishús, parhús og blokkir – frá Binderholz í Austurríki, sem er þriðji stærsti timburframleiðandi í heimi og stærsti framleiðandi CLT- eininga Íbúðarhús í byggingu sem reist er úr krosslímdum CLT timbureiningum frá Binderholz í Austurríki sem Strúktúr flytur inn. Mynd / Strúktúr Ingólfur Á. Sigþórson, framkvæmda­ stjóri Strúktúr. Hús Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði er byggt úr CLT timbureiningum og er stærsta timburhús landsins. Mynd / HKr. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Þórhallur Harðarson, framkvæmdastjóri fjármála og stoðsviða hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, var ánægður með endingu rafhlöðunnar. Mynd / HSN Græn skref hjá HSN við val á bílaleigubílum: Ódýrara og betra fyrir umhverfið Liður í því markmiði Heilbrigðis- stofnunar Norðurlands, HSN, að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda er að horfa til grænna skrefa við val á bílaleigubílum. Framkvæmdastjóri fjármála og stoðsviða átti á dögunum leið á Blönduós frá Akureyri, leiðin var ekin á rafmagnsbíl og náðist á einni hleðslu, auk þess sem 54 kílómetrar voru eftir af hleðslunni. Þegar komið var til Akureyrar var bíllinn settur í hleðslu og var bílstjóri ánægður með endingu á rafhlöðunni, þrátt fyrir mótvind og kulda á leiðinni. „Það er ekki einungis umhverfislega hagstætt að velja rafmagnsbíl, heldur einnig rekstrarlega hagkvæmt þar sem kostnaður við dísel eða bensínbíl hefði verið 6.500 til 7.500 krónur meira,“ segir á vef HSN. Orkuskipti í bílaflotanum Heilbrigðisstofnun Norðurlands keypti í febrúar fyrsta 100% rafmagnsbílinn, hann er af gerðinni Volvo XC40, en fyrir á HSN alls 6 Outlander tengil­tvinnbíla. Þá er búið að panta Skoda smájeppa sem er 100% rafdrifinn og verður hann afhentur á komandi sumri. Kaup HSN á rafbílum eru hluti af orkuskiptum á bílaflota stofnunarinnar og liður í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.