Bændablaðið - 24.03.2022, Page 41

Bændablaðið - 24.03.2022, Page 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 2022 41 Fyrir áhugasama. Við rannsóknir er gerðar voru á salernisvenjum nashyrninga komust líffræðingar að þeirri niðurstöðu að ástæða þess að nashyrningar snúi aftur á sama stað til að gera þarfir sínar dag hvern, sé vegna þess að ilmurinn frá mykju annarra nashyrninga veiti þeim mikilvægar upplýsingar. Efnafræðilegar vísbendingar í saurnum innihaldi margvísleg gögn, sem tengjast aldri, kyni, almennri heilsu og æxlunarstöðu. Einn yfirmanna rannsóknarinnar og doktor í vistfræði, Courtney Marneweck frá háskólanum í KwaZulu-Natal í Suður-Afríku, útskýrði þetta fyrir National Geographic: „Við mannfólkið lítum á mykju sem úrgangsefni, en það er í raun góð leið fyrir dýr til að hafa samskipti. Í því sem við köllum úrgang er fullt af upplýsingum sem við kunnum ekki að nýta okkur en má í raun segja að nashyrningar noti mykjuhrúgur sem samfélagsnet.“ „Það er þó ekki óvanalegt þegar kemur að dýrum, öll þekkjum við þann ávana hunda að þefa af stöðum sem aðrir hafa gert þarfir sínar á. Svipað á sér stað og hefur verið rannsakað í stórum hópum apa, kanína og gasella, en fjölmörg dýr geta greint efni í þvagi og saur og nýtt sér það til þess að vita hvað er að gerast hjá öðrum af sömu tegund.“ Árið 2017 var þetta þó fyrst staðfest hvað viðkom nashyrningum. Þótt það þyki einsdæmi að þeir fari alltaf á sama stað til að gera þarfir sínar er það þó ef til vill ekki jafn óvanalegt og ætla mætti, enda hafa nashyrningar og ættfeður þeirra alla tíð verið einstaklega vanaföst dýr. Jafnvel þrjóskast við að halda sínum venjum þótt það bitni á stærð stofns þeirra. Courtney Marneweck tekur fram að hvorki hafi verið erfitt að finna mykjuhaugana né svæðið sem dýrin halda sig almennt á, en troðinn stíg má vanalega finna frá aðalsamkomusvæði þeirra að svæði sem gegnir hlutverki salernisstöðu. Að auki sjást haugarnir í langri fjarlægð, en eðlilegt er að hver nashyrningur losi sig við í kringum 20 kg daglega. Lyktin þykir þó ekkert tiltökumál, því fæði þeirra einskorðast í raun við þurrt gras. Teymi Marneweck greindi meðal annars efnasamsetningu mykjunnar og komst að því að munur var á efnasamsetningu hennar, er kom að aldri, kyni og stöðu hvers og eins dýrs í hópnum. Mikilvægt er meðal dýranna að allir meðlimir hópsins séu meðvitaðir um hvað sé á döfinni, enda minnkar það verulega þörf þeirra á valdabaráttu. Mykjuhaugarnir eru líka mikil- vægir þegar kemur að samskiptum við aðra flokka af sömu tegund, en margir haugar sitja til dæmis við jaðar yfirráðasvæða hópa og hjálpa til við að styrkja mörk þeirra. Þetta er mörgum nashyrningum til hugarhægðar enda afar nærsýnir og lyktarskynið eitt helsta leiðsögu- tæki þeirra í lífinu. /SP Salernisvenjur nashyrninga: Mykjuhaugar nýttir sem samfélagsnet 18 x 35 x 3 m - 18.000.000 kr. m/vsk. Z STÁLGRINDARHÚS TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 571 3535 VEFFANG www .bkhonnun . is Tilvalið sem reiðskemma eða vélageymsla. Innifalið er Z stálgrind, óeinangruð stálklæðning í dökk gráum lit. Stór iðnaðarhurð og tvær gönguhurðir í hvítum lit. Allar áfellur ofan sökkuls.Skrúfur, festingar og áfellur.Tilbúnar teikningar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.