Bændablaðið - 24.03.2022, Page 51

Bændablaðið - 24.03.2022, Page 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 2022 51 er í fjósi á hverjum tíma er einna best og skilvirkast að skoða það hve margar kýr standa uppi í legubásunum á hverjum tíma. Ef margar kýr standa í legubásunum er ástandið í fjósinu ekki eðlilegt og bendir það til hönnunargalla í nærumhverfi þeirra. Þegar gert er svona mat á leguhegðun kúa þarf að fylgjast með að lágmarki 10 kúm sem leggjast niður og standa óhvattar aftur á fætur. Ef allt er eins og best verður á kosið ætti það að taka kýrnar að jafnaði um 5-6 sekúndur að standa á fætur og 15-20 sekúndur að leggjast niður eftir að kýrnar eru komnar upp í básana. Ef það tekur lengri tíma, þurfa kýrnar greinilega lengri tíma til að finna rétta stöðu áður en þær leggjast sem bendir til að eitthvað sé að í umhverfinu. Það er líka góð aðferð að fylgjast með því hvernig kýrnar haga sér í legubásnum. Ef þær eru fljótar að stíga út úr legubásunum, t.d. ef þær eru reknar upp, þá bendir það til þess að ástandið sé ekki alvarlegt. Einnig má hafa til viðmiðunar ef kýrnar standa skáhallt í legubásunum og/eða liggja þannig, að þá er líklegt að þeir séu of litlir. Þriðja vinnureglan, við mat á hönnun legubása, er að horfa á skítinn. Við venjulega dreifingu á stærð kúa ættu u.þ.b. 20% kúnna að vera það litlar að þær skíta upp í legubásana (þ.e. skítur í fimmta hverjum legubás). Á Íslandi hefur löngum þekkst mikill munur á stærð kúa innan sömu hjarðar, nokkuð sem er mun síður áberandi í erlendum hjörðum. Þessi staðreynd gerir það að verkum að oft getur verið erfitt að stilla innréttingar básanna rétt. Hér gildir þó að horfa þarf til stærstu kúnna, enda verða þær að komast fyrir á básunum. Vandi skapast þá með minni kýr, en það verður því miður ekki á allt kosið. Af þessu má leiða að því líkur að hérlendis fari meiri vinna í þrif á legubásum en gerist víða erlendis, þar sem kýr eru jafnari að stærð. Mýktin skiptir máli Síðasta atriðið sem hér verður nefnt er mikilvægi þess að básaundirlagið sé mjúkt. Vitandi það að mjög mörg fjós á Íslandi eru með legubásadýnur er sérstaklega mikilvægt að minna á að tíð notkun kúa á legubásadýnum veldur auðvitað sliti á þeim og dregur úr mýkt þeirra eftir því sem líður á. Danskar leiðbeiningar um gæði á dýnum segja að þær eigi að gefa eftir um 16-28 mm þegar kýrin stígur fæti á þær og að þær eigi að vera að lágmarki 50 mm og gjarnan 60 mm þykkar. Þá á yfirborð dýnanna að vera þannig hannað að það ýti ekki undir hárslit eða hárlausa bletti á kúnum. Rétt er að benda á að þegar kýr fá sjálfar val um undirlag velja þær alltaf mjúkar dýnur. Það sem hefur þó áhrif á þetta val þeirra er staða þeirra innan hjarðarinnar þ.e. virðingarröðin. Rannsóknir sýna nefnilega að kýrnar láta virðingarröðina ganga fyrir eigin þægindum við hvíld, þ.e. ef í boði er að liggja á mjúku undirlagi en t.d. við hlið háttsettrar kýr, þá velja kýr, sem eru lægra settar, frekar óþægilegt legusvæði. Í raun mjög skiljanleg afstaða, þær vilja fyrst og fremst frið, ró og næði til þess að jórtra. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR Í dag er til afar fjölbreytt framboð á innréttingum fyrir legubása. Í október nk. gefur Bændablaðið út tímarit í tengslum við stórsýninguna Íslenskur landbúnaður 2022 sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 14.-16. október. Markmið sýningarinnar er að kynna fjölbreytni íslensks landbúnaðar og hreinleika matvælaframleiðslunnar. Sýningin verður bæði á úti- og innisvæði þar sem bændum í bland við aðra gesti gefst tækifæri til að virða fyrir sér gagnleg tæki og tól í landbúnaði og rekstri. Allir félagsmenn í Bændasamtökunum fá boðsmiða á sýninguna og vænta má mikils fjölda gesta. Tímaritið verður leiðarvísir gesta á sýningunni og mun m.a. innihalda gagnlegar upplýsingar um sýninguna, kynningar á þeim fyrirtækjum sem koma að sýningunni auk fræðandi og fjölbreytilegs efnis um málefni landbúnaðarins. Lengd tímaritsins er yfir 100 síður og það er prentað á glanspappír í stærðinni A4 í 8.000 eintökum og verður dreift bæði á sýningunni sjálfri og víðar. Búist er við að um 100 fyrirtæki taki þátt í landbúnaðarsýningunni og býðst þeim að koma sér á framfæri í tímaritinu. Auk efnis um landbúnað verður í tímaritinu kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn en auk þess er boðið upp á hefðbundnar auglýsingar. Æskilegt er að bóka auglýsingapláss og kynningar með góðum fyrirvara. Nánari upplýsingar eru veittar í s. 563-0303 og gegnum netfangið thordis@bondi.is Tímarit Bændablaðsins í tengslum við stórsýningu landbúnaðarins Íslenskur landbúnaður 2022 MATVÆLASÝNING . TÆKJASÝNING . ÖFLUG DAGSKRÁ STÓR- SÝNING Í LAUGARDALSHÖLL 14. - 16. OKTÓBER -2022- Guðrúnu frá Lundi, Helgu Sigurðardóttur matreiðslubækur. A Geikie útg. 1879 efna- og eðlisfræðijarðarinnar. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Jón Sveinsson Nonna. Jóhann M. Bjarnason, Ólaf Jóhann Ólafsson, Guðmund Kamban, Jón Trausta. Halldór Kiljan Laxness. Snorra Sturluson, Heimskringla, Eddukvæði, Fornaldarsögur o.fl. Allar upplýsingar í síma 844-1184 Til sölu bækur eftir eftirtalda höfunda:

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.