Bændablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 56

Bændablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202256 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Ábúendurnir á Urriðafossi fluttu úr Reykjavík rétt fyrir jól 2016 og voru síðan tekin við rekstrinum á kúabúinu stuttu síðar. Þau hrintu hugmyndum að breytingum strax af stað, þær helstu að skipuleggja gistingu ofan við Urriðafoss. Býli: Urriðafoss. Staðsett í sveit: Flóahreppi á Suðurlandi. Ábúendur: Birna Harðardóttir og Haraldur Einarsson. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin okkar þrjú heita Matthilda, f. 2013, Einar Hörður, f. 2015 og Inga Lilja, f. 2018. Stærð jarðar? 250 ha. Gerð bús? Kúabú, ferðaþjónusta og laxveiði. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 150 nautgripir, þar af 65 mjólkurkýr. Fjósakettirnir Kátur og Pjakkur ásamt bæjarhröfnunum. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fjósverk og gjafir á morgnana. Þrif, viðhald og annað sem fellur til áður en vinnudagurinn klárast í fjósinu. Birna sinnir ferðaþjónustunni; bókunum, undirbúningi og þrifum. Kvöldin oft í heita pottinum ef það eru ekki fundarhöld í félagsmálum. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Halli: Skemmtilegast er að vitja um netið í ánni. Birna: Hönnun og undirbúningur næsta ferðahúss. Leiðinlegast er alveg klárlega að gera við flórsköfur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði. Vonandi aðeins fleiri kýr og meiri ferðaþjónustu. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Vöruþróun á okkar heilnæmu vörum. Framsetningu í verslunum. Útiræktun með hlýnandi loftslagi, bæði til manneldis og fóður fyrir dýr. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur og smjör, lárpera og skyr er alltaf til. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagspitsan. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Brúðkaupið okkar í skemmunni. Nautasteik og bernaise-smjör Nautasteik með bernaise-smjöri › 4 stk. hvítlauksgeirar › 3 stilkar rósmarín › 4 msk. smjör › 3 msk. olífuolía › 3 msk. Maldon salt › 2 msk. svartur pipar › 400 g möndlukartöflur (ratte) › 100 g smjör › 100 g rjómi › 200 g mjólk › 1dl ólífuolía Hitið pönnu þannig að hún verði rjúkandi heit. Bætið olíunni út á og steikið kjötið. Bætið timjan, rósmarín og hvítlauknum út á pönnuna. Snúið steikinni við og bætið smjörinu á pönnuna. Setjið smjörið yfir steikina með skeið og látið freyða yfir kjötið. Setjið inn í ofn og bakið við 100 ° þar til kjarnhiti nær 50°. Skerið kartöflur í litla strimla og djúpsteikið (eða kaupið tilbúnar franskar). Líka er hægt að gera kartöflumauk: Afhýðið kartöflurnar og sjóðið í mjólkinni og smá vatni. Sigtið þegar þær eru klárar og pressið í gegnum kartöflupressu eða með gaffli. Setjið í pott aftur og blandið sjóðandi rjóma við og smjörinu. Kryddið til með salti. Berið steikina fram með smjörinu, frönskum kartöflum eða kartöflu­ músinni. Bernaise-kryddað brúnt smjör › 1 stk. smjör (500 g) › 4 msk. ólífuolía › 2 stk. hvítlauksrif › ½ búnt steinselja › 8 msk. hvítvínsedik › safi úr ½ sítrónu › 3 stk. litlir skalottlaukar › ½ búnt estragon › svartur pipar › Maldon sjávarsalt Setjið helminginn af smjörinu í pott og látið á helluna við miðlungs­ háan hita. Þegar smjörið fer að freyða, hrærið þá með písk og takið af hellunni. Smjörið ætti þá að gefa frá sér hnetukeim og vera ljósbrúnt að lit. Látið kólna aðeins og blandið svo öllu kryddinu saman við. Bætið svo olíunni við og restinni af smjörinu, hrærið vel saman við (má setja í matvinnsluvél) og framreiðið kalt með kjötinu eða við stofuhita. Kökukúlur eða kökupinnar Kökur og sætindi á pinna er í tísku og slíkt er auðvelt að gera. › Pinnar › Hvítt súkkulaði › 113 g smjör við herbergishita › ½ bolli vatn › 5 tsk. þurrger › 1/4 bolli sykur › ½ tsk. salt › 1 bolli hveiti › 3 egg og ein eggjarauða › börkur af einni sítrónu (líka er hægt að nota lime, ef ekki er til sítróna) › 4 bollar af jurtaolíu Hitið vatnið og blandið því saman við gerið, bætið smá sykri út í (fyrir gerið) og látið bíða í um 5 mínútur. Á meðan beðið er, blandið saman þurrefnum og sítrónu eða lime­berki saman í skál. Bætið þurrefnunum út í og svo eggjunum. Passið að hræra ekki of lengi, annars getur deigið orðið seigt. Hrærið ekki lengur en tvær til þrjár mínútur. Leyfið deiginu að hefast. Rúllið út á hreint borð með smávegis hveiti. Skerið út litla sæta hringi með kökumóti, til að allir hausarnir verði jafnstórir. Bakið í ofni við 180 gráður þar til prjónn, sem stungið er í kökurnar, kemur hreinn út (um 10­20 mínútur). Kælið kökuna. Líka er hægt að gera kúlur með því að blanda kökumulningi við hvítt súkkulaði og velta upp úr þurrkuðum hindberjum eða öðru kökuskrauti. Þær er auðvelt að setja á pinna og Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari bjarnigk@gmail.com Urriðafoss framreiða fallega á fati.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.