Bændablaðið - 24.03.2022, Page 57

Bændablaðið - 24.03.2022, Page 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 2022 57 Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gaman að eiga gular tuskur með fallegu blaða­ mynstri. Þessar eru prjónaðar úr dásamlega bómullargarninu Drops Safran. DROPS Design: Mynstur e-282. Efni: ca 24x24 cm. Garn: DROPS SAFRAN (fæst í Handverkskúnst) - 50 g (litir á mynd: nr 10 vanillugulur og nr 11, skærgulur) Prjónar: nr 2,5 eða þá stærð sem þarf til að fá 26 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni. Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. TUSKA: Tuskurnar eru prjónaðar fram og til baka. Fitjið upp 67 lykkjur á prjóna nr 2,5 með Safran. Prjónið 3 umferðir slétt, prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir í umferð = 73 lykkjur. Prjónið síðan áfram eftir mynsturteikningu frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni – sjá útskýringu að ofan, A.1 yfir 15 lykkjur, A.2 yfir 40 lykkjur (= 2 sinnum á breidd), A.3 yfir 14 lykkjur og prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram að prjóna eftir mynsturteikningu þar til mynsturteikning hefur verið prjónuð 2 sinnum á hæðina. Prjónið síðan mynsturteikningu 1 sinni til viðbótar, en endið eftir umferð merktri með ör. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6 lykkjur jafnt yfir = 67 lykkjur. Prjónið 3 umferðir slétt og fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð. Klippið frá og festið enda. Prjónið eina tusku í hvorum lit eða nokkrar í alls konar litum. Prjónapáskakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Páskatuskur HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 7 9 8 2 1 5 7 3 9 4 1 3 5 8 4 1 7 4 1 2 6 3 2 7 8 4 7 8 4 1 5 6 2 9 8 2 1 5 Þyngst 5 1 4 7 3 6 6 4 2 3 7 5 4 9 2 3 6 8 9 1 1 5 7 8 7 1 2 8 1 6 4 7 1 1 9 9 2 8 6 6 5 1 4 3 2 5 8 7 3 8 1 7 2 3 4 7 5 1 8 1 7 3 8 5 3 6 9 2 7 6 8 3 8 2 9 7 5 4 Bóndi og búðarkona FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Eik býr í Lundarreykjadal og gengur í Grunnskóla Borgar­ fjarðar. Nafn: Eik Logadóttir. Aldur: 6 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Steinahlíð í Lundarreykjadal. Skóli: Grunnskóli Borgarfjarðar. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að baka. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Pitsa. Uppáhaldshljómsveit: Daði og gagnamagnið. Uppáhaldskvikmynd: Frozen. Fyrsta minning þín? Þegar ég sá krókódíl í dýragarði á Costa del Sol. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi boltaíþróttir. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi og búðarkona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Bruna á skíðum á Ítalíu. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt um páskana? Borða súkkulaðiegg. Næst » Ég skora á Sunnevu Líf Jónsdóttur að svara næst.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.