Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Síða 6

Skessuhorn - 15.06.2022, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 20226 Berglind til HEV VESTURLAND: Berglind Ósk Þórólfsdóttir hefur ver- ið ráðin heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Vestur- lands og tók hún til starfa 1. júní sl. Berglind er með MS próf í umhverfis- og auðlinda- fræði frá Háskóla Íslands. Hún er ekki alveg ókunn starfsemi heilbrigðiseftirlits því áður var hún heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavík- ur. -mm Púttkeppni eldri borgara AKRA-BORG: Fimmtu- daginn 16. júní fer fram að Hamri í Borgarnesi fyrsta viðureign sumarsins hjá eldri borgurum úr Borgarbyggð og Akranesi í pútti. Verður þá keppt um farandbikar sem Húsasmiðjan á Akranesi gaf. Fyrsta keppnin í þessu sam- starfi félaganna fór fram 2013 og er þetta því í tíunda sinn sem liðin mætast, en keppa skal um gripinn í 20 ár. Ætíð er keppt á þremur völlum yfir sumartímann. Keppnin hefst sem fyrr segir að Hamri. Keppt verður á Akranesi 13. júlí og lokakeppnin fer fram í Nesi í Reykholtsdal í byrj- un ágúst. Samanlagður árang- ur sjö bestu úr hvoru liði tel- ur. Búast má við um 50 kepp- endum að Hamri og mikilli keppni sem hefst kl. 11.00. -ii Námskeið fyrir eldri borgara AKRANES: Hildur Karen Aðalsteinsdóttir verður með fjögurra tíma námskeið í floti, slökun og léttum teygjum í Bjarnalaug á Akranesi. Nám- skeiðið er fyrir eldri borgara og fólk með örorku sem ekki hefur haft tök á því að stunda almenna hreyfingu og heilsu- eflingu. Öll kyn eru velkom- in. Námskeið 1 er frá klukk- an 10 til 11 dagana 14., 16., 21. og 28. júní. Námskeið 2 er frá klukkan 11 til 12 sömu daga. Skráning er í síma 841- 7116 á virkum dögum milli 10 til 16. Námskeiðið er á vegum Heilsueflandi samfélags og er verðið 3.750 krónur. -vaks Stal bíl og rafmagns- hlaupahjóli BORGARFJ: Um miðjan dag á þriðjudaginn í liðinni viku var tilkynnt um glæfra- akstur ökumanns á Vestur- landsvegi og Hvítárvalla- vegi. Þegar lögreglan fór að kanna málið og rekja slóðina þá var hann kominn upp í Svignaskarð. Síðan tók hann rafmagnhlaupahjól ófrjálsri hendi og lagði á flótta á því sem leið lá til Borgarness. Á leiðinni þangað reyndi hann að sparka í bíla sem hann mætti á þjóðveginum og svo var hann mættur skömmu síðar í bílinn aftur þar sem hann var við Galtarholt og þar var hann handtekinn. Þar kom í ljós að hann var á stolnum bíl, talsvert ölv- aður og hafði auk þess keyrt utan í bíl í Borgarnesi. Öku- maðurinn var færður í fanga- geymslur og á von á sekt fyr- ir athæfið. -vaks Bíll brann á brúnni BORGARFJ: Síðdegis á sunnudaginn kom upp eldur í bíl í akstri syðst á Borgar- fjarðarbrúnni. Slökkvilið og viðbragðsaðilar voru kvaddir á vettvang og færðu bílinn af vettvangi. Vegna þessa urðu talsverðar tafir á umferð um brúna, einkum voru það ferðalangar á suðurleið sem þurftu að bíða lengi með- an aðgerðir stóðu yfir. Bíla- röðin náði því langt upp fyr- ir Borgarnes þegar mest var. Engin slys urðu á fólki. -mm Fyrstu umferðarljós í Borgarnesi voru tekin í notkun sl. föstudag, 10. júní og eru þau við gangbraut á þjóðvegi nr. 1 á móts við leik- skólann Klettaborg. Fyrst um sinn verða þau eingöngu gönguljós, en þegar malbikað verður síðar í sum- ar verða settar svokallaðar slauf- ur í malbikið á tveimur stöðum og skynjarar þar í til að skynja hraða ökutækja. Umferðarljósin verða alrauð ljós, þ.e. það verður alltaf rautt ljós. Aki ökumenn á löglegum hraða fá þeir grænt ljós áður en þeir koma að ljósunum en aki þeir of hratt helst rauða ljósið lengur og þeir þurfa að stoppa. Er þetta tilraun sem er gerð til þess að hægja á umferðinni sem fer í gegnum Borgarnes. A sögn Birgittu Ránar Ásgeirs- dóttur, deildarstjóra hjá Vega- gerðinni, verður þetta sett upp með þessum hætti til reynslu í Borgar- nesi. Ef fyrirkomulagið reynist ekki vel er hægt að breyta stillingunni á umferðarljósunum. Þau verða hluti af nokkrum öryggisaðgerðum sem verið er að gera í bænum því þjóð- vegur eitt liggur þar i gegn. Ver- ið er að útbúa stefnugreind gatna- mót við Húsasmiðjuna, fylla í skurð við gatnamót þar og gera örugga gönguþverun við Klettaborg. gj Valnefnd í Borgarprestakalli hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að ráða Heiðrúnu Helgu Bjarnadóttur mag. theol sem næsta sóknarprest á Borg á Mýrum. Alls sóttu fimm um starfið en einn dró umsókn sína til baka. Séra Þorbjörn Hlynur Árna- son hefur þjónað sókninni með stuttum hléum í fjörutíu ár, eða frá árinu 1982. Undir prestakallið heyra Borgarnessókn, Borgar sókn, Akrasókn, Álftanessókn og Álftár- tungusókn og áttu fulltrúar allra þessara sókna sæti í valnefnd. Heiðrún Helga er fædd árið 1982, dóttir þeirra Bjarna Guð- jónssonar og Margrétar Grétars- dóttur. Var hún alin upp í Borg- arnesi fram á unglingsár. Heiðrún Helga lauk stúdentsprófi af félags- fræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri en fór í kjölfarið til Gva- temala í Mið-Ameríku þar sem hún sinnti sjálfboðastörfum. Hún lauk BA-prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands, þar af tók hún eitt ár í skiptinámi við Durham háskóla á Englandi þar sem hún lagði stund á almenna trúarbragðafræði. Heiðrún flutti til Kaupmanna- hafnar árið 2007 og lauk masters- gráðu í trúarlífsfélagsfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún lauk mag. theol prófi frá Háskóla Íslands í febrúar á þessu ári. Lengst af hefur Heiðrún starfað með flóttafólki og innflytjendum, bæði í Sjanghæ og Kaupmannahöfn. Hún flutti með fjölskyldu sinni til Íslands árið 2018 og hefur frá því sinnt störfum meðhjálpara og kirkjuvarðar við Borgarneskirkju, auk þess sem hún hefur séð um barna- og æskulýðsstörf við söfn- uðinn. Um þessar mundir sinnir Heiðrún starfi verkefnastýru um móttöku flóttafólks frá Úkraínu á Bifröst. Eiginmaður Heiðrúnar er Micha el Back, tæknifræðingur hjá Steypustöðinni, og eiga þau tvö börn. mm Heiðrún Helga Bjarnadóttir. Ljósm. Gunnhildur Lind Photography. Heiðrún Helga verður næsti sóknarprestur á Borg Fyrstu umferðarljósin í Borgarnesi. Fyrstu umferðarljósin komin í Borgarnes

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.