Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Page 10

Skessuhorn - 15.06.2022, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202210 Dregin er upp dökk mynd af stöðu sauðfjárræktar á Íslandi í nýrri saman tekt Byggðastofnunar, sem unnin var að beiðni Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra og ráðherra byggðamála. Í saman- tektinni segir að rekstrarafkoma sauðfjárbúa, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, hafi verið neikvæð frá árinu 2018. Ekki væri útlit fyrir að rekstur sauðfjárbúa batni á næstu árum og að óbreyttum tekjum væru forsendur sauðfjárbúskapar brotn- ar. Byggðastofnun vekur athygli á að sauðfjárrækt er víða undirstaða í byggð á dreifbýlum svæðum, ekki síst þar sem önnur atvinnutækifæri eru takmörkuð. Í samantektinni segir að kynslóðaskipti hafi verið fátíð á undanförnum fimm árum. Ríflega þriðjungur sauðfjárbænda með 300 fjár eða meira er kom- inn yfir sextugt og er talið að stór hluti þeirra sé líklegur til að bregða búi á næstu árum. Rekstrarafkoma hafi verið neikvæð um nokkurra ára skeið og af því leiði að dregið hafi úr viðhaldi, endurræktun og áburðarkaupum. Að mati Byggðastofnunar stefn- ir í að rekstrarniðurstaða meðal- sauðfjárbúsins, sem hlutfall af tekj- um, verði neikvæð um allt að 50% og að rekstrarniðurstaða fyrir fjár- magnstekjur og afskriftir verði nei- kvæð um 25%. Miðað við stöðu mála væri því líklegt að einhverj- ir sauðfjárbændur hætti búskap nú í haust. Þeir sauðfjárbændur sem munu halda áfram geri það í þeirri von að rekstraraðstæður batni. Gerist það ekki megi búast við því að fjölmargir sauðfjárbændur hætti búskap haustið 2023. Byggðastofnun telur það hafa fjölþætt neikvæð byggðaleg áhrif hætti fólk sauðfjárbúskap. Það geti haft margfeldisáhrif á ákveðnum svæðum, þar sem leitir og önn- ur sameiginleg verkefni sauðfjár- bænda verða þeim sem eftir sitja ofviða. Byggðastofnun nefnir sem dæmi um viðkvæm svæði; Reyk- hólahrepp, Dali, Strandir, Húna- vatnssýslur og norðausturhorn landsins. Í samantekt um mögu- legar mótvægisaðgerðir bendir Byggðastofnun m.a. á að tekjur í greininni þurfi að hækka í takti við kostnaðarhækkanir. Það verði ann- að hvort gert með hækkun á skila- verði afurðastöðva til bænda, og þar af leiðandi hækkandi útsölu- verði sauðfjárafurða, eða með auknum opinberum stuðningi. Einnig verði að skoða leiðir til að lækka framleiðslukostnað en slík- ar aðgerðir skili fremur ávinningi til lengri tíma litið, en verði varla til bjargar við núverandi aðstæð- ur. Þá komi til greina að aðstoða bændur við að fara út í aðra starf- semi á jörðum sínum eftir aðstæð- um á hverjum stað. Loks er bent á að huga þurfi að andlegri velferð bænda og fjölskyldna þeirra við þessar aðstæður. Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti skýrslu Byggðastofnunar á fundi ríkisstjórnarinnar síðast- liðinn föstudag. Eftir á að koma í ljós hvort og þá hvernig brugðist verður við niðurstöðum hennar, en Sigurður Ingi hefur látið hafa það eftir sér í fjölmiðlum að staða sauðfjárræktar sé jafnvel enn alvar- legri en hann hafði grunað. mm Bæjarstjórn Akraness hefur sam- þykkt lýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir lóðina Garða- braut 1 á Akranesi þar sem starf- semi KFUM & K var áður til húsa í fjöldamörg ár. Fyrirhugað er niðurrif núverandi byggingar og bygging fjölbýlishúss í stað hennar. Síðasta ár hefur Byggingarfélagið Bestla notað húsið fyrir sína iðnað- armenn á svæðinu en ekki liggur enn fyrir hvenær niðurrif hússins hefst. Í lýsingu á deiliskipulaginu, sem sjá má á heimasíðu Akra- neskaupstaðar, segir meðal annars: „Fyrir hugað er að leggja fram til- lögu að deiliskipulagi lóðarinn- ar þar sem gert verður ráð fyr- ir niðurrifi núverandi bygginga og uppbyggingu þéttrar íbúðar- byggðar í samræmi við áhersl- ur í nýrri aðalskipulagstillögu og fyrri deiliskipulagstillögu. Með endurnýtingu lóðarinnar og upp- byggingu þéttrar íbúðabyggðar, sem tekur þátt í mótun bæjarmynd- ar svæðisins, er jafnframt stuðlað að framfylgd markmiða í lands- skipulagsstefnu. Fullbyggð lóð á Garðabraut 1 mun fylla í ákveðið skarð sem er í bæjarmyndinni þar sem ný bygging mun nýta lóðina talsvert betur en núverandi hús gerir. Hornhús við Garðabraut 1 verð- ur í góðum tengslum við nærliggj- andi byggð. Frávik frá almennri reglu um húsahæðir í gildandi aðalskipulagi byggist á samsvör- un við hátt íbúðarhús vestan Þjóð- brautar og legu þessara húsa við mikilvæg gatnamót. Svæðið mark- ar á vissan hátt upphaf miðbæjar Akraness sem nær frá Stillholti að Kirkjubraut og eftir Kirkjubraut að Akratorgi. Tvær háar byggingar verða sitt hvorum megin Þjóð- brautar þar sem hún endar á gatna- mótum við Stillholt, Skagabraut og Garðabraut og markar þetta upp- haf með fráviki í húsahæð. Byggingin mun verða staðsett á suðvesturhorni lóðarinnar með- fram Þjóðbraut og Garðabraut og kallast þannig á við háhýsið sem stendur við Þjóðbraut 1. Form byggingarinnar verður vinkillaga með stíganda í hæðinni, frá sjö hæðum á horninu og lækka síðan í fjórar og fimm hæðir. Þannig brú- ar hún hæðarmuninn frá nærliggj- andi húsum, þ.e. þriggja hæða fjölbýlishúsum við Þjóðbrautina og tveggja hæða fjölbýlishúsum við Garðabraut. Byggingin mun styrkja götuhornið Þjóðbraut- -Garðabraut og mynda eins konar bæjarhlið með háhýsinu við Þjóð- braut 1. Stefnt er að því að byggðar verði vandaðar íbúðir með góðu aðgengi, þ.e. bílageymslu og lyftu. Flestar íbúðir verða tveggja og þriggja herbergja og verður áhersla lögð á góða nýtingu fermetra. Stuðlað verði að gerð fjölskylduvæns bæjar- umhverfis sem mætir þörfum allra fyrir húsnæði.“ vaks Garðabraut 1 á Akranesi. Ljósm. vaks Niðurrif fyrirhugað á lóðinni Garðabraut 1 á Akranesi Svona er áætlað að húsið líti út. Götumynd séð frá Þjóðbraut eftir að húsið verður risið. Ljósm. akranes.is Svipmynd úr Arnarhólsrétt í Helgafellssveit. ° Ljósm. úr safni Skessuhorns. Dökk mynd af stöðu sauðfjárræktar dregin upp í nýrri skýrslu

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.