Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Síða 26

Skessuhorn - 15.06.2022, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202226 Þinghamar er félagsheimili að Varmalandi í Borgarfirði. Húsið er stórt og var byggt sem stærsta og veglegasta félagsheimili Vestur- lands, samkvæmt grein sem birt- ist í Morgunblaðinu þegar starf- semi í húsinu hófst árið 1983. Félagsheimilið var byggt af hrepp- um Stafholtstungna, Norðurárdals, Þverárhlíðar og Hvítársíðu á sínum tíma en heyrir í dag undir sveitar- félagið Borgarbyggð. Húsið er veg- legt og má þar finna samkvæmis- sal og eldhús, íþróttasal og sund- laug. Það hentar vel undir ýms- ar samkomur og hefur Grunnskóli Borgarfjarðar á Varmalandi nýtt aðstöðuna til sunds og íþrótta frá upphafi. Umsjónarmaður hússins er Guðmundur Finnsson, oftast kallaður Gummi Finns, en húsið hefur verið í umsjón hans allt frá byggingu. Gummi mun nú í sum- ar skila lyklunum eftir fjögurra ára- tuga starf. Er nú auglýst eftir arf- taka hans og þar er í stór fótspor að feta. Guðmundur býr sjálfur á Varmalandi og er þess vegna alltaf tiltækur ef eitthvað bjátar á. Blaða- maður bankaði upp á hjá Guð- mundi í liðinni viku og reyndi að veiða upp úr honum sögu hússins og skemmtilegar frásagnir. Bjó í félagsheimilinu ,,Það var þáverandi húsnefnd sem bauð mér þetta starf. Ég held þetta hafi ekki verið auglýst eða neitt svoleiðis. Þetta voru allavega þeir séra Brynjólfur prestur í Stafholti, Þórður í Munaðarnesi og Skúli í Norðtungu sem réðu mig. Þetta var haustið 1983 í október.“ Húsnæðið var ennþá í byggingu og töluvert eftir af framkvæmdum. ,,Næstu 10-15 árin fóru í að klára húsnæð- ið. Ég var náttúrulega fyrstur þarna og það var voðalega lítið sem var að ske fyrstu sumrin en þetta kom svo smátt og smátt. Fyrstu árin fóru mest í framkvæmdir og tiltekt. Þetta var ekki alveg fullt starf fyrst svo ég vann í grunnskólanum líka. Þar var Ásgeir Rafnsson umsjónar- maður en það var alltaf mikil sam- vinna á milli okkar. Jón Þór Jónas- son í Hjarðarholti var formaður byggingarnefndar alla tíð og ótrú- legt hvað hann lagði á sig að vinna við þetta allt saman, hann var alltaf að. Ég var alltaf mest í samskipt- um við Jón alla tíð.“ Þegar Guð- mundur tók við starfi umsjónar- manns hússins bjó hann svo í íbúð sem er inni í félagsheimilinu, fyr- ir ofan eldhúsið, en þar bjó hann í nokkur ár. Búinn að vera hérna síðan 1963 Húsið sem Guðmundur hefur búið í síðastliðin 30 ár er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Þing- hamri. ,,Stafholtstungnahreppur byggir þetta íbúðarhús um 1991 en þarna á tímabili var svo rosalega mikil húsnæðisekla á Varmalandi. Ég leigi það af þeim og kaupi það síðan um aldamótin.“ Guðmund- ur er alinn upp á Hóli í Norðurár- dal en fer í Barnaskólann á Varma- landi svo hann hefur alla tíð ver- ið á staðnum. ,,Það má segja að ég sé búin að vera hérna síðan 1963,“ segir Gummi og hlær en bætir svo við; ,,nei, það líða þarna 20 ár á milli frá því ég fer úr barnaskól- anum og tek svo við umsjón Þing- hamars. Ég var samt búin að vinna aðeins með Ásgeiri í grunnskólan- um svo ég var alveg vel kunnugur.“ Þegar hann er spurður hvað hann gerði þessi 20 ár frá barnaskólan- um og fram að flutningi hans að Varmalandi kemur í ljós að hann hefur víða komið við. ,,Ég fór 16 ára að bænum Hesti og vann þar við bústörf í fimm ár. Tók líka að mér rúning í frítímum. En ég var nú sennilega lengst af hjá Sigurgeiri Ingimarssyni, trésmið í Borgarnesi. Svo var ég tvö eða þrjú ár að vinna við viðhald og allt mögulegt í Mun- aðarnesi.“ Sundlaugin lengi aðalaðdráttaraflið Staðurinn hefur löngum ver- ið þekktur fyrir hverinn en sund- laug hefur verið á staðnum síðan löngu áður en félagsheimilið var byggt. ,,Þetta byrjaði mikið til með íþróttahópum og þá var mest um sundhópa. Þeir gistu bara á dýnum úti í félagsheimili og elduðu sjálfir. Það gekk allt ágætlega. Það er mjög vinsælt að þurfa ekki að fara út úr húsinu til að komast frá eldhúsinu og gististaðnum í sundlaugina. Ég byrjaði á því að hafa umsjón með sundlauginni og átti að sjá um að hitastigið í henni væri sæmilegt og eitthvað í sambandi við klór og annað. En ég var ekki neitt í bað- vörslu, viðkomandi íþróttakennari sá um það allt. Ungmennafélag- ið leigði sundlaugina svo á sumrin og þá var hún opin almenningi. Í dag er fólk sem vinnur þarna í bað- vörslu á sumrin og ég kem ekkert nálægt sundlauginni. Hún er á veg- um grunnskólans á veturna og svo kemur sumarstarfsfólk.“ Starfsemin hófst með pompi og prakt Fyrsta stóra samkoman var með þeim stærri sem verið hafa í hús- inu. ,,Það hefur ekki mikið ver- ið um opinber böll. Það var eigin- lega sett sú regla að það yrði ekki þarna alveg í byrjun. Ég man eft- ir fyrstu samkomunni í húsinu en það var Landsmót harmon- ikkuleikara sumarið 1984 og það var alveg rosalegur fjöldi fólks sem kom þá. Ég veit ekki hvað þetta hefur verið mikið en þarna komu saman um 400-500 manns. Ég fékk þó nokkuð af fólki með mér til að aðstoða mig en þetta voru tvö kvöld. Það var svolítið sérstakt að degi fyrir samkomuna týndist flugvél svo ég fór með björg- unarsveitinni að leita alla nóttina uppi á Arnarvatnsheiði. Ég kom svo heim þarna klukkan 6-7 um morguninn. Þá hafði Ragnheiður í Hjarðarholti fundið á sér að ég átti eftir að skúra blómasalinn og hún gerði það þarna um kvöldið og ég botna ekkert í því hvernig hún vissi það. Allt var hreint og fínt þegar ég mætti svo ég gat sofið aðeins áður en fjörið byrjaði um hádegi. Ég minnist Ragnheiðar alltaf með hlýhug eftir þetta en hún var að vinna í sundlauginni þegar þetta var.“ Ættarmót, busaferðir og kóraskemmtanir Í dag er Þinghamar vinsæll staður fyrir ættarmót en húsið er stórt og veglegt sem og tjaldsvæðið. ,,Það eru ennþá allskyns samkomur. Ættar- mót, þorrablót, afmæli, brúðkaup, leiksýningar, dansæfingar og björg- unarsveitaæfingar svona sem dæmi. Núna eru ættarmótin svolítið tekin yfir en það eru ættarmót allar helgar í sumar út júlí og það gengur mjög vel en maður þarf eiginlega að vera á svæðinu. Það er oft eitthvað smott- erí sem kemur upp á. Svo komu þarna nokkur ár í röð busaferðir frá MH. Það voru um 8-9 rútur sem komu hingað og þá var ég svolítið hræddur um að allt færi til fjand- ans. Svo skrítið, fyrst þegar þetta kom voru einn eða tveir sem voru ekki að haga sér en þeir voru þá bara sendir heim alveg um leið. Þannig að þetta gekk alveg svakalega vel. Það náttúrulega svaf ekki nokkur maður því þetta var svo margt fólk. Þetta féll svo bara niður núna með Covid. Háskólakórinn er svo búinn að koma hingað á hverju ári, bæði á sumrin og á veturna, og æfa. Þau syngja ekki mikið í sumarferðun- um en þetta er meiri skemmtiferð. Kór Menntaskólans í Hamrahlíð hefur líka komið nokkrum sinnum. Svo hafa verið mjög stórar samkom- ur þegar Karlakórinn Söngbræður býður upp á hrossakjöt og svið, þá er alveg pakkfullt. Engin alvarleg slys Gummi segist ekki muna eft- ir neinum slysum, óhöppum eða að einhver fögnuður hafi farið úr böndunum. ,,Það hefur aldrei verið vesen eða leiðindi, ég er þá a.m.k. búinn að gleyma því. En það hef- ur aldrei orðið neitt alvarlegt slys. Steini í Kvíum fótbrotnaði tvisvar hérna held ég en það er kannski ekki hægt að segja það fréttnæmt,“ seg- ir hann hlæjandi. ,,Í sundlauginni hefur ekki heldur verið neitt alvar- legt. Nema kannski þegar það rann alltaf svo heitt inn í hana, alveg 80 gráður held ég. Það var auðvit- að ekkert gert í því fyrr en einhver brenndi sig. Sem betur fer brenndi viðkomandi sig ekki illa en hann varð vitlaus og kærði út og suður. Þá var sundlauginni auðvitað bara lokað og settur í hana búnaður svo ekki myndi renna heitar í hana en 38 gráðu heitt vatn. Ég er nú alveg hissa hvað þetta var lengi svona, ef maður fór með hendina fyrir varð maður alveg helrauður. En þeir sem voru í skólanum þekktu þetta og kipptu sér ekki upp við það, það var ekki fyrr en það kom einhver að sumri sem þekkti ekki til.“ Gummi segir eina galla Þinghamars vera að í húsið vanti hjólastólaaðgengi en Gummi Finns kveður Þinghamar eftir 40 ára starf Hefur sinnt starfi húsvarðar frá upphafi starfsemi í húsinu Guðmundur Finnsson fyrir framan Þinghamar. Sjoppusala á Árshátíð Grunnskólans á Varmalandi 1993. Ljósm. frá Safnahúsi Borgarfjarðar. Þessum birkitrjám plantaði Vigdís Finnbogadóttir við Þinghamar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.