Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Side 33

Skessuhorn - 15.06.2022, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 33 Bílás, Smiðjuvöllum 17, 301 Akranes www.bilas.isbilas@bilas.is 431 2622 Við tökum vel á móti þér... Mikið úrval af nýjum og notuðum bílum Það kostar ekkert að skrá bílinn hjá okkur Bjóðum gott pláss á bílaplani Bíláss fyrir sölubíla Við erum umboðsmenn fyrir bílaumboðin Öskju og Heklu Mikil sala og gott kaffi Við erum með bílinn fyrir þig! Grundarfjarðarbær Auglýsing Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals í Grundarfjarðarbæ Þann 3. maí s.l., samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í aðalskipulagi sveitarfélagsins er lögð áhersla á að byggja í eyður í byggðinni til að nýta grunnkerfi sem best og skapa heildstæðari byggð með góðu aðgengi að þjónustu. Tillagan felur í sér fjölgun íbúða við Ölkelduveg og Hrannarstíg og er gert ráð fyrir 12-13 nýjum lóðum fyrir einbýlishús og raðhús, þar af 7 lóðum fyrir 60+ í samstarfi við Dvalarheimilið Fellaskjól. Einnig eru settir fram skipulagsskilmálar fyrir núverandi lóðir við Fellasneið 5 og 7. Tillagan verður til sýnis frá 15. júní til 29. júlí, 2022 á vef sveitarfélagsins www.grundarfjordur.is, í Ráðhúsinu og Sögumiðstöðinni á opnunartímum. Kynningarfundur verður þriðjudaginn 21. júní kl. 17-18 í Sögumiðstöðinni Grundarfirði. Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna og senda skriflegar athugasemdir til skipulagsfulltrúa að Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði (merkt DSK Ölkeldudals) eða á netfangið: skipulag@grundarfjordur.is fyrir 30. júlí, 2022. Þau sem ekki gera athugasemdir innan ofangreinds frests teljast samþykkir henni. Grundarfirði, 10. júní, 2022. Kristín Þorleifsdóttir Skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar SK ES SU H O R N 2 01 8 AUGLÝSING um deiliskipulag í Eyja- og Miklaholtshreppi S K E S S U H O R N 2 02 2 Stórikrókur - íbúðarbyggð Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps samþykkti á fundi sínum 3. desember, 2020 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Stórakróks í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún auglýst 19. desember, 2020. Vegna formgalla er hún nú auglýst að nýju. Helstu breytingar eru að öll húsin verða heilsárshús, leyfðar verða manir og hleðslur til skjólmyndunar og byggingarreitur nr. 6 er stækkaður. Auk þess eru breytingar gerðar á byggingarskilmálum er varða heildargrunnflöt bygginga, nýtingarhlutfall, gróðurhús og sólpalla, byggingarefni, þakhalla, mænisstefnu, hæð o.fl. Tillagan verður til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjaogmikla.is og í félagsheimilinu Breiðabliki. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 29. júní, 2022 og skulu þær sendar á netfangið skipulag.eyjaogmikla@gmail.com. Breiðablik, 10. júní, 2022. Kristín Þorleifsdóttir, Skipulagsfulltrúi Laugardaginn 2. júlí verður sýn- ingin Nr. 4 Umhverfing opn- uð, fjölmennasta og víðfeðmasta úti- og inni myndlistarsýning sem haldin hefur verið hér á landi. Sýn- ingarstaðir verða í Dölum, á Vest- fjörðum og Ströndum og 125 lista- menn tengdir viðkomandi svæði sýna. Markmiðið er að kynna menningu og náttúru með mynd- list á hefðbundnum og óhefðbund- um sýningastöðum. Staðir og tengsl Unnið er í samstarfi við nærsamfé- lagið á hverjum stað og sýnd verða verk eftir myndlistarmenn með tengsl þangað. Það er Akadem- ía skynjunarinnar sem stend- ur að verk efninu og þetta verður fjórða sýningin í sýningarröð þess. Forsvarsmenn eru Anna Eyjólfs, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir. Þær eru jafn- framt verkefnastjórar nú ásamt Jóni Sigurpálssyni, myndlistarmanni á Ísafirði. Á heimasíðu Akademíunn- ar kemur fram að verkefnið opin- beri verðmæti fólgin í listamönnun- um sem eiga rætur að rekja til við- komandi svæða eða hafa þar búsetu í dag. Fram kemur einnig að það hafi verið áhugaverð uppgötvun að mikill fjöldi þekktustu myndlistar- manna landsins eigi ættir sínar að rekja til Vestfjarða, Stranda og Dala. Verkefnið Árið 2017 varð fyrsta verkefnið í sýningarröðinni að veruleika, Nr. 1 Umhverfing á Sauðár- króki. Heiti hennar vísaði til þess að fleiri sýningar yrðu sett- ar upp með sama sniði síðar. Nr. 2 Umhverfing var svo sett upp 2018 á Austfjörðum og árið 2019 varð Snæfellsnes fyrir valinu. Þar sýndi 71 listamaður. Í millitíð- inni skall á heimsfaraldur, en nú kemur sýningin tvíefld aftur fram á sjónarsviðið. Margir af þekkt- ustu myndlistarmönnum Íslands munu taka þátt í sýningunni í ár. Verkin verða mest í þéttbýlis- kjörnunum en einnig víðs vegar úti í náttúrunni. Þau eru ákvörðuð með GPS punktum og merking- um þar sem því verður við komið. Leiðarkort og bók verða gefin út og hvort tveggja verða aðgengi- legt á allra helstu viðkomustöð- um ferðalanga. Nánari upplýs- ingar um verkefnið má sjá á vef- síðu þess, www.academyofthes- enses.is gj Meðal sýningarstaða er Ólafsdalur við sunnanverðan Gilsfjörð. Þar verða sýnd verk eftir afkomendur Torfa Bjarnasonar og Guðlaugar Zakaríasdóttur, skóla- stjórahjóna fyrsta íslenska búnaðarskólans. Ljósmynd: Skessuhorn. Listin og tengslin við landið - Nr. 4 Umhverfing Að þessu sinni er sýningarsvæðið Vestfirðir, Strandir og Dalir Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir listaverk á fjórum stöðum í landi Höskuldsstaða í Laxárdal. Verkin eru unnin á árunum 2021 og 2022. Heiti þessa verks er Hlið inn í hugmynd um höll, þar sem eru hæðir og hólar, plexígler, olíulitir, krossviður og ryðgað járn. Ljósm. Rakel Halldórsdóttir.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.