Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 6
6 – Sjómannablaðið Víkingur
stjóra á Blika EA-12, um 150 lesta bát
sem var gerður út á hefðbundnar veiðar,
þar með talin rækja. Á árinu 1988 er nýr
Bliki smíðaður fyrir útgerðina í Svíþjóð,
um 300 lesta skip sem gert var út til
veiða m.a. í smugunni og á Flæmska
hattinum auk heimamiða. Þetta skip var
mun betur búið en fyrri skipin enda
verulega mikið stærra og um borð í því
var meðal annars fullkomin rækjuvinnsla
ásamt frystingu og búnaður til að heil-
frysta bolfisk. Útgerð þessa skips gekk
vel, Okkur gekk vel að fiska enda úrvals-
áhöfn á bátnum.
Á þessum árum var í tísku að sameina
fyrirtæki til þess að ná fram meiri hag-
kvæmni í rekstrinum, að því sagt var.
Blikaútgerðin sameinaðist í G.Ben. á Ár-
skógssandi og úr varð BGB. Á svipuðum
tíma varð útgerðarfélagið Snæfell til sem
var í grunninn fiskvinnsludeild KEA sem
var með útgerð og fiskvinnslu í Hrísey og
frystihús á Dalvík og átti og rak Útgerð-
arfélag Dalvíkinga sem gerði út togarana
Björgvin og Björgúlf. Fleiri útgerðir sam-
einuðust Snæfelli, svo sem Gunnarstind-
ur á Stöðvarfirði sem rak þar frystihús og
gerði út togarann Kambaröst SU-200. Að
lokum sameinuðust svo BGB og Snæfell.
Það fyrirtæki rann síðan inn í Samherja.
Mitt í þessum sameiningum var keypt-
ur um 400 lesta rækjutogari frá Græn-
landi sem fékk Blika nafnið sem ég tók
við skipstjórn á. Allt fram á árið 2001 er
ég skipstjóri á Blika og var þá búinn að
vera skipstjóri á þremur skipum sem
báru Blikanafnið í um 15 ár. Á því ári
verð ég skipstjóri á Kambaröst SU-200
sem útgerðarfélagið Snæfell hafði á sínum
tíma keypt frá Stöðvarfirði en var nú
orðið eitt af skipum Samherja og ég um
leið skipstjóri hjá þeirri útgerð sem ég
hef verið hjá síðan. Þannig gerðist það í
raun að ég fór að starfa hjá Samherja en í
hvaða tímaröð þessar útgerðir sameinuð-
ust nákvæmlega, man ég ekki, enda
skiptir það ekki sköpum í þessu sam-
bandi
„Ertu alveg snarvitlaus“
Fram til ársins 2005 var ég skipstjóri á
fleiri en einum af ísfisktogurum Sam-
herja, meðal annarra Margréti og Kamba-
röst sem áður var nefnd. Á árinu 2005
verða nokkur þáttaskil í mínu lífi en þá
ræðst ég til DFFU í Þýskalandi, útgerðar
sem er í eigu Samherja og tek við skip-
stjórn á Baldvin NC-100 sem áður var
Baldvin Þorsteinsson EA sem er fyrsta
skipið sem smíðað var fyrir Samherja.
Fyrsti túrinn minn sem skipstjóri á
Baldvin NC-100, sem þá var kominn
undir þýskan fána var nokkuð sögulegur.
Skráður skipstjóri í þessum túr var
þýskur vegna þess að í upphafi viður-
kenndu ekki þýskt yfirvöld réttindin mín.
Í upphafi túrsins sem var á Grænland
minntist ég á það við þann þýska að ég
gæti ekki betur séð en að togvírarnir
væru orðnir nokkuð lúnir og að þá þyrfti
að endurnýja. Hann hélt nú síður, sagðist
vera búinn að mæla slitið sem væri þetta
í % en samkvæmt upplýsingum frá fram-
leiðanda víranna mætti það fara í eitthvað
sem var ögn meira en ekki mjög mikið.
Mín skoðun á þessu máli var engu að
síður óbreytt. Svona voru Þjóðverjarnir,
það voru engar ákvarðanir teknar nema
fara fyrst í viðkomandi handbók, sem er
gott að mörgu leyti en hefur þann galla
að sá sem ákvarðanirnar á að taka hættir
að leggja eigið mat á viðkomandi álita-
efni.
Nú við hefjum veiðar á svokölluðum
Fylkisbanka við Grænland á ríflega 1250
metra dýpi. Undir lok túrsins eftir til þess
að gera stutt tog, slitna báðir togvírarnir.
Þá var ekki um annað að ræða en reyna
að slæða trollið upp. Þegar sá þýski sá
það sagði hann við mig: – Ertu alveg
snarvitlaus, þetta er alveg útilokað þú
nærð trollinu aldrei upp með þessum að-
ferðum.
Ég hélt nú síður og sagði honum að
það þekktist ekki á meðal íslenskra skip-
stjóra að skilja eftir veiðarfæri í botninum
og ég ætlaði ekki að breyta út af þeirri
reglu.
Í þessu var fyrsta brekkan sú að nú
vantaði okkur nógu langan vír til þess að
festa slæðuna við en eftir að búið var að
splæsa saman það sem eftir var á troml-
unum og bæta einhverjum endum við var
kominn nógu langur vír í slæðuna svo
við gætum byrjað. Svo heppilega tókst til
í þetta sinnið að ég náði að festa í troll-
inu í fyrstu tilraun, enda með staðsetn-
ingu þess alveg á hreinu í GPS tækinu.
Ég ætla ekki að segja þér upplitið á þeim
þýska þegar trollið kom upp í rennuna.
Hann gapti af undrun og sagði: – Þú
hlýtur að vera göldróttur.
Þýskir skipstjórar þess tíma reyndu
þetta aldrei, slógu bara undir nýju.
„Kallinn var pínu utan við sig“
Þegar ég var með Baldvin var veiði-
mynstrið þannig að fyrstu túrana á nýju
ári og fram á vorið var veitt við Noreg,
þorskur og ufsi, í framhaldinu tóku
Grænlandsmið við en þar veiddum við
grálúðu og þorsk. Á haustin voru það
miðin við Svalbarða en þar veiddum við
þorsk.
Á meðan ég var á Baldvin kom það
fyrir nokkrum sinnum að við tókum ís-
fiskúthöld inn á milli. Fyrst var það að
mig minnir á árinu 2009 að við fórum á
ísfisk en það var vegna þess að verðið á
flökunum var mjög lágt. Þegar við vorum
á ísfiskveiðum lönduðum við yfirleitt ým-
ist í Noregi eða á Íslandi. Ísfiskveiðarnar
voru ágætis tilbreyting frá hefðbundnu
veiðunum, túrarnir styttri og nýjar
löndunarhafnir.
Í Noregi lönduðum við stundum í
smábæ skammt frá Hammerfest í Noregi.
Þar máttum við bara landa ákveðnu
magni hverju sinni sem bundið var við
þann fjölda kerja sem fór um borð að
löndun lokinni. Karlinn sem rak frysti-
húsið var svona pínu utan við sig og tók
aldrei eftir því að við stálumst til þess
margoft að ná í fleiri ker upp í frystihúsið
eftir að vinnu var hætt þar á daginn og
komum því með meiri afla en ætlast var
til en það gerðum við vegna þess að
okkar hagur fólst í sem mestum afla.
„Íslenska vélstjóranámið
er mjög gott“
Í desember 2017 tökum við, við nýju
skipi í eigu DFFU sem er dótturfélag
Samherja, eins og áður hefur komið fram.
Úr vélarúminu, sem er að verða allt skipið, ekki bara þar sem aðalvélin er.