Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 10
Í upphafi vorum við 34 um borð en
erum núna oftast um 30. Yfirmenn í brú,
vél og vinnslu eru íslenskir en undir-
mennirnir oftast þýskir og /eða portú-
galskir. Samskiptin við áhöfnina ganga
mjög vel, við erum eins og ein fjölskylda,
hjálpumst að eins og kostur er við störf-
in. Mér er sagt að áður fyrr hafi verið
mikil verkaskipting um borð í þýskum
togurum. Til dæmis hafi undirmennirnir
skipst í dekkmenn og þá sem sinntu
vinnslunni, sem er víst löngu liðið í dag.
Minnist þess að meðan ég var skipstjóri á
Baldvini og þýski skipstjórinn var um
borð þá þurfti ég að fá rafsoðinn keng
eða eitthvað þessháttar á þilfarinu og bað
einn vélstjóranna, sem ég vissi að var
góður suðumaður, að gera þetta fyrir
mig. Þegar sá þýski komst að þessu fann
hann að því við mig og sagði: – Allt sem
varðar vélbúnaðinn á að fara í gegnum
yfirvélstjórann, síðan er það hans að
ákveða hverjum hann felur verkið.
Hjá Þjóðverjunum voru boðleiðirnar
mjög skýrar það sem tilheyrði vélbúnað-
inum var yfirvélstjórans.
Veiðimynstrið hjá okkur á Berlin er
nánast það sama og áður var lýst hvað
varðar Baldvin NC 100.
„Bylting síðan ég byrjaði
til sjós“
Siggi er búinn að vera skipstjóri í um það
bil 35 ár og ég spurði hann um hverjar
séu nú helstu breytingarnar á sjómennsk-
unni á þessu tímabili.
– Það eru náttúrulega fyrst og fremst
skipin sem hafa bæði stækkað og eru bet-
ur búin en þegar ég byrjaði til sjós. Það
hefur í för með sér að aðbúnaðurinn hef-
ur alveg gjörbreyst. Um borð í til dæmis
Berlin eru 3 setustofur fyrir áhöfnina þar
sem hún getur stundað sín áhugamál í
smærri hópum og í Berlin er alveg sér-
stakur reyksalur sem er utangengt í þar
sem þeir sem reykja geta verið saman,
spilað eða horft á sjónvarp eða hvað ann-
að sem þá langar til að aðhafast, sem er
svipað fyrirkomulag og um borð í Bald-
vini.
Nú síðan eru það náttúrlega öll nýja
tækin sem haldið hafa innreið sína um
borð. Í brúnni eru ný tæki, bæði til
fiskileitar og staðsetninga að ógleymdum
nýjum tækjum til fjarskipta en forsenda
þeirra er internetið eins og svo margs
annars. Ekki má gleyma aukinni dráttar-
getu skipanna því nú eru alltaf tvö troll
úti í einu.
Í einu orði sagt, hrein bylting frá því
sem var þegar ég var að byrja til sjós. Er
ansi hræddur um að ef ég ætti að reyna
að fiska með þeim búnaði sem var um
borð þá yrði nú eftirtekjan ekki mikil.
Allt hefur gjörbreyst á þessum 35 árum
sem ég hef stundað skipstjórn.
Síðan er það eftirlitið með veiðunum
sem hefur margfaldast. Við þurfum til
dæmis að senda aflaskýrslur á hverju
kvöldi til viðkomandi yfirvalda í Þýska-
landi sem sendir þær áfram til Noregs.
Ef þeir klikka á að áframsenda þær þá er
ábyrgðin ekki þeirra heldur okkar, sem er
mjög sérstakt.
Sömuleiðis eru alltaf annað slagið að
koma um borð til okkar eftirlitsaðilar frá
norsku strandgæslunni, þegar við erum á
eftirlitssvæði hennar, en þeirrar dönsku
þegar við erum við Grænland. Þessir aðil-
ar kanna og sanna nánast allt sem lýtur
að veiðunum eins og til dæmisæmisdæm-
isem oftar var veiðarfæri afla og stað-
setningar. Öll þeirra vinna er mjög fagleg
og samstarfið við þá hefur verið mög
gott. Allt þetta er viðbót við það sem var Trillan mín, hún Ósk EA-17.
Tvö barnabarna minna á sjóstöng með afa gamla. Einbeitnin í svipnum leynir sér ekki.
Ungur á netum á Þórði Jónassyni EA, Kolbeinsey í
baksýn.
10 – Sjómannablaðið Víkingur