Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 62
á atvikinu og lýst því yfir að ef ekki er hægt að koma lifandi gripum á milli landa af öryggi eigi að setja bann á slíka flutninga. Queen Hind var á leið frá Rúmeníu til Jeddah í Saudi Arabíu þegar skipið fór að fá slagsíðu sem leiddi til þess að skipið sökk að hluta en Rúmenar eru meðal stærstu útflytjenda á lifandi gripum inn- an Evrópubandalagsins. Um 100 gripa- flutningaskip lesta árlega í Midia sem andstæðingar þessa flutninga kalla „dauðaskipin“. Stóru númerin tala Helstu vörumerkjaframleiðendur heims hafa í auknum mæli beint sjónum sínum að því hvernig flutningakeðja þeirra starfar. Hvort það sé vegna kröfunnar um grænni orku eða skráningu hluta- bréfa fyrirtækjanna þá vilja sendendur sjá breytingar. Þessu hefur skipaútgerðin tekið eftir. Nike er eitt þeirra stóru merkja sem hafa tekið höndum saman um verndun hafsins og hafa stjórnendur þess hleypt af stað herferð gegn heim- skautasiglingum í samstarfi við Ocean Conservancy. Hafa þeir boðið fyrirtækj- um að sameinast í þessari herferð og skuldbinda sig til að flytja ekki viljandi vörur í gegnum þessi viðkvæmu vist- kerfi. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir þessa skilmála eru Bestseller, Bestseller, Columbia, Gap, H&M, Kering, Li & Fung, PVH, og útgerðirnar CMA CGM, Evergreen, Hapag-Lloyd og Mediterrane- an Shipping Company (MSC). Benda þeir á að hættur vegna siglingar yfir heimskautasvæði vega þungt og að ekki sé hægt að horfa fram hjá áhrifum losun- ar gróðurhúsalofttegunda frá skipum á heimshöfunum. Skipakóngur fallinn Tilkynnt var þann 28. febrúar sl. að norski útgerðarmaðurinn Wilhelm Wil- helmsen hefði látist 82 ára að aldri. Wil- helmsen útgerðin er ein af þeim síðustu sem eru undir stjórn fjölskyldu en óveð- ursský voru farin að dragast upp á him- ininn vegna valdabaráttu ættingjanna sem vildu hafa meiri áhrif á eigin auðæfi. Valdabaráttuna má rekja til tveggja systra Wilhelm, dætra þeirra fimm auk dóttur látins bróður þeirra sem beindu spjótum sínum gegn Wilhelm og einkasyni hans Thomas en þau frændsystkynin eru af fimmtu kynslóð útgerðarættarinnar. Kvenleggur ættarinnar, að undanskyldri ekkju Wilhelms og tveimur dætrum þeirra, hafa gert þá kröfu að komið verði á nýju stjórnunarskipulagi til að konurn- ar geti haft meiri áhrif á eigin hagsmuni í fjölskyldufyrirtækinu. Sonurinn Thomas, sem hefur verið við stjórnartaumana við hlið föður síns, hefur svarað kröfum frænka sinna á þann hátt að fyrirtækjasamsteypan hefur gefið vel af sér til eiganda og gerir enn. Að öðru leyti hefur hann ekkert frekar um málið að segja. Eftir að fréttir af láti Wilhelms bárust gaf ein frænkan út yfir- lýsingu um að viðskiptadeilur innan fjöl- skyldunnar skiptu engu máli á stundum sem þessum og lýsti yfir að hún bæri umhyggju fyrir hans nánustu fjölskyldu. Vottaði hún fjölskyldunni samúð sína. Fram hefur komið í fjölmiðlum í Noregi að Wilhelm hafi tekið eigið líf og hafa þær fréttir ekki verið bornar til baka. Villtu um fyrir yfirvöldum Panamíska stórflutningaskipið Harmony Six var kyrrsett af filippínsku strandgæsl- unni í lok febrúar sökum fölsunar á leiðarbók skipsins. Skipstjórnarmenn þess áttu við AIS upplýsingar ásamt að breyta skýrslum til að koma í veg fyrir að skipið yrði sett í 14 daga sóttkví þar sem það var að koma frá kínverskri höfn. Skipið hafði farið úr höfn í Chang- zhou, sem er á hafnarsvæði Shanghai, til Poro Point í Luzon 18. febrúar og kom á áfangastað 23. sama mánaðar. Við kom- una þangað gaf skipstjóri upp að skipið hefði farið frá Kína 10. febrúar en ekki átta dögum síðar eins og raunin var. Áhöfnin sætir nú rannsókn yfirvalda. Ofuröldur Útgerðir og áhafnir skipa þurfa að taka mið af nýrri rannsókn sem hefur sýnt fram á að aukning sé á alvarlega hættu- legum öldum. Það eru samtök yfirmanna, Nautilius, sem hefur gefið út þessa við- vörun í kjölfar rannsókna vísindamanna við háskólann í Southampton og Nation- al Oceanography Centre en þeir hafa komist að því að sjaldnar verði vart við ofuröldur en þær sem koma verða sífellt kröftugri. Í þessari fyrstu rannsókn sinn- ar tegundar hafa verkfræðingar og haf- fræðingar rannsakað langtímagögn frá 15 ölduduflum sem hafa verið með fram vesturströnd Bandaríkjanna til þess að meta þróun í ölduhæð og tíðni ofur bylgja á yfir 20 ára tímabili. Öldur eru flokkaðar sem ofuröldur þegar hæð þeirra er orðin tvisvar sinnum hærri en ölduhæðin umhverfis þær. Frá öldudal og að öldutoppi hafa fyrri rannsóknir sýnt hæð þeirra yfir 30 metra og hefur komið í ljós að ölduhæð hefur aukist undanfarna þrjá áratugi á heimsvísu. Skýrslan, sem var birt í ritinu Scient- ific Reports, vekur athygli á að ofuröldur ógni öryggi sjómanna og siglinga og að slíkar öldur hafa grandað fjölda sjó- manna og skipum. Baujurnar 15 voru á svæðinu frá Seattle í norðri og til San Diego í suðri og spanna mælingarnar frá 1994 til 2016. Í rannsóknunum kom í ljós að ofuröldur höfðu hækkað um 1% á milli ára. Ferðir felldar niður Kórónavírusinn hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni og nú hefur hann num- ið land hér hjá okkur. Mikilla áhrifa er ekki farið að gæta hér hjá okkur en það sama er ekki að segja um aðra heims- hluta þegar kemur að siglingum. Aldrei í sögu siglinga hafa vöruflytjendur séð annan eins samdrátt í flutningaplássi á siglingaleiðum frá Evrópu og til Asíu. Skipafélög hafa dregið úr siglingum skipa sinna eða látið þau sigla hjá höfn- um þar sem Kórónavírusinn hefur tekið sér bólfestu þar sem þau annars hefðu lagst að. Skipafélagið CMA CGM hefur fellt niður 23 ferðir á þessari skipaleið fram til 2. júní nk. auk þriggja annarra ferða í janúarmánuði. Þessar niðurfell- ingar má einnig rekja til minnkandi farmflutninga í kjölfar veirunnar. Þessi niðurfelling ferða hefur ekki einungis áhrif á siglingar til Asíu, þetta hefur einnig áhrif á flutningapláss til allra svæða sem skip útgerðarinnar sigla til. Vegna breytinganna er farið að rukka neyðarfarmgjöld til þeirra sem ekki áttu pantað pláss en fyrir 20 feta gám er gjaldið 50 € og helmingi meira fyrir 40 feta gám. Er gjaldið sett á alla farma frá Norður Evrópu, Bretlandi og Skandinav- íu til allra hafna í Miðjarðarhafi og Norð- ur Afríku. Á sama tíma og CMA CGM fella nið- ur ferðir hrannast upp frystigámar í höfninni í Shanghai samkvæmt upplýs- ingum frá Mærsk skipafélaginu. Sama ástand hefur einnig skapast í nágranna- höfninni Ningbo. Verulegur skortur er orðin á rafmagnstengingum fyrir alla þá frystigáma sem eru að hrannast upp og er farið að setja 1.000 $ aukagjald á gáma en jafnframt eru farmflytjendur hvattir til að senda frysti- og kæli- gáma til annarra hafna en Shanghai og Ningbo. 62 – Sjómannablaðið Víkingur Utan úr heimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.