Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 45
NK-75. Hlutafélagið Helgafell í Reykjavík
(Skúli Thorarensen) keypti skipið 29.
júlí 1939 og nefndi Helgafell RE-280.
Hlutafélagið Hrímfaxi í Reykjavík og
Hlutafélagið Sviði í Hafnarfirði keyptu
skipið 15. júní 1945 og nefndu Skinn-
faxa GK-3. Selt til Færeyja í ágúst 1947,
þar nefnt Miðafell FD 69. Seldur í brota-
járn til Antwerpen, Belgíu og rifinn þar í
október árið 1951.
– 60 –
Sextugasti togarinn í eigu Íslendinga,
Karlsefni RE-24, skráður hér á landi
21. febrúar 1925, smíðaður hjá Ferguson
Shipbuilders Ltd., Glasgow Skotlandi
árið 1918, fyrir breska flotann og nefnd-
ur John Dutton LO 514. Lengd 41,97 m.,
breidd 7,01 m., dýpt 3,78 m., brl. 323.
Knúinn 600 hö. gufuvél.
Í desember 1924, keypti Geir & Th.
Thorsteinsson í Reykjavík skipið og
nefndi, Karlsefni RE-24. Skipstjóri, Guð-
mundur Sveinsson. Skráður eigandi 1.
september 1941, hlutafélagið Karlsefni
Reykjavík. Selt P/F Garðari í Vogi í Fær-
eyjum 1946, nefnt Beinisvar TG 785.
Seldur í brotajárn til Odense í Danmörku
og rifinn í desember árið 1956.
– 61 –
Sextugasti- og fyrsti togarinn í eigu Ís-
lendinga, Clementína ÍS 450, skráður
hér á landi 31. mars 1925, smíðaður í
Middlesborough á Englandi árið 1913.
Lengd 48,16 m., breidd 7,68 m., dýpt
4,40 m., 416,27 brl. Knúinn 700 hö.
gufuvél.
Proppé bræður á Þingeyri kaupa tog-
arann frá Frakklandi árið 1925 og nefna
Clementínu ÍS-450. Undir frönskum fána
bar skipið nafnið, La Roseta og Notre
Dam de la Mere. Árinu 1926 fær skipið
nafnið Barðinn, en heldur skráningar-
stöfunum, ÍS-450. Í október 1927, kaup-
ir h/f Heimir, Reykjavík skipið sem held-
ur nafninu en fær skráningarstafina
RE-274. Strandaði á skerinu Þjóti út af
Akranesi, 21. ágúst 1931. Áhöfnin, 10
menn bjargaðist á land en skipið eyði-
lagðist á strandstað.
– 62 –
Sextugasti- og annar togarinn í eigu Ís-
lendinga, Hafsteinn ÍS-449, skráður hér
á landi 31. mars 1925, smíðaður hjá
Cochrane & Sons Ltd., Selby Englandi
1919, fyrir breska flotann, nefndur
Michael Mcdonald. Lengd 42,08 m.,
breidd 7,22 m., dýpt 3,86 m., 313 brl.,
knúinn 600 hö. gufuvél.
Hudson Brothers Ltd. í Hull, kaupir
skipið á sama ári og nefnir Kanuck H
123. Á árinu 1925 kaupir h/f Græðir á
Flateyri skipið og nefnir Hafstein ÍS-449.
Ver GK-3 .
Karlsefni RE-24.
Clementína ÍS-450.
Karlsefni RE-24 við Höepfnersbryggju á Akureyri á 4. áratugnum.
Sjómannablaðið Víkingur – 45