Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 61
Sjómannablaðið Víkingur – 61
innar IMO. Deilt er um hvort nægjanlega
séu rannsökuð áhrif þess að skip sem
búin eru opnum útblástunarbúnaði sem
dælir soranum út í sjó í stað þess að
dæla mengandi efnum út í andrúmsloftið
muni hafa áhrif á lífríki sjávar. Á síðustu
12 mánuðum hafa æ fleiri ríki bannað
notkun á opnum útblástunarbúnaði af
ótta við að sorinn bindist lífkeðju sjávar
og skemmi þar með þá matarkistu sem
við eigum þar.
Ólöglegar skipasmíðar
Komið er upp nýtt vandamál varðandi
niðurrifsstöðvar í Chittagong í Bangla-
desh. Þar hefur vandamálið verið að
skipum sem þangað koma er siglt á land
og þar eru síðan verkamenn sem búa við
slæm skilyrði sem vinna við að rífa skip-
in. Evrópusambandið hefur bannað að
skip frá sambandsríkjum séu rifin í slík-
um niðurrifsstöðvum. Þarlend yfirvöld
hafa gefið þessum iðnaði aukna athygli
og nýlega fóru fulltrúar frá umhverfis-
ráðuneyti landsins í skoðunarferðir til
nokkurra niðurrifsaðila. Í þessum
skoðunarferðum kom í ljós að fjöldi
stöðva sem aðeins hafa leyfi til niðurrifs
skipa voru farnar að byggja siglandi
pramma án leyfis í þeim tilgangi að
koma í veg fyrir skattgreiðslur. Pramm-
arnir sem þessar niðurrifsstöðvar hafa
verið að smíða í leyfisleysi eru flatbotna
og ætlaðir til stórflutninga á fljótum og
skipaskurðum. Eru prammarnir smíðaðir
úr stálinu frá skipum sem verið er að rífa
en slíkt er óleyfilegt. Á einum staðnum
sáu þeir pramma í smíðum en niðurrifs-
stöðin hafði misst leyfi sitt 8 árum áður.
Á síðasta ári var fjöldi niðurrifsstöðva
sektaður fyrir að hafa smíðað pramma.
Þá hafa yfirvöld lýst því yfir að þau muni
ekki líða að niðurrifsstöðvar smíði
pramma í leyfisleysi. Það verði stöðvað.
Eldur í hafi
Þann 3. janúar 2019 kom upp eldur í
gámi um borð í gámaskipinu Yantian Ex-
press þegar skipið var í um 800 sjómílna
fjarlægð frá Halifax. Bruninn í þessu
7500 TEU’s gámaskipi var rannsakaður
af þýskum yfirvöldum og eru upptök
hans ljós. Skipið hafði lestað gáminn,
sem eldurinn kom upp í, í Víetnam en á
farmbréfi var sagt að innihaldið væru
trékubbar úr kókos en raunin var allt
önnur. Gámurinn var nefnilega lestaður
uppkveikikolakubbum sem reyndar voru
einnig úr kókos en prófanir sýndu að
sjálfsíkveikja getur átt sér stað við hita-
stig sem er aðeins undir 50°c.
Eins og áður sagði var skipið fjarri
landi þegar eldurinn kom upp en það
var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar
að fyrsta aðstoð barst þegar tveir dráttar-
bátar náðu til skipsins. Það tók nokkrar
vikur að ná tökum á eldinum og þegar
hann hafði verið slökktur höfðu 662
gámar skemmst en þar af voru 320 gjör-
samlega ónýtir. Engan skipverja sakaði í
þessum bruna.
Ósáttir með öryggi skipa
Útgerðir gripaflutningaskipa eru enn á
ný komnar í sviðsljósið og þrýstingur á
aukna öryggisstaðla í þessum flutningum
komu í kjölfar þess að gripaflutningaskip
með farm upp á 14.600 rollur sökk að
hluta í höfninni Midia í Rúmeníu í nóv-
ember síðastliðnum Gríðarmiklar björg-
unaraðgerðir hófust þegar eftir að skipið
lenti í vandræðum þar sem að komu
landher, lögregla, slökkvilið, þjálfaðir
kafarar og rúmenska strandgæslan en
einungis tókst að bjarga um 254 rollum
úr sökkvandi skipinu Queen Hind. Að
vísu drápust 74 þeirra vegna áverka sem
þær hlutu við björgunarstörfin.
Áhöfn skipsins, 22 karlar að tölu,
bjargaðist en hún var öll frá Sýrlandi en
skipið var skráð í Palau. Samtök búfjár-
ræktar og útflutnings í Rúmeníu, ACE-
BOP, hafa krafist tafarlausrar rannsóknar
Eldur í gámum um borð í Yantian Express. Ljósmynd: Hapag-Lloyd / BSU