Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 76

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 76
76 – Sjómannablaðið Víkingur ins og andstæðingarnir sökuðu hann um að beita Landsbankanum og stöðu sinni sem bankastjóri í stjórnmálabaráttunni. Þeir sögðu að hann léti flytja kjósendur á kjörstað á kostnað bankans og sæti svo við hlið kjörstjóra með „skuldaskrá” bankans fyrir framan sig en á þessum tíma voru kosningar opinberar og menn greiddu atkvæði í heyranda hljóði. Bend- ir sitthvað til þess að sumar þessara ásakana hafi haft við nokkur rök að styðjast. Fór með lykilinn að bankanum Tryggvi átti öðrum mönnum meiri þátt í því að systursonur hans, Hannes Haf- stein, var valinn fyrsti ráðherra Íslands. Gamansaga sem sögð er í því sambandi og mun vera sönn sýnir kannski betur en flest annað hve mikil völd og áhrif Tryggva voru um þetta leyti. Hannes var sýslumaður á Ísafirði. Hann var kvaddur til Danmerkur seint á árinu 1903 og þar var honum afhent skipunarbréf sem ráðherra Íslands og skyldi taka við embætti 1. febrúar 1904. Mikill fögnuður varð meðal stuðnings- manna Hannesar þegar hann kom heim með bréfið og héldu þeir honum veislu í Reykjavík. Þar var Tryggvi í fararbroddi og var vel veitt. Þegar að því kom að Hannes þurfti að stíga á skipsfjöl og halda vestur á Ísafjörð ákváðu nokkrir samkvæmisgesta að fylgja honum alla leið. Þeirra á meðal var Tryggvi. Þegar skipið var komið vestur undir Önd- verðarnes stakk hann hendinni í vasann af tilviljun, sagði „ja, hver fjárinn” og dró upp lykilinn að útidyrum Lands- bankans. Of seint var að snúa við og bankinn var lokaður uns Tryggvi sneri aftur nokkrum dögum seinna! Rekinn Tryggvi Gunnarsson fæddist í Laufási við Eyjafjörð 18. október 1835, sonur séra Gunnars Gunnarssonar og konu hans, Jóhönnu Gunnlaugsdóttur. Var Tryggvi þannig hálfbróðir Þóru Gunnars- dóttir, sem Jónas Hallgrímsson orti til kvæðið Ferðalok. Tryggvi ólst upp í Laufási en gerðist síðan bóndi á Hallgils- stöðum í Fnjóskadal. Hann þótti dug- andi bóndi en hugur hans mun jafnan hafa staðið fremur til framkvæmda en búskapar. Hann vann ungur mikið að smíðum og var einn helsti forystumaður við stofnun Gránufélagsins, verslunar- félags bænda í Eyjafirði og Suður-Þing- eyjarsýslu árið 1869. Árið eftir var hann ráðinn kaupstjóri félagsins og gegndi því starfi til 1893, er hann varð bankastjóri Landsbankans. Á þeim árum dvaldist hann löngum í Kaupmannahöfn á vetr- um og þar komst hann í náin kynni við Jón Sigurðsson forseta á efstu árum hans. Tryggvi varð helsti trúnaðarmaður Jóns, hafði forgöngu um stofnun Hins íslenska þjóðvinafélags og sá um ráðstöf- un á búi Jóns og Ingibjargar konu hans að þeim látnum. Árið 1909 vék Björn Jónsson ráðherra Tryggva fyrirvaralaust úr embætti bankastjóra frá með áramótunum 1909- 1910 og varð af mikill hvellur, sem al- mennt gekk undir nafninu „Lands- bankafarganið”. Eftir það dró nokkuð úr athafnasemi Tryggva, enda var hann kominn hátt á áttræðisaldur. Hann var alla ævi mikill jarðræktarmaður og síð- ustu árin fékkst hann einkum við gerð skrúðgarðs fyrir sunnan alþingishúsið. Þar var hann heygður og þar getur að líta brjóstmynd hans. Tryggvi Gunnars- son lést 21. október 1917, 83 ára að aldri. Fyrsti íslenski ráðherrann, Hannes Hafstein, var systursonur Tryggva Gunnarssonar. Eitt sinn mætti Tryggvi Hannesi prúðbúnum. „Hvaðan kemur þú?“ spurði Tryggvi. „Ég var að fylgja Birni Jónssyni rit- stjóra til grafar,“ svaraði Hannes, en Björn hafði verið helsti andstæðingur Hannesar og ekki vandað honum kveðjurnar í blaði sínu Ísafold. „Það var þörf á því,“ sagði Tryggvi. „Hann fór svo vel með mig meðan hann var lifandi.“ „Slíkt lætur maður ekki ná út yfir gröf og dauða,“ svaraði Hannes. „Margt er ólíkt með skyldum,“ segir þá Tryggvi. „Ég læt slíkt ná út yfir gröf og dauða, og það þótt lengra væri.“Á Akureyri veitti Tryggvi Gránufélaginu forstöðu og stóð þá fyrir því að reisa verslunarhús félagsins á Oddeyri, ekkert smáhýsi á þeirra tíma mælikvarða – og jafnvel ekki okkar sem nú lifum – eða hvað sýnist ykkur? Mynd: Minjasafnið á Akureyri Þegar Friðrik 8. steig á land í Reykjavík var Steinbryggjan, eða Tryggvasker, fyrsti viðkomustaðurinn. Bryggjan var ekki gerð fyrir stærri skip, hvað þá hafskip, en eins og sjá má var bryggjan ágætlega breið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.