Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 44
– 57 –
Fimmtugasti- og sjöundi togarinn í eigu
Íslendinga, Arinbjörn hersir RE-1, var
skráður hér á landi 3. desember 1924,
smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd.,
Selby Englandi árið 1917 fyrir breska
flotann, nefndur John Pasco. Lengd
40,84 m., breidd 7,01 m., dýpt 3,66 m.,
321 brl. Knúinn 550 hö. gufuvél. Skip-
stjóri, Sigurður Eyleifsson.
Á árinu 1924 keypti h/f Kveldúlfur
í Reykjavík skipið. Selt 27. júní 1944,
Óskari Halldórssyni, Guðríði Ernu Ósk-
arsdóttur og Guðrúnu Óskarsdóttur í
Reykjavík, nefnt Faxi RE 17. Hlutafélag-
ið Faxaklettur í Hafnarfirði keypi skipið
29. nóvember 1944. Í ofsaveðri í ársbyrj-
un 1952 losnaði skipið frá legufærum í
Hafnarfirði og rak mannlaust fram hjá
boðum og skerjum, inn á sléttan fjöru-
sand upp í Borgarfirði. Skipinu var bjarg-
að lítið skemmdu af strandstað. Selt til
niðurrifs og tekið af skrá 27. september
árið 1952.
– 58 –
Fimmtugasti- og áttundi togarinn í eigu
Íslendinga, Surprise GK-4, skráður hér
á landi 19. janúar 1925, smíðaður hjá
Cochrane & Sons Ltd, Selby Englandi,
1920 fyrir breska sjóherinn, nefndur
Samuel Martin. Sama ár kaupa Hellyers
Brothers Ltd í Hull skipið og nefna Field
Marshal Plumer H 174. Lengd 42,11 m.,
breidd 7,22 m., dýpt 3,86 m., 312,60
brl., knúinn 600 hö. gufuvél.
Togarinn var eitt þeirra skipa sem
breska stjórnin lét smíða til stríðsnota.
Honum og fleiri skipum mun þó ekki
hafa verið hleypt af stokkunum fyrr en
eftir stríð. Einar Þorgilsson & Co í Hafn-
arfirði keypti skipið í nóvember 1924 og
nefndi Surprise GK-4 eftir skútu sem
Einar hafði átt og reynst happaskip.
Skipstjóri, Tryggvi Ófeigsson. Sæfell h/f í
Vestmannaeyjum keypti skipið árið
1945, og nefndi Helgafell VE-32. Selt
Oddi Helgasyni í Reykjavík í júní árið
1952, sem selur aftur í brotajárn. Rifinn í
Bo‘ness í Skotlandi sama ár og tekinn af
skrá.
– 59 –
Fimmtugasti- og níundi togarinn í eigu
Íslendinga, Ver GK-3, skráður hér á
landi 3. febrúar 1925, smíðaður hjá Co-
chrane & Sons Ltd, Selby Englandi,
1920 fyrir breska flotann. Nefndur Sime-
on Moon. Lengd 40,84 m., breidd 7,01
m., dýpt 3,72 m., brl. 314. Knúinn 550
hö. gufuvél. Á sama ári keyptu Hellyers
Bros Ltd. Hull skipið og nefndu General
Rawlinsson H 173.
Fiskveiðahlutafélagið Víðir í Hafnar-
firði keypi skipið 13. september 1924 og
nefndi Ver GK-3. Skipstjóri, Tryggvi
Ólafsson, selt 4. september 1931, h/f Ver
í Hafnarfirði, nefnt Ver RE-32.
Togarafélag Neskaupstaðar keypti
skipið,18. apríl 1936, og nefndi Brimi
Arinbjörn hersir RE-1.
Surprise GK-4.
Í Vísi 10. mars
1933 kom eftirfar-
andi fram:
Skömmu eftir að Arinbjörn
hersir fór héðan í gærmorgun
á veiðar féll einn skipverja
fyrir borð, Kjartan Vigfússon
að nafni og drukknaði. Eigi
urðu aðrir varir við er þetta
bar til. Er Kjartans var saknað,
sneri skipið við og tilkynnti
lögreglunni hvarf hans og fór
því næst á veiðar. Kjartan var
kvæntur fjögurra barna faðir.
Því skal hér bætt við að nefnd-
ur Kjartan var langafi Andra
Snæs Magnasonar rithöfund-
ar.
Fyrstu togararnir
í eigu Íslendinga
Helgi Laxdal
44 – Sjómannablaðið Víkingur