Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 69

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 69
Um goslokahelgina í Vestmannaeyj- um í sumar, fyrstu helgina í júlí, er áætlað að út komi bókin Vest- mannaeyjar, af fólki og fuglum og ýmsu fleiri, sem Eyjamaðurinn Sigurgeir Jóns- son, fyrrum kennari, blaðamaður og sjómaður, hefur ritað. Sigurgeir hefur áður sent frá sér allnokkrar bækur um mannlíf, félagslíf og íþróttalíf í Vest- mannaeyjum á öldinni sem leið. Að þessu sinni fjallar hann um byggðina fyrir ofan hraun, mannlíf og staðhætti, ásamt því sem ýmsir aðrir þættir prýða bókina, þar á meðal upp- rifjun á kunningsskap hana við nokkra þekkta Eyjamenn, lífs og liðna. Þeirra á meðal er Sævar í Gröf, sonur aflakóngs- ins Binna í Gröf, en þeir Sigurgeir voru skipsfélagar eina sumarvertíð. Við gríp- um hér niður á þá frásögn: Sævar í Gröf, glöggur og heppinn fiskimaður Fiskirí var gott þetta sumar á Sæfaxa. Aðallega var sótt austur að Ingólfs- höfða en fyrir kom að kastað var á Víkinni ef þar var líflegt. Sævar var fiskimaður, sérlega glöggur og jafn- framt heppinn. Hvort sem það var af tilviljun eða ekki þá vorum við æði oft staddir þar sem fisk var að hafa í það og það sinnið. Eftir á að hyggja þá held ég að þetta hafi ekki verið eintóm heppni, heldur hafi Sævar erft þann eiginleika frá föður sínum, Binna í Gröf. Og oft var Gullborg VE ekki langt undan þetta sumarið og kom sér stundum vel eins og síðar verður greint frá. Sævar var einstakur öðlingur að vera með á sjó. Nú voru þarna um borð margir af félögum hans og þeim vandaði hann ekki kveðjurnar ef eitt- hvað bjátaði á, kallaði þá hinum verstu nöfnum, róna og aumingja. En ekki ristu þær skammir djúpt og æv- inlega var allt fallið í ljúfa löð næst þegar híft var. En aldrei mælti hann styggðaryrði við okkur Stefán þetta sumar þótt tilefni gæfust, rétt eins og við værum af allt öðru sauðahúsi. Skamm- irnar virtust alfarið bundnar við kunn- ingjahópinn og þeir fengu það oft óþveg- ið. Ekki var Sævar mikið fyrir að liggja í koju, nema þá á stímunum og það var ekki oft sem stýrimaðurinn togaði, venjulega stóð Sævar sjálfur öll tog, henti sér kannski út af í klukkutíma eða svo og virtist þá úthvíldur. Allt var togað eftir miðum, dýpi og radarfjarlægðum. Ég komst eitt sinn þetta sumar til að líta í miðabókina hans Sævars og sú bók var einstök í sinni röð. Hún var nær öll skráð í 1. persónu nútíðar, rétt eins og um eintal sálarinnar væri að ræða, eitt- hvað á þessa leið: „Ég toga vestur alveg út á 50 faðma og þá beygi ég út á og passa að fara ekki dýpra en 70 faðma og það er festa á 9 mílunum.“ Fyrir kom að breytt var yfir í 2. persónu í frásögn- inni: „Þú mátt ekki fara nær en 4 mílur þarna,“ og var greinilegt að þessi bók var skráð nær orðrétt eftir samtali þeirra feðganna. Því miður held ég að þessi bók hafi lent á hafsbotni þetta sumar og var það skaði, ég hefði gefið mikið til að eiga hana. Máltíðin tók þrjár mínútur Sævar var kappsmaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og eins og venjan er með fiskimenn þá gekk oft mikið á þegar verið var að taka trollið, ekki síst ef gott var í. Á þessum tímum var „rússinn“ ekki kominn til sögunnar heldur var rópakerfið alls ráðandi og belgurinn venjulega halaður inn á höndum. Alltaf var skipstjórinn sjálfur, Sævar, þar fremstur í flokki og átökin allsvakaleg. Einhverju sinni vorum við nýbúnir að snæða hádegismat þegar híft var. Sævar var alltaf jafnlengi að borða úti á sjó, máltíðin tók nákvæmlega þrjár mínútur, sama hvað í matinn var og má þá nærri geta að lítið var tuggið heldur rann allt nokkuð beina leið niður í maga. Súpu drakk hann ævinlega úr krús ef hann þá mátti vera að því að bæta henni við. Svo var hann rokinn út. Í þetta sinn höfðum við rekið í gott ufsahal og mikill hamagangur í skipstjóranum að ná inn belgnum. Slík voru átökin að í miðjum klíðum stóð gusan út úr honum, soðningin frá í hádeginu ásamt kartöflubitum fór ómelt í sjóinn. Þegar loksins var búið að ná öllu inn og búið var að láta trollið fara á ný, læddist Sævar aftur í borðsal og endurtók máltíðina, aftur á nákvæmlega þremur mínút- um. Þið vitið hvar ég verð Nær öll var skipshöfnin þetta sumar heldur í ölkærara lagi og var skip- stjórinn engin undantekning frá því. Æði oft var það eftir að löndun var lokið og helgarfrí framundan að ein- hverjir biðu aftur í borðsal, reiðubún- ir að hella upp á mannskapinn, oftast drykkjufélagar Sævars sem þar voru mættir. Það var furðulegt hve erfitt Sævar átti alltaf erfitt með að koma Sævar í Gröf. Sjómannablaðið Víkingur – 69 Tveir eftirminnilegir Eyjamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.