Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 60
60 – Sjómannablaðið Víkingur Draugaskipið Þær hafa vonandi ekki farið fram hjá mörgum fréttirnar um draugaskipið sem strandaði nýlega við Írlandsstrendur skammt frá Cork. Draugaskipið sem hér um ræðir var smíðað í Noregi árið 1976 og gefið nafnið Tananger. Sigldi skipið í 18 ár undir þessu nafni og var meðal annars í tímaleigu í strandsiglingum hér við land á vegum Ríkisskipa. En sagan um hvernig skipið, sem þá hét Alta, varð svokallað draugaskip má rekja til ársins 2018. Það var 6. september það ár sem síð- ast sást til skipsins á AIS en þá var það statt vestur af Gíbraltar á leið til Haiti. Þrettán dögum síðar kom neyðarkall frá skipinu en þá var það statt 1.500 sjómíl- ur suðaustur af Bermúda eyjum. Áhöfnin reyndi að gera við bilunina en án árang- urs. Þann 2. október varpaði bandaríska strandgæslan viku matarbirgðum til áhafnarinnar en aðstoð var þá þegar á leiðinni. Sex dögum síðar kom strand- gæsluskipið Confidence á staðinn og tók alla skipverja skipsins, tíu að tölu, og fór með til Púertó Ríkó. Var skipið skilið eftir á reki en til stóð að það yrði sótt og komið til hafnar. Af því varð reyndar ekki og ekki sást til skipsins fyrr en seint í ágúst 2019 og þá frá breska rannsóknarskipinu Protector. Skipin voru á miðju Atlantshafi. Það var svo ekki fyrr en sex mánuð- um síðar, þann 16. febrúar í ár, að skipið skilaði sér loks að landi en sökum mann- eklu tókst því ekki að komast af sjálfs- dáðum til hafnar en endaði í fjöru sunn- an við Cork nálægt Ballycotton sem er fiskihöfn með vinsælar baðstrandir í ná- grenninu. Ólíklegt er að skipið eigi nokkru sinni eftir að sigla á ný. Lélegar heimtur Samtök útgerða stórflutningaskipa, INTERCARGO, hafa lýst yfir stuðningi við nýlega tilkynningu frá Alþjóðasigl- ingamálastofnuninni IMO þar sem að- ildarþjóðir eru hvattar til betri skila á niðurstöðum sjóslysarannsókna til stofn- unarinnar. IMO hefur bent á mikilvægi rannsóknarniðurstaðna sem skipti gíf- urlega miklu máli í að efla öryggi stór- flutningaskipa. Mikilvægur lærdómur berist ekki stofnunarinnar sem hefur meðal annars það hlutverk að setja regl- ur um öryggi skipa og menntun sjó- manna. Mikill seinagangur á skýrsluskilum hefur viðgengist um árabil og eru þar þjóðir sem slá slöku við um rannsóknir sjóslysa. Á árunum 2009 til og með 2018 létust 188 sjómenn sem voru skipverjar á 48 stórflutningaskipum sem fórust. Einungis bárust skýrslur um 27 þessara skipstapa til IMO og var meðaltilkynn- ingatími til stofnunarinnar 34 mánuðir frá slysi. Fyrir ári síðan benti Intercargo á að þurr-farmar sem blotna væru mesta ógn- in í stórflutningum. Ætla samtökin að leggja sitt af mörkum til að hvetja til ítarlegra rannsókna á sjóslysum og að niðurstöður liggi það skjótt fyrir að unnt verði að nýta þær til forvarna. Bentu þau á að það sé með öllu óásættanlegt að nú á tímum séu skip að farast en í ágúst sl. fórst stórflutningaskipið NUR ALLYA og með því 25 skipverjar en skipið var full- lestað með indónesískt nikkel járngrýti. Samkvæmt SOLAS og MARPOL sam- þykktunum eru þjóðríki skilduð til að rannsaka alvarleg sjóslys og mengun og upplýsa IMO um niðurstöður rannsókna. Mengun eða ekki mengun? Útblástunarbúnaður skipa (scrubbers) og umdeild losun á hreinsuðum óhreinind- um eru eitt af þeim málum sem aftur eru á borðum alþjóðasiglingamálastofnunar- Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Bandaríska strandgæslan varpar matvælum til áhafnar Alta eftir vélarbilun í Atlantshafi. Ljósmynd: US Coast Guard
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.