Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 35
Calatea Byggð af stáli sigldi Glenlee um heims- höfin og flutti sykur frá Indónesíu til Frakklands - það tók nærri fjórtán daga að koma sykrinum fyrir í lestinni – gú- anó frá Suður Ameríku, hveiti frá Ástral- íu og kol frá Englandi svo eitthvað sé nefnt. Og Glenlee breytti um nafn, varð Isla- mount 1899, Clarastella 1919 og þremur árum síðar var enn skipt um nafn á seglskipinu sem þá varð Calatea. Nafnabreytingarnar héldust í hendur við eigendaskipti. Stöldrum ögn við seinasta heitið. Calatea var skólaskip spænska flotans, í áhöfn voru þá hverju sinni meira en 300 sjóliðar sem sigldu út á Atlantshafið og lærðu sjómennsku. Því er haldið til haga og þykir merkilegt að frá 1944 til 1959 sigldi Calatea samtals 181.000 sjómílur í þágu spænska flotans og var alls 2.080 daga á siglingu. Hitt má líka nefna að þá hafði skipið dugað sem fraktari til 1919 – eða jafnvel til 1922 en í sannleika sagt er lítið vitað um gagnsemi skipsins þau þrjú ár sem það hét Clarastella – staðið af sér eina byltingu um borð – sú var gerð 1907 út af ströndum Argentínu, farmurinn var kol en þegar þau byrjuðu að ofhitna neitaði áhöfnin að sigla áfram fyrr en búið var að rýma ögn til í lestinni svo kæla mætti farminn. Minnumst líka byltingar Francisco Francos, tveggja heimsstyrjalda og ekki síst vélvæðingar hafskipaflotans. Árið 1920 voru að vísu settar díselvélar um borð í Glenlee – sem þá var nýlega orðin Clarastella – sem vissulega auðvelduðu skipstjóranum lífið þótt ekki væru vél- arnar aflmiklar. Spænski sjóherinn átti eftir að bæta vélakost skipsins allmikið. Eflaust hefur stríðið við Hitler tak- markað siglingar Galatea um heimshöfin. Engu að síður sigldi skipið á þessum hörmungarárum í sögu mannkyns til Gúanó var ansi óskemmtilegur í flutningi, alda- gamall fuglaskítur, ríkur af ammoníaki, en fram- úrskarandi góður áburður á akra. Besta fuglaskít- inn var að finna í Perú þar sem innfæddir hreinsuðu hann og settu í poka. Um borð í skipinu tók innihald pokanna að rotna og ammoníakfýluna lagði um allt, hásetar fengu blóðnasir, rottur flýðu skipið og skipskötturinn lagði upp laupana. Neðanþilja er margt að skoða. Að slepptu grályndum veðrum var eldur og farmur á hreyfingu það sem sjómenn óttuðust mest á siglingu yfir hafið. Því voru það aðeins þaulreyndir sjómenn er stjórnuðu lestun Glenlee. Olía var flutt í tunnum og þótti góð til að jafnvægisstilla skipið en hafði þann ókost að reykingar voru óæskilegar um borð þegar olíu- tunnur fylltu lestina. Svefnkojur hásetanna voru ekki merkilegar. Sjómannablaðið Víkingur – 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.