Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 46
Árið 1935 er skráður eigandi skipsins
Gnótt h/f á Flateyri. Seldur árið 1938
Gnótt h/f Grundarfirði. Seldur 1939 h/f
Mars í Hafnarfirði, heldur nafninu en fær
skráningarstafina RE-156. Seldur í júlí
1944 Einari Einarssyni í Grindavík, sama
nafn en nýir skráningarstafir, GK-363. Í
október sama ár verður Ólafur E. Einars-
son h/f í Keflavík eigandi skipsins. Selt
h/f Vestra í Reykjavík árið 1945. Selt
1948 Dieselskipi h/f í Reykjavík. Selt
sama dag Selvik p/f í Saurvogi í Færeyj-
um, nefnt Havstein VA-16. Seldur í
brotajárn til Danmerkur árið 1955, rifinn
í Odense sama ár.
– 63 –
Sextugasti- og þriðji togarinn í eigu Ís-
lendinga, Skúli fógeti RE-144, skráður
hér á landi 25. júní 1925, smíðaður hjá
Cook Welton & Gemmell Ltd, Beverley
Englandi 1920 fyrir h/f Alliance Reykja-
vík. Lengd 41,45 m., breidd 7,44 m.,
dýpt 4,24 m., 348,14 brl., knúinn 600
hö. gufuvél. Skipstjóri, Gísli Þorsteins-
son.
Skipið strandaði fyrir vestan Staðar-
hverfi í Grindavík 10. apríl 1933. Af 37
manna áhöfn fórust 13 en björgunarsveit
SVFÍ í Grindavík bjargaði 24 mönnum á
land.
Aðfaranótt mánudags laust eftir miðnætti strandaði tog-
arinn Skúli fógeti skammt vestan við Staðarhverfi í Grinda-
vík, rjett austan við vík þá, sem nefnd er Albogi. Veður var
dimmt af hríð og suðaustan strekkingur.
Skipið var á heimleið frá Selvogsbanka. Skipið fylltist
brátt af sjó, seig niður að aftanverðu út af skerinu um 20
mínútum eftir að það strandaði.
Þá voru 23 menn af skipshöfninni á hvalbaknum, 12 á
stjórnpalli en tveir höfðu klifrað upp í fremri reiðann.
Skömmu eftir að togarinn seig niður, fóru ólög yfir stjórn-
pallinn, svo þeir sem voru í fremri reiðanum sáu, að stýris-
húsið fór við og við alveg í kaf.
Þrír skipverja komust af stjórnpallinum fram á hvalbak-
inn. En sjór skolaði hinum brátt út. Slysavarnadeild Grinda-
víkur kom á strandstaðinn í dögun, eftir nokkra leit að
skipinu.
Þá voru 22 menn á hvalbaknum, en tveir í fremri reið-
anum. Hafið úr flæðarmáli þá um 100 faðma. Með línu-
byssu tókst brátt að koma taug út á hvalbakinn. Og björg-
un tókst greiðlega úr því
Neyðarkall
Klukkan 40 min. yfir 12 á mánudagsnótt heyrði loftskeyta-
stöðin; hjer neyðarkall frá togaranum Skúla fógeta. Er
stöðin hafði fengið samband við togarann fékk hún að
vita, að hann væri strandaður í Grindavík, milli Járngerðar-
staða og Staðarhverfis Sagt var, að stórt gat væri komið á
skipið. Jeljaveður var á, og lofttruflanir miklar. svo erfitt
var um það leyti að heyra loftskeyti. En eitthvað hafði
dregið úr truflunum rjett í þeim svifum, sem togarinn
sendi neyðarkall sitt. Loftskeytastöðin sendi samstundis út
skeyti til veiðiskipa á Selvogsbanka um slys þetta, með til-
mælum um aðstoð. Það var togarinn Haukanes sem fyrstur
varð til svars. Hann var að veiðum á bankanum. Hann fór
þegar áleiðis til strandstaðarins. Loftskeytastöðin gerði
Slysavarnafjelaginu þegar aðvart. Reyndi Slysavarnafjelag-
ið síðan að ná talsambandi við Grindavík. En það tókst
ekki.
Tilkynning um slysið heyrist með
veðurfregnum til Grindavíkur
Loftskeytastöðin sendir út talskeyti kl. 1:45 mín. á hverri
nóttu um veðurspá Veðurstofunnar. Með veðurskeytunum
í þetta sinn sendi Loftskeytastöðin út fregnina um strand
Skúla fógeta. Stöðvarstjórinn í Grindavík þurfti, vegna
róðra, að vita um veðurspána að þessu sinni. Hann reis því
úr rekkju, opnaði útvarp sitt á tilteknum tíma og heyrði-
fregnina.
Slysavarnaliðið kallað saman
Nú er slysavarnadeildin í Grindavík kölluð saman og býr
sig til ferðar í skyndi, með björgunartæki sín, línubyssu,
björgunarhringi og annað. Formaður slysavarnadeildar-
innar þar er Einar Einarsson í Krosshúsum. Tækin tóku þeir
með sjer á bíl.
Það mun hafa verið um kl. 3 um, nóttina sem björg-
unarliðið lagði af stað úr Járngerðarstaðahverfinu. En sak-
ir dimmviðris og náttmyrkurs tókst ekki að finna togarann
fyrri en er fór að birta af degi, eða kl. að ganga sex um
morguninn. Þá voru 22 menn á hvalbaknum, en 2 í fremri
reiðanum. Var nú skotið úr línubyssu út í hvalbak togarans
er upp úr stóð. Hitti skyttan hvalbakinn í öðru skoti. En
Frásögn Morgunblaðsins af Strandi Skúla fógeta við Grindavík
Hafsteinn ÍS-449.
Skúli fógeti RE-144.
46 – Sjómannablaðið Víkingur