Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 20
Eftir að hafa óskað hollvinum og vel- unnurum Óðins, liðsmönnum Land- helgisgæslunnar, mennta- og menn- ingarmálaráðherra og öðrum gestum til hamingju með daginn hóf forsetinn tölu sína. „Svikalogn“ Óðinn kom til heimahafnar 27. janúar 1960 og þótti þá eitt best búna skip til björgunarstarfa á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Og ekki síst vel til land- helgisgæslu fallinn og lét strax til sín taka. Sumarið 1960 stóð áhöfn Óðins í ströngu. Þá var svikalogn í fyrsta þorska- stríðinu sem geisaði en samningaviðræð- ur fóru fram í leyni. Einn breski togarinn gerðist þá ansi áleitinn sem lauk með því að Óðinsmenn skutu tveimur föstum skotum á reykháf togarans en slíkt hafði ekki gerst síðan 1954 að skotið var á að- gangsharðan Belga. Svona mætti rekja söguna í smáatrið- um en ég vil ekki leggja þá þolraun á ykkur hér og nú. Stiklum þess í stað á stóru. Stöldrum við á Ísafjarðardjúpi í febrú- ar 1968 þegar Sigurður Þ. Árnason skip- herra og áhöfn hans á Óðni bjargaði áhöfninni af Notts County, 18 mönnum en sá nítjándi fórst. Þá sýndu Óðinsmenn sannarlega hvað í þeim bjó. Svo komu þorskastríð 8. áratugarins. „Megum við nota byssuna?“ Ég stóðst ekki mátið, fór að grúska og fann í fórum mínum uppskriftir skjala sem segja söguna í hnotskurn. Hverfið með mér til ársloka 1972. Kannski eru hér einhverjir sem þá voru um borð, ég veit það ekki, en þarna var annað þorskastríðið hafið. Við höfðum fært út í 50 sjómílur, bresku herskipin voru ekki komin, það gerðist ekki fyrr en sumarið eftir. En það var engu að síður hasar á miðunum. Hinn 28. desember kl. 12.45 sendir Óðinn skeyti til stjórnstöðvar: – H-191 keyrði á okkur – stopp – megum við nota byssuna? 12.56, stjórnstöð til Óðins: – Nei. Staðan var vissulega viðkvæm og það sem mátti sumarið 1960 var ekki leyft í árslok 1972. 12.23, Óðinn til stjórnstöðvar: – Sjö togarar á fullri ferð á eftir okkur. Þremur mínútum síðar eða 13.26 svar- ar stjórnstöð: – Þeir fiska ekki á meðan. Svo vill stjórnstöð fá meiri viðbótar- upplýsingar og spyr 14.03: – Eru þeir drukknir? Óðinn svarar 14.07: – Sé það ekki – stopp – en vegna þess að við fengum ekki að nota byssurnar ganga þeir á lagið. 14.11, stjórnstöð til Óðins: – Verið rólegir, það getur komið að því. Um kvöldið hefur Óðinn enn á ný samband við stjórnstöð en þá hafði „Þökkum farsælan feril“ Endursögð ræða forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessonar, í afmælisfagnaði um borð í Óðni í tilefni 60 ára afmælis varðskipsins sem hann flutti að mestu af munni fram Jón Páll Ásgeirsson, yfirstýrimaður á aðgerðasviði hjá Gæslunni og okkar ágæti ljósmyndari, í afmælisfagn- aði Óðins með forsetahjónunum, herra Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Varðskipið Óðinn leggst í fyrsta sinn að bryggju í Reykjavík. Mynd: Landhelgisgæslan 20 – Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.