Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Síða 20
Eftir að hafa óskað hollvinum og vel-
unnurum Óðins, liðsmönnum Land-
helgisgæslunnar, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra og öðrum
gestum til hamingju með daginn hóf
forsetinn tölu sína.
„Svikalogn“
Óðinn kom til heimahafnar 27. janúar
1960 og þótti þá eitt best búna skip til
björgunarstarfa á Norðurlöndum og þótt
víðar væri leitað. Og ekki síst vel til land-
helgisgæslu fallinn og lét strax til sín
taka.
Sumarið 1960 stóð áhöfn Óðins í
ströngu. Þá var svikalogn í fyrsta þorska-
stríðinu sem geisaði en samningaviðræð-
ur fóru fram í leyni. Einn breski togarinn
gerðist þá ansi áleitinn sem lauk með því
að Óðinsmenn skutu tveimur föstum
skotum á reykháf togarans en slíkt hafði
ekki gerst síðan 1954 að skotið var á að-
gangsharðan Belga.
Svona mætti rekja söguna í smáatrið-
um en ég vil ekki leggja þá þolraun á
ykkur hér og nú. Stiklum þess í stað á
stóru.
Stöldrum við á Ísafjarðardjúpi í febrú-
ar 1968 þegar Sigurður Þ. Árnason skip-
herra og áhöfn hans á Óðni bjargaði
áhöfninni af Notts County, 18 mönnum
en sá nítjándi fórst. Þá sýndu Óðinsmenn
sannarlega hvað í þeim bjó.
Svo komu þorskastríð 8. áratugarins.
„Megum við nota byssuna?“
Ég stóðst ekki mátið, fór að grúska og
fann í fórum mínum uppskriftir skjala
sem segja söguna í hnotskurn.
Hverfið með mér til ársloka 1972.
Kannski eru hér einhverjir sem þá voru
um borð, ég veit það ekki, en þarna var
annað þorskastríðið hafið. Við höfðum
fært út í 50 sjómílur, bresku herskipin
voru ekki komin, það gerðist ekki fyrr en
sumarið eftir. En það var engu að síður
hasar á miðunum.
Hinn 28. desember kl. 12.45 sendir
Óðinn skeyti til stjórnstöðvar: – H-191
keyrði á okkur – stopp – megum við nota
byssuna?
12.56, stjórnstöð til Óðins: – Nei.
Staðan var vissulega viðkvæm og það
sem mátti sumarið 1960 var ekki leyft í
árslok 1972.
12.23, Óðinn til stjórnstöðvar: – Sjö
togarar á fullri ferð á eftir okkur.
Þremur mínútum síðar eða 13.26 svar-
ar stjórnstöð: – Þeir fiska ekki á meðan.
Svo vill stjórnstöð fá meiri viðbótar-
upplýsingar og spyr 14.03: – Eru þeir
drukknir?
Óðinn svarar 14.07: – Sé það ekki –
stopp – en vegna þess að við fengum
ekki að nota byssurnar ganga þeir á lagið.
14.11, stjórnstöð til Óðins: – Verið
rólegir, það getur komið að því.
Um kvöldið hefur Óðinn enn á ný
samband við stjórnstöð en þá hafði
„Þökkum farsælan feril“
Endursögð ræða forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessonar,
í afmælisfagnaði um borð í Óðni í tilefni 60 ára afmælis varðskipsins
sem hann flutti að mestu af munni fram
Jón Páll Ásgeirsson, yfirstýrimaður á aðgerðasviði hjá Gæslunni og okkar ágæti ljósmyndari, í afmælisfagn-
aði Óðins með forsetahjónunum, herra Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid.
Varðskipið Óðinn leggst í fyrsta sinn að bryggju í Reykjavík. Mynd: Landhelgisgæslan
20 – Sjómannablaðið Víkingur