Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 43
Sjómannablaðið Víkingur – 43 Marokkó í Afríku. Heildarvegalengd samkvæmt MarineTraffic er 25.434 sjómílur og meðalhraði var 17,0 hnútar. Á leið til Evrópu frá Tanjung Pelapas var hraðinn 18.6 hnútar, en farið er í gegnum Suesskurð sem getur leitt af sér bið og þýðir minni hraða meðan farið er í gegn. Á leið frá Evrópu til Singapore (Singapore og Tanjung Pelapas eru mjög nálægt hvor annarri) var hraðinn 17.7 hnútar. Þessi hringferð er nefnd Albatross af MSC, en frá áætlun sem gefin var út í maí 2017 hafði höfninni í Zeebrugge verið bætt inn sem síðustu höfn í Evrópu. Kortið sýnir vestur legginn en koma til Aarhus og Gautaborg er á austur legg. Í þeirri ferð sem fylgst var með var komið við í Tangier í stað Algeciras. Á austurlegg er komið við í Singapore, Shanghai, Tianjin í stað Dalian. Þannig taka áætlanir breyting- um þó meginhafnir og tímalengd haldist. Madrid Maersk er á 84 daga áætlun frá Evrópu til Kína og til baka aftur og kemur 12 sinnum til hafnar. Heildarvegalengd er 25.228 sjómílur og 19% tímans, 16.2 dagar í höfn. Lengsti tími í höfn, 50 tímar var í Felixstowe, þar sem djúpristan óx um 180 cm, sem gefur til kynna að lestaður þungi umfram losaðan hafi verið 35.000 tonn. Sjálfvirkni í gámahöfnum Frá 1991 hafa menn verið að fikra sig áfram með mannlausar gáma-hreyfingar í höfnum. Fyrst með rafknúnum gámaflutn- inga vögnum í Delta gámafgreiðslunni í Rotterdam. Nú er leynt og ljóst stefnt að því að hafa allar hreyfingar á jörðu með ómönnuðum tækjum, sumum þó stýrt eða að minnsta kosti undir mönnuðu eftirliti í stjórnstöð. Það sama mundi eiga við um hafnarkrana. Þeir eru að verða sjálfvirkir að mestu eða al- veg og eftirlit með eða stjórnað að hluta frá stjórnstöð. Gáma- vallarkranar, á spori eða hjólum, verða mannlausir eins og er nú þegar til dæmis í Hamborg. Allt svæðið tryggilega girt til að koma í veg fyrir slys, enda eru gámar teknir af og settir á bíla með krana sem lyftir yfir girðingu. Rökin fyrir þessari þróun eru mörg, eins og áreiðanlegri framleiðni, ekki endilega meiri hraði, en það er auðveldara að hafa kranana í gangi hverja mínútu klukkutímans og hvern klukkutíma dagsins þar sem auðveldara er að manna með tækja-stjórnendum í stjórnstöð með baðherbergi og kaffi innan seilingar í stað kranamanns sem þarf að koma sér upp í 60 metra hæð í krananum. Það er minni slysahætta, því það er ekkert fólk á ferðinni. Og þá er engin ástæða til að eyða stórfé í lýsingu við kranann. Varðandi kostnað, þá þarf mikla fjár- festingu, en rekstrarkostnaður er lægri. Ekki er víst að þetta verði ódýrara í byrjun og veltur sjálfsagt á nýtingu. Þar kemur aftur að skipa komum; fleiri og með minna magni í hvert sinn, eða færri með mikið meira magn. Í desember 2017 opnaði nýr sjálf- virkur gámaterminal í Shanghai. Svo er að skilja að mannshöndin sjái einungis um eftirlit. Væntanlega hef- ur launakostnaður ekki verið megin- hvati fjárfestingarinnar. Þrátt fyrir umtalsverðar umræður hefur ekki tekist samkomulag um hvernig eigi að mæla framleiðni gámahafna. Það sem menn vilja sá eru hreyfingar per tíma á skips- komu. Þar kemur til dæmis spurn- ingin hvernig mælir maður tíma. Frá því skip er bundið og tollur leyfir að byrja, eða þegar fyrsti gámur kemur yfir borðstokk, þá með eða án neysluhléa? Útgerðir bera veru- lega ábyrgð á framleiðni, að næstu höfn séu gefnar réttar upplýsingar í tíma og að farmi sé deilt um skipið svo hægt sé að nota sem flest krana samtímis. Í þriðja ársfjórðungs uppgjöri Maersk samstæðunnar 2017 kemur fram að reiknaður kostnaður við hverja hreyfingu er $ 170, hvort sem um ræðir 20´, 40´eða 40´HC gáma. Ekki er skýrt hver séu mörk kostnaðar- ins, frá botni skips að hafnarhliði eða eitthvað annað. Í Evrópu eru losun- ar og lestunar- gjöld, THC, í höfnum $150 - $210. Að auki eru önnur gjöld, eins og hliðgjöld sem auka tekjur hafn- arfyrirtækja, því viðskiptamenn komast ekki hjá að borga. Dagleg skráning ristu af vef MarineTraffic.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.