Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 48
Togarafélag Ísfirðinga
Togarafélag Ísfirðinga h.f. var stofnað 1925 og var til húsa í Edinborg. Félagið festi þegar í stað kaup á togara í
Bretlandi og kom hann til Ísafjarðar í febrúar sama ár. Hann hlaut nafnið Hávarður Ísfirðingur og var gerður út
undir því nafni til 1939. Útgerðin gekk bærilega framan af, en á kreppuárunum tók að halla undan fæti. Árið
1935 var svo illa komið að Landsbankinn tók reksturinn yfir, hlutafé var aukið, m.a. með þátttöku bæjarsjóðs. Í
framhaldi af þessu var nafninu breytt í h.f. Hávarður, en allt kom fyrir ekki og árið 1938 varð h.f. Hávarður gjald-
þrota. Ekki mátti bæjarsjóður til þess hugsa að missa skipið úr bænum og var þá stofnað nýtt hlutafélag um
rekstur þess, m.a. með þátttöku Kaupfélags Ísfirðinga. Nýja hlutafélagið hlaut nafnið Valur, og var togarinn Há-
varður Ísfirðingur afhentur því, skýrður upp og nefndur Skutull.
Úr sögu Edinborgarhússins á Ísafirði.
Sjómennska í sprengiregni
Matthías Björnsson, fyrrverandi loftskeytamaður, var í hópi þeirra sjómanna sem storkuðu örlögunum með út-
hafssiglingum á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann og komst að því
að oft hefði hurð skollið nærri hælum.
Sjóflutningar voru og eru Íslendingum gríðarlega mikilvægir vegna legu landsins og mikilla milliríkjaviðskipta.
En það var ekki alltaf tekið út með sældinni að sigla á milli landa, allra síst á árum heimsstyrjaldanna fyrri
og síðari þegar flugvélar og kafbátar gerðu tilraunir til að granda hverju fleyi sem tilheyrði óvinaþjóðunum.
Matthías Björnsson loftskeytamaður var ungur maður þegar hann réðst sem afleysingaloftskeytamaður á skip í
millilandasiglingum þegar síðari heimsstyrjöldin stóð sem hæst og var, eins og aðrir sjómenn á þeim tíma, oft í
lífshættu. Nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum og Matthías varð vitni að því þegar þýskar orrustuvélar létu
sprengjum rigna yfir Grimsby, þegar Dettifoss var sökkt í höfninni í Belfast 21. febrúar 1945 og Alcedo, sem var
leiguskip Eimskipafélagsins, var sökkt við Stafnes aðeins sjö dögum síðar. Þarna horfði Matthías á ýmsa góða
félaga sína hverfa í hafið.
Matthías er nú áttræður og býr á Akureyri. Sem ungur maður fékk hann áhuga á loftskeytamannsstarfi og
innritaðist hann í Loftskeytaskóla Íslands haustið 1942. Loftskeytanámið tók einn vetur. Árið 1942 vantaði loft-
skeytamenn, sérstaklega í afleysingar, því fastir loftskeytamenn vildu öðru hvoru taka sér frí sem og aðrir sjó-
menn, frá þeim hildarleik sem seinni styrjöldin var. Matthías fór í afleysingatúr á síðutogaranum Hafsteini RE
eftir áramótin 1943.
Ferðinni var heitið til Grimsby með viðkomu í Scrabster á Norður-Skotlandi þar sem tekin voru sjókort yfir
tundurdufl á svæði við austurströndina. Á síðutogurunum var áhöfn um 30 manns meðan á veiðum stóð en um
14 manns í söluferðum. Matthías segir að siglingarnar hafi oft verið þreytandi, sérstaklega í skammdeginu þegar
hvergi mátti sjást ljós vegna hættu á árásum.
Sumarið 1943, þegar Matthías hafði lokið prófi sem loftskeytamaður, 22 ára gamall, réðst hann á togarann
Skutul ÍS, sem áður hét Hávarður Ísfirðingur. Aðallega var siglt á Grimsby, Hull og Fleetwood. Eitt sinn að kvöld-
lagi var siglt að Humberfljóti og lagst þar fyrir ankerum úti fyrir höfninni. Morguninn eftir átti Skutull að landa.
Skipverjar voru búnir að frétta af miklum loftárásum Þjóðverja á London, Hull og Grimsby. Um kl. 23 þetta kvöld,
þegar Skutull ásamt fleiri skipum lá úti á höfninni hófust loftárásir. Matthías segir að fyrst hafi flugvélar flogið
yfir og hent niður stórum ljósblysum sem lýstu upp borgina og skipin. Nokkru seinna rigndi niður sprengjum og
stóð árásin yfir í um tvo tíma. Það glumdi líka í loftvarnabyssum og sá Matthías eina flugvél skotna niður. „Á
flestum togurunum voru hríðskotabyssur og sá stýrimaðurinn og skipstjórinn um þær. Þeir reyndu að skjóta nið-
ur flugvélar með þeim. Líklega hafa þeir fengið þjálfun á byssurnar hjá hernum enda byssurnar frá þeim komn-
ar. Ekki var þó skotið af byssunni á Skutli,“ segir Matthías.
Áhöfnin fór í land daginn eftir og sá þá afleiðingar loftárásarinnar en margir höfðu fallið í valinn. Ferðin heim
gekk slysalaust og hefði margur ætlað að þessi reynsla hefði fælt kornungan Matthías frá sjómennskunni. En
launin voru góð. Greidd var áhættuþóknun sem af mörgum var kölluð stríðspeningar.
Morgunblaðið. 20 janúar 2002.
48 – Sjómannablaðið Víkingur