Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur Gámamagn um hafnir Bandaríkjanna óx frá 28.3 milljónum TEU á árinu 2000 til 46,5 milljóna á árinu 2014. Reyndar náði magnið hámarki 2007, 44,8 milljónir TEU og féll eftir það og náði nýju hámarki 7 árum síðar 1,7 milljónum meira, svo ekki er víst hvort vænta megi mikils vaxtar á næstu árum. Í samhengi Albatross er nafn MSC á rútu milli norður Evrópu- hafna og Norðaustur-Asíu, Kína og Kóreu með við- komu í Singapore/ Tanjung Pelepas á hvorri leið. Vegalengdin fram og til baka er 25.500 sml og siglt að jafnaði á 18 hnúta hraða og nýttir 180 gr per kW tíma. Til einföldunar er rútunni skipt í tvennt og siglt 793 klst hvora leið. Reiknað er með að jafnaði 60% nýtingu á TEU plássi. Þessi leið er ein sú lengsta í öllum áætlunum stærstu skipafélaganna og því kostnaður meiri en við flestar aðrar leiðir. Útreikningurinn styrkir þá stað- hæfingu að heildarkostnaður er meiri en heildarábati. Kostnaður vegna fjármagns, reksturs og olíu er sem hér segir: Áður hefur verið minnst á að í tveimur höfnum á austur- strönd Bandaríkjanna hafi auka kostnaður við að taka á móti stærri skipum verið um það bil $ 100 á TEU sem fer um hafn- irnar. Má ætla að kostnaður hafna fyrir hverja flutta TEU sé um það bil $120- $150 sem gerir meira en að éta upp sparnað af nota 20.586 TEU í stað 8.000 TEU. Hér hefur ekki verið tekið tillit til að hafnartími stærri skip- anna er mun lengri en þeirra minna, enda afköst hvers krana minni eftir því sem skip stækkar. Þrátt fyrir að hægt sé að koma fleiri krönum að, er framleiðni á bryggjupláss samt lægri.7 Tímann sem minni skip spara er hægt að nota til að minnka hraðann og spara olíu, eða halda hraða og nota færri daga, færri skip til að klára hringinn. Hvort sem hraðinn er minnkaður eða færri skip notuð minnkar kostnaður frá $ 395 um einhverja tugi dollara, þannig að hagkvæmni minni skipa eykst hlutfalls- lega. Framleiðni í höfnum Það sem veldur mestum vonbrigðum í rekstri risa skipa er sá tími sem losun og lestun tekur. Lengri tími í höfn á leiðinni lengir heildarsiglingatíma hringferðar. Skip með 18.000 TEU þarf 10.800 hreyfingar til losunar og annað eins við lestun. Þá þarf oft að forfæra gáma og lúgur inn- an skips eða á bryggju. Flestar hafnir hafa einungis eina komu í hringferð og er því bæði losað og lestað í hafnartímanum. Útgerðir ætlast til 6.000 hreyfinga en það mesta sem þær fá eru 3.500 hreyfingar á sólarhring. Munur á milli óska og þess sem fæst eru 8, 6 dagar sem er heilt skip í 11 vikna hringferð sem færi niður í 10 vikur. Það er hægt að raða 13 krönum á stærstu skip, en þó til séu hafnir með það marga lausa krana, þá eru 7 kranar líklegra meðaltal fyrir 80% magnsins og 5 fyrir restina. Tæknilega með samhliða (tandem) spreaders eins og sýndir eru á skýringar- myndinni, er hægt að ná 40 hreyfingum á krana á klukkustund. Ef við segjum að skip hafi gáma sem samsvari 6000 hreyfingum og 7 krana til reiðu og hver mínúta sé nýtt þá er þetta tækni- lega mögulegt á 23 tímum. Reyndar á að vera hægt að ná meiru en 40 hreyfingum, hér er átt við annað hvort 2*20´eða 1*40´. Í raun er tveimur slíkum einingum lyft í einu. En vandinn eru ekki kranarnir, heldur skipulag á hreyfing- um til og frá krananum, sem hefur enn ekki verið leystur á full- nægjandi hátt. Vera má að ein ástæðan sé að menn séu ekki til- búnir með 7 gengi, sem mundi þýða 30 flutningstæki milli krana og stæðu og 16 tæki fyrir gámastæðurnar. Fjöldi og gerð tækja veltur á hvaða tækni er notuð. Þessi tæki þurfa að vera til reiðu 24 tíma á sólarhring og ef þörf er á 7 daga vikunnar. Vandinn er, að það er fjarri því að full nýting fáist á þennan búnað og mannskap. Menn geta leyft sér að bera saman við 8-10.000 TEU skip, sem koma oftar og með minna hverju sinni. Þar væru menn væntanlega himinlifandi að fá 4-6 krana. Tvær ferðir Til að fá betri skilning á hringferðum stærstu skipa var fylgst með Madrid Maersk og Munich Maersk frá september 2017 til janúar 2018 Skipin eru ekki á sömu rútunni. Munich Maersk er á 12 vikna rútu þar sem 25% tímans er í höfn, 75% á sjó. Það voru 17 komur til hafna, til lestunar og losunar, 8 sinnum í Asíu, 8 sinnum í Evrópu og Tangier í 7 JOC.COM 301117, Midsize vessels outpace mega-ships in berth productivity TEU $/borgandi pláss Sparnaður við að nota stærra skip á TEU 8.000 395 12.500 – 8.000 $ 60 12.500 335 20.656 – 8.000 $ 132 20.568 263 Afköst gámakrana minnka þegar skip stækka. Gámakrani fyrir skip gærdagsins. Það er með 22 gámaraðir meðan skip morgundagsins hefur 24 raðir. Þá er skipið með 16 lög samtals í lest og á dekki, en framtíðin er 12 í lest og 12 á dekki. Því þarf kraninn að ráða við efstu gáma 23 metrum hærri en þeir sem sjást á teikningunni sem tekin er ófrjálsri hendi úr Quay Cranes in Container Terminals birt í TRANSACTION ON TRANSPORT SCIENCES NUMBER 1 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.