Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 16
Fimmtudaginn 28. janúar árið 1960 voru öll stóru fréttablöðin á Íslandi með sömu forsíðufréttina. Nýja varðskipið er komið, tilkynntu blöðin þjóðinni. Nú verður fyrir alvöru tekið í lurginn á Bretunum. Þetta síðara var kannski ekki sagt al- veg með þessum orðum en allir vissu til hvers refirnir voru skornir. Haustið 1958 hafði fiskveiðilögsagan verið færð út í tólf mílur Bretum til sárrar gremju. Síðan þá hafði geisað þorskastríð á Íslandsmiðum. Og nú hafði nýr Óðinn bæst í flota Land- helgisgæslunnar, alls 880 rúmlestir, 64 metrar á lengd, tíu á breidd og sérstak- lega styrktur siglinga innan um ís og á fullri ferð – eða því sem næst– í verstu vetrarveðrum. ◊ ◊ ◊ Allt var flunkunýtt um borð og kom ekki á óvart í nýju skipi – nema fallbyssan, hún mátti muna fífil sinn fegri. Þegar blaðamenn höfðu orð á því við Pétur Sig- urðsson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hvort byssan væri ekki of lítil og of göm- ul svaraði hann stutt og laggott: – Hún mun duga til þess sem ætlast er til. Þetta svar varð aðeins til að æsa upp forvitnina í fjölmiðlamönnum sem grófu fljótlega upp að fallbyssan, sem var kom- in nokkuð á sjötugsaldur, hafði áður ver- ið á tveimur varðskipum og gekk því enn í endurnýjun lífdaga á nýjum Óðni. Sumarið á eftir komst gamla fallbyssan á Óðni í heimsfréttirnar þegar kúlur úr henni lentu í reykháfi breska togarans Grimsby Town. En það er önnur saga. Löngu síðar, þegar stóð til að selja Óðinn úr landi, beitti þáverandi alþingis- maður, Guðmundur Hallvarðsson, sér fyrir því að skipið yrði varðveitt. Stofnuð voru Hollvinasamtök Óðins, hætt var við söluna og í dag eiga allir Íslendingar þess kost að heimsækja skipið og hlýða á fræðandi frásagnir um lífið um borð og hvað á dagana dreif þá áratugi sem Óðinn var í þjónustu íslensku þjóðarinnar. ◊ ◊ ◊ Varðskipið Óðinn er sem sé orðinn sex- tugur. Hann er að sjá sem nýr þar sem hann liggur við Verbúðarbryggjuna í Reykjavíkurhöfn, í umsjá Sjóminjasafns- ins við Grandagarð. Hollvinasamtökin fögnuðu afmælinu og buðu til veislu. Þar mætti margt mætra kvenna og karla – meðal annarra var þar okkar ágæti ljós- myndari og velunnari Víkings, Jón Páll Halldórsson, sem sendi okkur þessar myndir úr afmælisfagnaðinum. Í brúnni á Óðni, forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasam- taka Óðins, og forsetafrú Eliza Jean Reid. ÓÐINN SEXTUGUR NN A 16 – Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.